Þögnin rofin, hurðir opnaðar upp á gátt Sigríður Jónsdóttir skrifar 27. október 2016 12:00 Atriði úr leiksýningunni Suss!!! sem er sýnd í Tjarnarbíó um þessar mundir. Leikhús Suss! Leikhópurinn RaTaTam Tjarnarbíó Leikstjórn: Charlotte Bøving Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Guðrún Bjarnadóttir Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Helgi Svavar Helgasvon Ljósahönnun og önnur tækni: Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum Eftir nær tveggja ára vinnu og auglýsingaherferð leikhópsins RaTaTam hefur Suss! loksins verið frumsýnt í Tjarnarbíói. Sýningin, í leikstjórn Charlotte Bøving, hverfist um frásagnir gerenda og þolenda heimilisofbeldis á Íslandi og er byggð á viðtölum hópsins. Heimildaleikhús hefur verið að ryðja sér til rúms á síðastliðnum misserum og íslenskir leikhúsáhorfendur fengur að sjá afrakstur RaTaTam og tilraunir hópsins með formið á frumsýningunni síðastliðinn föstudag. Enginn er skrifaður fyrir handritinu þó að hópurinn hafi að öllum líkindum smíðað textann í sameiningu, en grunnur þess, eins og áður hefur komið fram, er byggður á fyrrnefndum viðtölum. Frásagnirnar eru raktar frá barnæsku til fullorðinsára þar sem bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi kemur við sögu. Engu er haldið eftir og allt látið flakka; ást og hatur, níð og náin augnablik. Vítahring ofbeldis er oft erfitt að uppræta, hann spannar bæði tíma og jafnvel heilu kynslóðirnar. Hópurinn tekur reyndar á móti áhorfendum í anddyrinu en það fer fyrir ofan garð og neðan. Gjörningurinn gefur sýningunni lítið og setur fremur undarlegan tón fyrir það sem koma skal. Þau Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundir Ingi Þorvaldsson og Guðrún Bjarnadóttir hafa sett sér mjög krefjandi verkefni. Engar skýrar persónur er að finna í sýningunni heldur óma sögurnar eins og bergmál um sýningarsalinn. Í heildina skila þau sínu verkefni vel, hlutverkaskipan er jöfn og hópvinnan góð. Þau vefa saman þessar hörmulegu frásagnir af einlægni en sótsvartur húmorinn er samt ekki langt undan. Nálgun þeirra að brotakenndu persónunum er oftast nærgætin og tilfinninganæm, þau draga fram hið persónulega og treysta textanum til að skila sér án þess að ýkja tilfinningarótið. En stundum verður þörfin til að ofleika of freistandi. Um leikstjórnartaumana heldur Charlotte Bøving og tekst ágætlega til. Framan af er leikstjórnin öguð og skýr, fagurfræðilega áhugaverð og næm. En um leið og leikararnir stíga út úr hlutverkum sínum og tala um sitt eigið ferli, fellur sýningin samstundis saman. Þegar umræðuefnið er eins viðkvæmt og raun ber vitni þá verður það vera miðpunkturinn, ekki leikararnir og þeirra basl við að koma sýningunni á koppinn. Að sama skapi virka sumar tónbreytingarnar ekki heldur, s.s. þegar trúðarnir halda jólin og þá kannski sérstaklega atriði þar sem Guðmundur Ingi dubbar sig upp sem kómískan en ofbeldishneigðan riddara í seinni parti sýningarinnar. Þar dettur botninn algjörlega úr framvindunni. Leikmynd og búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir. Knöpp leikmyndin er bæði hugkvæm og áferðarfögur en Charlotte finnur fjölbreyttar leiðir nýta hvern flöt hennar. Aftur á móti verður að setja spurningarmerki við búningana, þó fallegir séu. Þessa hvimleiðu tísku í íslensku leikhúsi þar sem notast er við mismunandi tegundir af fölleitum lífstykkjum, náttkjólum og nærfötum má hvíla. Annað en með leikmyndina, þá bæta búningarnir engu við sýninguna. Tónlist Helga Svavars Helgasonar var misjöfn en þegar hann forðaðist melódramað þá smellpassaði hún verkinu. Suss! ber með sér þó nokkra galla í framsetningu en sögurnar eiga skilið áheyrn og þegar vel til heppnast smellur bæði leikur og framsetning saman á áhrifaríkan hátt.Niðurstaða: Misjöfn sýning um gríðarlega mikilvægt málefni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október. Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Suss! Leikhópurinn RaTaTam Tjarnarbíó Leikstjórn: Charlotte Bøving Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Guðrún Bjarnadóttir Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Helgi Svavar Helgasvon Ljósahönnun og önnur tækni: Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum Eftir nær tveggja ára vinnu og auglýsingaherferð leikhópsins RaTaTam hefur Suss! loksins verið frumsýnt í Tjarnarbíói. Sýningin, í leikstjórn Charlotte Bøving, hverfist um frásagnir gerenda og þolenda heimilisofbeldis á Íslandi og er byggð á viðtölum hópsins. Heimildaleikhús hefur verið að ryðja sér til rúms á síðastliðnum misserum og íslenskir leikhúsáhorfendur fengur að sjá afrakstur RaTaTam og tilraunir hópsins með formið á frumsýningunni síðastliðinn föstudag. Enginn er skrifaður fyrir handritinu þó að hópurinn hafi að öllum líkindum smíðað textann í sameiningu, en grunnur þess, eins og áður hefur komið fram, er byggður á fyrrnefndum viðtölum. Frásagnirnar eru raktar frá barnæsku til fullorðinsára þar sem bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi kemur við sögu. Engu er haldið eftir og allt látið flakka; ást og hatur, níð og náin augnablik. Vítahring ofbeldis er oft erfitt að uppræta, hann spannar bæði tíma og jafnvel heilu kynslóðirnar. Hópurinn tekur reyndar á móti áhorfendum í anddyrinu en það fer fyrir ofan garð og neðan. Gjörningurinn gefur sýningunni lítið og setur fremur undarlegan tón fyrir það sem koma skal. Þau Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundir Ingi Þorvaldsson og Guðrún Bjarnadóttir hafa sett sér mjög krefjandi verkefni. Engar skýrar persónur er að finna í sýningunni heldur óma sögurnar eins og bergmál um sýningarsalinn. Í heildina skila þau sínu verkefni vel, hlutverkaskipan er jöfn og hópvinnan góð. Þau vefa saman þessar hörmulegu frásagnir af einlægni en sótsvartur húmorinn er samt ekki langt undan. Nálgun þeirra að brotakenndu persónunum er oftast nærgætin og tilfinninganæm, þau draga fram hið persónulega og treysta textanum til að skila sér án þess að ýkja tilfinningarótið. En stundum verður þörfin til að ofleika of freistandi. Um leikstjórnartaumana heldur Charlotte Bøving og tekst ágætlega til. Framan af er leikstjórnin öguð og skýr, fagurfræðilega áhugaverð og næm. En um leið og leikararnir stíga út úr hlutverkum sínum og tala um sitt eigið ferli, fellur sýningin samstundis saman. Þegar umræðuefnið er eins viðkvæmt og raun ber vitni þá verður það vera miðpunkturinn, ekki leikararnir og þeirra basl við að koma sýningunni á koppinn. Að sama skapi virka sumar tónbreytingarnar ekki heldur, s.s. þegar trúðarnir halda jólin og þá kannski sérstaklega atriði þar sem Guðmundur Ingi dubbar sig upp sem kómískan en ofbeldishneigðan riddara í seinni parti sýningarinnar. Þar dettur botninn algjörlega úr framvindunni. Leikmynd og búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir. Knöpp leikmyndin er bæði hugkvæm og áferðarfögur en Charlotte finnur fjölbreyttar leiðir nýta hvern flöt hennar. Aftur á móti verður að setja spurningarmerki við búningana, þó fallegir séu. Þessa hvimleiðu tísku í íslensku leikhúsi þar sem notast er við mismunandi tegundir af fölleitum lífstykkjum, náttkjólum og nærfötum má hvíla. Annað en með leikmyndina, þá bæta búningarnir engu við sýninguna. Tónlist Helga Svavars Helgasonar var misjöfn en þegar hann forðaðist melódramað þá smellpassaði hún verkinu. Suss! ber með sér þó nokkra galla í framsetningu en sögurnar eiga skilið áheyrn og þegar vel til heppnast smellur bæði leikur og framsetning saman á áhrifaríkan hátt.Niðurstaða: Misjöfn sýning um gríðarlega mikilvægt málefni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október.
Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira