Sá gamli rúllaði öllum upp á 2.000 hestafla Lambo Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 15:38 Þegar menn eru orðnir 71 árs erun flestir farnir að hægja á hlutunum og taka því rólega. Það á ekki við þennan eldheita mann, Bob Helms, sem er eigandi Lamborghini Gallardo Superleggera bíls sem hann hefur látið breyta í algert orkubúnt sem sturtar út 2.000 hestöflum í malbikið. Með þeim mætti hann leiks í aksturskeppni í Bandaríkjunum og þar rúllaði hann upp hverju kraftatröllinu á fætur öðru. Í einum sigra sinna þar náði hann 346 km hraða. Það var breytingafyrirtækið Underground Racing sem breytti vélinni í bíl Bob og setti meðal annars tvær risastórar forþjöppur ofan á hana. Reyndar rifu þeir vélina í Lamborghini bílnum svo til í tætlur en blokkin í henni er upprunanleg og þolir greinilega öll þessi 2.000 hestöfl. Bob mætti á bíl sínum á Texas Speed Syndicate´s Invitational viðburðinn og í fyrstu atrennu náði hann 317 km hraða. Hann bætti svo um betur nokkrum spyrnum síðar og náði 344 km hraða en gerði svo best í úrslitakeppninni og náði 346 km hraða eftir að hafa stillt loftflæðið gegnum vélina í botn. Með því vann hann keppnina eftir að hafa gert til þess tilraun í 5 ár í röð. Það tókst þeim gamla nú í sjöttu tilraun. Sjá má spyrnur Bob Helms í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Þegar menn eru orðnir 71 árs erun flestir farnir að hægja á hlutunum og taka því rólega. Það á ekki við þennan eldheita mann, Bob Helms, sem er eigandi Lamborghini Gallardo Superleggera bíls sem hann hefur látið breyta í algert orkubúnt sem sturtar út 2.000 hestöflum í malbikið. Með þeim mætti hann leiks í aksturskeppni í Bandaríkjunum og þar rúllaði hann upp hverju kraftatröllinu á fætur öðru. Í einum sigra sinna þar náði hann 346 km hraða. Það var breytingafyrirtækið Underground Racing sem breytti vélinni í bíl Bob og setti meðal annars tvær risastórar forþjöppur ofan á hana. Reyndar rifu þeir vélina í Lamborghini bílnum svo til í tætlur en blokkin í henni er upprunanleg og þolir greinilega öll þessi 2.000 hestöfl. Bob mætti á bíl sínum á Texas Speed Syndicate´s Invitational viðburðinn og í fyrstu atrennu náði hann 317 km hraða. Hann bætti svo um betur nokkrum spyrnum síðar og náði 344 km hraða en gerði svo best í úrslitakeppninni og náði 346 km hraða eftir að hafa stillt loftflæðið gegnum vélina í botn. Með því vann hann keppnina eftir að hafa gert til þess tilraun í 5 ár í röð. Það tókst þeim gamla nú í sjöttu tilraun. Sjá má spyrnur Bob Helms í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent