Suzuki S-Cross frumsýndur á morgun Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 10:54 Suzuki S-Cross. Suzuki S-Cross er bíll sem setur ný viðmið í jepplingaflokki. Hann er einstaklega rúmgóður og með eitt stærsta farangursrými í sínum stærðarflokki. Meðaleyðsla er mjög lág, aðeins 5,3 I/100 km beinskiptur og 5,6 l/100 km sjálfskiptur. S-Cross fæst bæði í GL og GLX útgáfum. Val er um tvær sparneytnar og einstaklega kraftmiklar vélar, 1,0 og 1,4 Boosterjet Turbo. Hin velþekkta ALLGRIP 4x4 fjórhjóladrifstækni Suzuki er nú af nýrri kynslóð sem skilar ríkri akstursánægju og um leið meiri sparneytni en áður. Fjórhjóladrifskerfið býður upp á fjórar mismunandi Stillingar, þ.e. sjálfvirka stillingu, sportstillingu, snjóstillingu og driflæsingu. Hann er með Apple CarPlay og MirrorLink. Tengiskjár snjallsímans, SLD, nýtir sér Apple CarPlay og MirrorLink. Þegar samhæfður iPhone er tengdur kerfinu með USB tengingu gerir Apple CarPlay þér kleift að hringja og svara símhringingum, spila tónlist úr símanum, senda og taka á móti skilaboðum og fá leiðarlýsingu, allt með raddskipunum eða fingrasnertingu á skjánum. Að sama skapi birtir MirrorLink hin ýmsu smáforrit snjallsímans á snertiskjánum og þannig er hægt að nýta sér aðgerðir símans í gegnum skjáinn. Margmiðlunaraðgerðir eru gerðar einfaldar á 7 tommu snertiskjánum. Aðgerðirnar varða m.a. hljómtæki, handfrjálsan síma, leiðsögukerfi og uppsetningu snjallsímans. S-Cross GL og GLX eru með bakkmyndavél sem varpar upp mynd af umhverfinu aftan við bílinn á skjáinn, þannig verður útsýnið aftur með bílnum skýrara þegar honum er bakkað. S-Cross GLX er með hraðastilli með fjarlægðarskynjara og leiðsögukerfi með SD korti, þrívíddar kortaleiðsögn sem auðvelt er að fylgja eftir á skjánum, hraðastillir með fjarlægðarskynjara sem gerir aksturinn þægilegri auk fleiri tækninýjunga. Verð S-Cross er frá 4.230.000 kr. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Suzuki S-Cross er bíll sem setur ný viðmið í jepplingaflokki. Hann er einstaklega rúmgóður og með eitt stærsta farangursrými í sínum stærðarflokki. Meðaleyðsla er mjög lág, aðeins 5,3 I/100 km beinskiptur og 5,6 l/100 km sjálfskiptur. S-Cross fæst bæði í GL og GLX útgáfum. Val er um tvær sparneytnar og einstaklega kraftmiklar vélar, 1,0 og 1,4 Boosterjet Turbo. Hin velþekkta ALLGRIP 4x4 fjórhjóladrifstækni Suzuki er nú af nýrri kynslóð sem skilar ríkri akstursánægju og um leið meiri sparneytni en áður. Fjórhjóladrifskerfið býður upp á fjórar mismunandi Stillingar, þ.e. sjálfvirka stillingu, sportstillingu, snjóstillingu og driflæsingu. Hann er með Apple CarPlay og MirrorLink. Tengiskjár snjallsímans, SLD, nýtir sér Apple CarPlay og MirrorLink. Þegar samhæfður iPhone er tengdur kerfinu með USB tengingu gerir Apple CarPlay þér kleift að hringja og svara símhringingum, spila tónlist úr símanum, senda og taka á móti skilaboðum og fá leiðarlýsingu, allt með raddskipunum eða fingrasnertingu á skjánum. Að sama skapi birtir MirrorLink hin ýmsu smáforrit snjallsímans á snertiskjánum og þannig er hægt að nýta sér aðgerðir símans í gegnum skjáinn. Margmiðlunaraðgerðir eru gerðar einfaldar á 7 tommu snertiskjánum. Aðgerðirnar varða m.a. hljómtæki, handfrjálsan síma, leiðsögukerfi og uppsetningu snjallsímans. S-Cross GL og GLX eru með bakkmyndavél sem varpar upp mynd af umhverfinu aftan við bílinn á skjáinn, þannig verður útsýnið aftur með bílnum skýrara þegar honum er bakkað. S-Cross GLX er með hraðastilli með fjarlægðarskynjara og leiðsögukerfi með SD korti, þrívíddar kortaleiðsögn sem auðvelt er að fylgja eftir á skjánum, hraðastillir með fjarlægðarskynjara sem gerir aksturinn þægilegri auk fleiri tækninýjunga. Verð S-Cross er frá 4.230.000 kr.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent