Kenzo fyrir H&M línan frumsýnd í heild sinni Ritstjórn skrifar 10. október 2016 09:30 Litrík og lifandi lína frá Kenzo fyrir H&M. Myndir/Skjáskot Öll lína Kenzo fyrir H&M hefur loksins verið gerð opinber fyrir almenning. Línan fer á sölu 3.nóvember og verða líklegast langar raðir fyrir utan H&M búðir víðs vegar um heiminn. Það er nóg um að velja en mikið er um liti, munstur og víð snið. Í gegnum tíðina hefur H&M farið í samstarf við fræg og virt tískuhús. Í fyrra var það Balmain og svo Alexander Wang á undan því. Þau hafa einnig unnið með Versace, Lanvin og Sonia Rykiel. Línurnar hafa undantekningarlaust slegið í gegn hjá aðdáendum verslunarkeðjunnar og hafa iðulega myndast langar raðir fyrir utan stærstu verslanir H&M um allan heim. Því miður fá þeir sem eru staddir á Íslandi ekki tækifæri til þess að kaupa línuna. Hægt er þó að halda í vonina um að önnur samstörf fyrirtækisins í framtíðinni verði seld í versluninni sem opnar á hér á landi á næsta ári. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dress. Hægt er að sjá línuna í heild sinni hér. Mest lesið Konur sem hanna Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Dökkar varir eru málið í vetur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Föstudagslag Glamour Glamour
Öll lína Kenzo fyrir H&M hefur loksins verið gerð opinber fyrir almenning. Línan fer á sölu 3.nóvember og verða líklegast langar raðir fyrir utan H&M búðir víðs vegar um heiminn. Það er nóg um að velja en mikið er um liti, munstur og víð snið. Í gegnum tíðina hefur H&M farið í samstarf við fræg og virt tískuhús. Í fyrra var það Balmain og svo Alexander Wang á undan því. Þau hafa einnig unnið með Versace, Lanvin og Sonia Rykiel. Línurnar hafa undantekningarlaust slegið í gegn hjá aðdáendum verslunarkeðjunnar og hafa iðulega myndast langar raðir fyrir utan stærstu verslanir H&M um allan heim. Því miður fá þeir sem eru staddir á Íslandi ekki tækifæri til þess að kaupa línuna. Hægt er þó að halda í vonina um að önnur samstörf fyrirtækisins í framtíðinni verði seld í versluninni sem opnar á hér á landi á næsta ári. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dress. Hægt er að sjá línuna í heild sinni hér.
Mest lesið Konur sem hanna Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Dökkar varir eru málið í vetur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Scarlett Johansson hjólar í forsetadótturina Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Föstudagslag Glamour Glamour