Kvennaliðið efst í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2016 18:00 Kvennaliðið varð efst í undankeppninni. vísir/ernir Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. Bæði unglingaliðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær og fyrr í dag gerði blandaða liðið slíkt hið sama. Kvennalið Íslands gerði gott betur og endaði í efsta sæti í undankeppninni í dag. Stelpurnar fengu 56,016 í heildareinkunn og flugu inn í úrslitin. Danir enduðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Ísland var fyrsta liðið á svið og opnaði keppnina með látum. Stelpurnar sýndu glæsilegar gólfæfingar sem skiluðu þeim 21,916 í einkunn. Það er þriðja hæsta einkuninn sem hefur verið gefin á mótinu til þessa. Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir stökk á trampólíni og 16,700 fyrir stökk á dýnu. Þær geta gert betur í báðum greinum eins og þær viðurkenndu eftir keppni. Stelpurnar misstu af gullinu á EM á heimavelli fyrir tveimur árum en miðað við frammistöðuna í dag ætla þær ekki að láta það endurtaka sig. Þær ætla sér sigur á laugardaginn og koma með gullið heim.Stelpurnar í gólfæfingum.mynd/steinunn anna svansdóttirBein textalýsing: EM í hópfimleikum 18:00 Ísland endaði í efsta sæti í undankeppninni með 56,016 stig. Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. 17:50 Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir trampólínið. Íslenska liðið endar því með 56,016 í heildareinkunn og á sigurinn vísan í undankeppninni. 17:25 Stelpurnar voru að klára trampólínið. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel en það voru smávægilegir hnökrar í lendingum í annarri umferðinni. 16:59 Íslenska liðið fékk 16,700 í einkunn fyrir stökkin á dýnu. Það þýðir heildareinkunn upp á 38,616. Stelpurnar fljúga inn í úrslitin, það er nokkuð ljóst. Það er bara spurning í hvaða sæti þær enda. Ekki að það skipti öllu máli, aðalmálið er hvar liðið endar á laugardaginn. 16:55 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára dýnustökkin. Reynsluboltinn Glódís Guðgeirsdóttir fór fyrir sínum stelpum sem áttu nokkur glæsileg stökk. Lendingarnar virtust flestar vera í lagi. 16:30 Þetta líkar mér! Íslenska liðið fær 21,916 í einkunn fyrir gólfæfingarnar. Þetta er þriðja hæsta einkuninn á mótinu til þessa. Góð byrjun hjá stelpunum. 16:20 Keppni í kvennaflokki er hafin og drottningarnar okkar riðu á vaðið með sérlega vel heppnuðum gólfæfingum. Nú er að bara að bíða eftir einkuninni. 15:45 Fimmta sætið er niðurstaðan og Ísland er komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu. 15:30 Ísland fékk 15,950 í einkunn fyrir dýnuna. Íslenska liðið er í 3. sæti þegar fjögur lið eiga eftir að fá sína lokaeinkunn. Ísland er komið í úrslit, það er hægt að slá því föstu. 15:18 Íslenska liðið var að klára æfingar á dýnu og hefur þar með lokið leik í dag. Ísland er sem stendur í 3. sæti og er að fara áfram í úrslitin á laugardaginn. 15:07 Ísland datt niður í 2. sætið eftir að Noregur fékk 20,816 stig fyrir gólfæfingar sínar. 14:52 Jahá! Ísland fær 20,566 í einkunn fyrir gólfæfingarnar og hefur þar með tekið forystu í keppninni. Þetta er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í keppninni til þessa. 14:45 Dansinn að baki hjá Íslandi. Þær þrjár einkunnir sem hafa verið gefnar fyrir dansinn hingað til eru ekkert sérstaklega háar: 17,183, 16,400 og 13,700. Það verður spennandi að sjá hvaða einkunn Ísland fær. 14:18 Íslenska liðið fær 16,900 í einkunn fyrir trampólínið. Aðeins þrjú lið eru búin að fá einkunn. 14:12 Æfingar á trampólíni að baki hjá íslenska liðinu. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel, nokkrar tæpar lendingar í þeirri annarri. 14:05 Ísland er númer þrjú í röðinni í blönduðum flokki. Íslenska liðið byrjar á trampólíni, svo er röðin komin að gólfæfingum og loks að æfingum á dýnu. 13:57Íris Mist Magnúsdóttir keppti á fjórum Evrópumótum, þ.á.m. 2010 og 2012 þegar Ísland tók gullið. Í dag er hún í öðru hlutverki, sem þjálfari kvennaliðsins.Viðtal við Írisi sem birtist í Fréttablaðinu í morgun má lesa með því að smella hér. 13:55 Á EM á Ísland fyrir tveimur árum lenti kvennaliðið okkar í 2. sæti og blandaða liðið í 5. sæti. Stelpurnar hafa endað í tveimur efstu sætunum á öllum Evrópumótum frá 2006. Tvö gull og þrjú silfur er uppskeran. 13:50 Níu lið taka þátt í blönduðum flokki og átta í kvennaflokki. Sex lið fara í úrslit í báðum flokkum. Úrslitin fara svo fram á laugardaginn. 13:45 Góðan daginn og velkominn í beina lýsingu frá öðrum degi á EM í hópfimleikum. Í dag fer fram undankeppni í fullorðinsflokki. Ísland á lið í blönduðum flokki og kvennaflokki. Keppni hjá blönduðu liðunum hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 taka kvennaliðin við. Fimleikar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. Bæði unglingaliðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær og fyrr í dag gerði blandaða liðið slíkt hið sama. Kvennalið Íslands gerði gott betur og endaði í efsta sæti í undankeppninni í dag. Stelpurnar fengu 56,016 í heildareinkunn og flugu inn í úrslitin. Danir enduðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Ísland var fyrsta liðið á svið og opnaði keppnina með látum. Stelpurnar sýndu glæsilegar gólfæfingar sem skiluðu þeim 21,916 í einkunn. Það er þriðja hæsta einkuninn sem hefur verið gefin á mótinu til þessa. Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir stökk á trampólíni og 16,700 fyrir stökk á dýnu. Þær geta gert betur í báðum greinum eins og þær viðurkenndu eftir keppni. Stelpurnar misstu af gullinu á EM á heimavelli fyrir tveimur árum en miðað við frammistöðuna í dag ætla þær ekki að láta það endurtaka sig. Þær ætla sér sigur á laugardaginn og koma með gullið heim.Stelpurnar í gólfæfingum.mynd/steinunn anna svansdóttirBein textalýsing: EM í hópfimleikum 18:00 Ísland endaði í efsta sæti í undankeppninni með 56,016 stig. Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. 17:50 Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir trampólínið. Íslenska liðið endar því með 56,016 í heildareinkunn og á sigurinn vísan í undankeppninni. 17:25 Stelpurnar voru að klára trampólínið. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel en það voru smávægilegir hnökrar í lendingum í annarri umferðinni. 16:59 Íslenska liðið fékk 16,700 í einkunn fyrir stökkin á dýnu. Það þýðir heildareinkunn upp á 38,616. Stelpurnar fljúga inn í úrslitin, það er nokkuð ljóst. Það er bara spurning í hvaða sæti þær enda. Ekki að það skipti öllu máli, aðalmálið er hvar liðið endar á laugardaginn. 16:55 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára dýnustökkin. Reynsluboltinn Glódís Guðgeirsdóttir fór fyrir sínum stelpum sem áttu nokkur glæsileg stökk. Lendingarnar virtust flestar vera í lagi. 16:30 Þetta líkar mér! Íslenska liðið fær 21,916 í einkunn fyrir gólfæfingarnar. Þetta er þriðja hæsta einkuninn á mótinu til þessa. Góð byrjun hjá stelpunum. 16:20 Keppni í kvennaflokki er hafin og drottningarnar okkar riðu á vaðið með sérlega vel heppnuðum gólfæfingum. Nú er að bara að bíða eftir einkuninni. 15:45 Fimmta sætið er niðurstaðan og Ísland er komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu. 15:30 Ísland fékk 15,950 í einkunn fyrir dýnuna. Íslenska liðið er í 3. sæti þegar fjögur lið eiga eftir að fá sína lokaeinkunn. Ísland er komið í úrslit, það er hægt að slá því föstu. 15:18 Íslenska liðið var að klára æfingar á dýnu og hefur þar með lokið leik í dag. Ísland er sem stendur í 3. sæti og er að fara áfram í úrslitin á laugardaginn. 15:07 Ísland datt niður í 2. sætið eftir að Noregur fékk 20,816 stig fyrir gólfæfingar sínar. 14:52 Jahá! Ísland fær 20,566 í einkunn fyrir gólfæfingarnar og hefur þar með tekið forystu í keppninni. Þetta er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í keppninni til þessa. 14:45 Dansinn að baki hjá Íslandi. Þær þrjár einkunnir sem hafa verið gefnar fyrir dansinn hingað til eru ekkert sérstaklega háar: 17,183, 16,400 og 13,700. Það verður spennandi að sjá hvaða einkunn Ísland fær. 14:18 Íslenska liðið fær 16,900 í einkunn fyrir trampólínið. Aðeins þrjú lið eru búin að fá einkunn. 14:12 Æfingar á trampólíni að baki hjá íslenska liðinu. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel, nokkrar tæpar lendingar í þeirri annarri. 14:05 Ísland er númer þrjú í röðinni í blönduðum flokki. Íslenska liðið byrjar á trampólíni, svo er röðin komin að gólfæfingum og loks að æfingum á dýnu. 13:57Íris Mist Magnúsdóttir keppti á fjórum Evrópumótum, þ.á.m. 2010 og 2012 þegar Ísland tók gullið. Í dag er hún í öðru hlutverki, sem þjálfari kvennaliðsins.Viðtal við Írisi sem birtist í Fréttablaðinu í morgun má lesa með því að smella hér. 13:55 Á EM á Ísland fyrir tveimur árum lenti kvennaliðið okkar í 2. sæti og blandaða liðið í 5. sæti. Stelpurnar hafa endað í tveimur efstu sætunum á öllum Evrópumótum frá 2006. Tvö gull og þrjú silfur er uppskeran. 13:50 Níu lið taka þátt í blönduðum flokki og átta í kvennaflokki. Sex lið fara í úrslit í báðum flokkum. Úrslitin fara svo fram á laugardaginn. 13:45 Góðan daginn og velkominn í beina lýsingu frá öðrum degi á EM í hópfimleikum. Í dag fer fram undankeppni í fullorðinsflokki. Ísland á lið í blönduðum flokki og kvennaflokki. Keppni hjá blönduðu liðunum hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 taka kvennaliðin við.
Fimleikar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira