Mark Webber hættur þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 15:10 Mark Webber hefur ekið fyrir Porsche að undanförnu í þolakstursmótaröðinni. Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent