Var sagt að ég gæti ekkert lært Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2016 08:30 “Mér finnst gott að eiga tíma og gera bara það sem mig langar. Er alveg sama hvort fólk segi að ég sé gömul eða ekki gömul,” segir Sigga. Vísir/GVA Talaðu endilega við hana Siggu. Hún er yndisleg manneskja og það eru hennar líf og minningabrot sem bókin fjallar um. Ég er bara skrásetjari og hef lokið mínu hlutverki,“ segir Vigdís Grímsdóttir rithöfundur þegar ég hringi í hana norður á Strandir til að spyrja út í nýjustu bók hennar, Elsku Drauma mín. Bókin fjallar um Sigríði Halldórsdóttur frá Gljúfrasteini, oftast kallaða Siggu, sem er með eitt af fyrstu eintökunum glóðvolgt úr prentvélinni þegar ég kem heim til hennar á Bergstaðastrætið. „Mér líður eins og ég sé að koma af fæðingardeildinni en karlinn verði á sjónum til mánaðamóta – því Vigdís verður að kenna í Árneshreppnum fram til 1. nóvember“ segir hún hlæjandi. Sigga kveðst aldrei hafa ætlað að verða aðalpersóna í bók. „Hann Jóhann Páll í JPV spurði mig hvort ég vildi ekki skrifa bók um líf mitt – ég hélt nú ekki. Þá fékk hann Auði Jónsdóttur, dóttur mína, í lið með sér, bauð okkur á Kaffi París og þau pressuðu á mig bæði. Hann nefndi höfunda sem gætu skrifað bókina en ég hafði mótbárur á reiðum höndum. „Ekki aldeilis, þetta er gamall kærasti,“ - eða - „Ertu frá frá þér, ég vann með þessum.“ Þá stakk hann upp á Vigdísi Gríms. Við Vigdís höfðum aldrei hist. Ég var slæg og hugsaði með sjálfri mér: sú held ég nenni því, vissi að hún var þá að gefa út Dísubók. Þau Auður fara beint í tölvurnar og skrifa henni og Vigdís svarar um hæl. „Til er ég.“ Þá varð ekki aftur snúið, ég féll á eigin bragði.“Með pabba á Þingvöllum.Í febrúar 2014 fór Sigga norður á Strandir til fundar við Vigdísi og þær hófust handa. „Ég var í Norðurfirðinum í þrjár vikur, það var yndislegur tími. Vigdís byrjaði strax að taka mig upp á band og hamra á tölvuna. Við unnum fyrri part dags, svo gerðum við eitthvað sneddí seinni partinn, elduðum, horfðum á sjónvarpið og kjöftuðum.“ Framhaldið var tekið í skorpum að sögn Siggu. „Eitt sumarið vorum við hálfan mánuði í rithöfundakofa á Eyrarbakka og það rigndi upp á hvern einasta dag. Svo var legið á línunni þegar við vorum hvor á sínu landshorni. Í fyrravor afhenti ég Vigdísi mörg bréf og nokkra kafla sem ég hafði skrifað sjálf, það rennur allt saman hjá okkur í bókinni. Vigdís framreiðir efnið eins og það á að vera“ lýsir Sigga og bætir við. „Þessi bók hefði aldrei orðið til ef ég hefði verið að gaufast í henni ein. Aldrei. Fólk verður að kunna til verka sem rithöfundar alveg eins og verkfræðingar.“ Langaði þig aldrei að verða rithöfundur? „Nei, ég held mig hafi skort skáldaeðli. Er sennilega of raunsæ, jarðbundin og hrædd við að fara á svif. Hafði samt gaman af að skrifa og var svolítið í blaðamennsku og greinaskrifum á tímabili, fyrst á Helgarpóstinum, skrifaði í tímarit hjá Herdísi Þorgeirs og sjónvarpskrítik bæði í Mogga og DV. En þegar allt varð tölvuvætt sat ég eftir eins og aumingi, svo vélhrædd. Það hefur lagast. Hún hefur hjálpað mér ansi mikið í því hún Vigdís. Ég á orðið IPhad sem dóttir mín gaf mér í jólagjöf og er voða lukkuleg með hann.“Á skemmtistað í útlöndum með Jóni Gunnari.Þó þetta sé fyrsta bókin um Siggu sem hún er með í að móta hefur henni áður brugðið fyrir í skrifum Auðar dóttur hennar og eru lýsingar af líferni hennar þar sumar ansi svæsnar, einkum í bókinni Ósjálfrátt. Hún kveðst hlæja mikið að þeirri bók og þykja hún skemmtileg. „Ég var ekkert móðguð. Það sem mér þótti verst var að það voru að koma til mín eldri konur sem sögðu alveg grafarlvarlegar: „Ekki vissi ég að þetta hefði verið svona hjá þér, elskan mín.“ Svo það voru aðrir sem tóku efnið nær sér en ég. En ég læt bókina hennar Auðar eiginlega duga um drykkju-og hjónabandsvandamálin mín. Þó ég komi inn á þau í minni bók er það á lágstemmdari nótum. Ég get samt upplýst í þessu viðtali að ég er ekkert hætt að drekka en fylleríin heyra til liðinni tíð,“ segir Sigga kankvís. Ekki þarf að fjölyrða um snilli Halldórs Kiljan, föður Siggu, á ritvellinum. Hitt vita kannski færri að Auður móðir hennar var vel textafær líka að sögn dótturinnar. „Mamma átti til að skrifa góðar greinar. Þær voru bundnar hennar áhugamáli, handíðum, sem hún var lærð í. Hún var í ritstjórn blaðsins Hugur og hönd og líka Melkorku. En hafi hana einhverntíma langað að skrifa sögu held ég hún hefði aldrei komist til þess, því það var annar maður á heimilinu sem skrifaði sögur og hún var honum algerlega ómissandi ritari.“ Hvernig var að alast upp hjá skáldi sem allt snerist um? „Það kemur allt fram í bókinni. Við Guðný systir mín, Duna, vorum eins og hverjir aðrir krakkar, völsuðum um dalinn, áttum þar marga vini og vorum heimalningar á bæjum í kring. Mér finnst forréttindi að hafa fengið að alast upp í sveit. Kannski var erfiðast fyrir okkur stelpurnar að heimilið okkar var líkast sendiráði. Þar var alltaf opinber móttaka, sérstaklega á sumrin og við vorum ekki gamlar þegar við vorum farnar að ganga í þjónustuverk í sambandi við það stúss. En pabbi var elskulegur faðir og skemmtilegur á heimili þó það væri undirlagt af hans vinnu og hann léti þjóna sér. Maður fékk aldrei beinar skammir frá honum en oft leiðbeiningar sem komu að góðum notum seinna. Svo var alltaf hægt að leita til hans - oft betra en til kvenleggsins. Hann gerði engan greinarmun á unglingi og fullorðnum, var alltaf eins. Sigga segir þær systurnar hafa verið vinkonur þegar þær nenntu en flogist á þegar þær höfðu ekkert betra að gera. „Við vorum ógurlega mikið saman og kunnum hvor aðra utan að. En við vorum ekkert með slöngulokka og héldumst í hendur. Ónei.“ Skyldu þær ekki hafa sótt í sollinn í bænum þegar þær komust á unglingsár? „Jú, jú, Við fórum báðar í gaggó í Reykjavík, ég var sett í Kvennaskólann og svo Duna greyið í kjölfarið. Ég veit ekki hverskonar uppátæki það var. Ég var nú rekin. Það var fínt. Mér var sagt að ég gæti ekkert lært - sem ég gerði heldur ekki. Þá fór ég í Vonarstrætisskólann og þar féll ég á landsprófi en í gamla skólanum mínum uppi í Mosfellssveit náði ég því, þar átti ég dálítið góðan tíma. Svo komu menntaskólaárin í MH. Þar var verið í sukki og það var líka hægt í Mosfellssveitinni. Ég var brokkgengur unglingur. Með dótturinni Auði.Eftir stúdent? Ég var nú orðin ólétt þegar ég kláraði stúdentsprófið en fór tvo vetur í Háskóla Íslands í nám sem var eins algerlega ópraktískt og hugsast gat, heimspeki, bókmenntir og frönsku. Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég kláraði það. Þá var Auður litla fædd og við Jón Gunnar Ottósson, faðir hennar, fórum til Englands, hann í skordýrafræði en ég í teikningu. Ég hafði alltaf gaman af að teikna.“ Í Bretlandi eignaðist Sigga aðra dóttur, Rannveigu, en gafst svo upp á að vera í Bretlandi, langaði heim í dalinn sinn enda höfðu þau Jón Gunnar verið búin að byggja hús þar – Húsasmiðjuhús, eins og hún kallar það. „Ari Klængur, sonur okkar, fæddist 1980 en við foreldrarnir skildum skömmu síðar. Svo bjó ég með Þjóðverja í nokkur ár og á með honum yngstu dótturina sem heitir Halldóra Helena, kölluð Dóra Lena og er fædd 1990. Við Dóra Lena bjuggum saman hér á Bergstaðastrætinu í mörg ár en nú er hún flogin úr hreiðrinu eins og eldri börnin.“ Með Rannveigu, Dóru Lenu og Ara Klæng.Mikil konubók Ég tek eftir að í bókinni Elsku Drauma mín er frásögnin ekki línulaga heldur er farið aftur og fram í tíma. „Það er hugmynd Vigdísar og ég var strax sátt við hana,“ segir Sigga og heldur áfram. „Ég vona bara að fólki finnist bókin skemmtileg. Hún er mikil konubók, fjallar eiginlega um allar þær konur sem komu inn í líf mitt frá því að ég fæddist og þá ábyrgð og vinnu sem á konur var lögð. Meðal annars hana mömmu. Pabbi minn gat ekki náð sér í mjólkurbolla inn í ísskáp. Hún sá um allt í sambandi við heimilið, viðgerðir og rekstur. „Ég skrifa, hér eru peningarnir,“ sagði hann. Við systur ólumst upp í því andrúmslofti að konur gætu allt. Systir mín gekk með vasahníf, veiddi fisk og gerði allan fjárann strax lítil stelpa. Ég hef líka vaðið í ólíkustu störf um ævina, kennslu, umönnun, matráðsstörf, þýðingar, kvikmyndagerð, hitt og þetta.“ En í bókinn lýsir Sigga kyrralífinu sem hún kveðst lifa nú. „Mér finnst gott að eiga tíma og gera bara það sem mig langar. Er alveg sama hvort fólk segi að ég sé gömul eða ekki gömul. Ég vil ekkert vera að pressa mig í að segja að 65 og ½ sé enginn aldur. Það er aldur og ég hef ekki heilsu til að taka á mig líkamlegt erfiði lengur. Þó ég sé ekki dugleg að passa þá hef ég ógurlega gaman af því að fylgjast með barnabörnunum mínum. Þau eru fimm, ég segi oft sex, því sonur minn hefur alið upp stjúpdóttur sem er tólf ára. Ég á sem betur fer tvær dótturdætur hér í Reykjavík, svo er Auður með sinn son í Berlín og Ari með stelpurnar í Svíþjóð en ég reyni að fara til þeirra þegar ég mögulega get og leggjast upp á þau. Er nýkomin núna frá Auði.“ Þú hefur fengið sól, þú ert svo brún, segi ég. „Já, það er nú bara meikið úr þýska apótekinu!“Pabbi kallaði mig Draumu Einn þeirra herramanna sem kemur við sögu í bókinni er góðvinur Siggu, Hans Kristján Árnason, sem hún kallar Hósí. „Við Hósí erum búin að vera viðloðandi hvort annað í svona sjö ár en búum hvort í sínu lagi,“ segir hún. „Höfum verið á ansi miklum þvælingi um Ísland á sumrin og það finnst mér nú bara það skemmtilegasta sem ég geri, ef það væri pláss fyrir mig á vegunum og það væri hægt að gista einhvernsstaðar án þess að eiga feitt seðlaveski og hafa pantað með árs fyrirvara. Þessi atriði eru þau neikvæðu í ferðaþjónustunni og líka hvað landið er illa farið sumsstaðar. En vestur á fjörðum er rólegra ennþá og ég fer mikið þangað. Sonur minn á gestrisna tengdafjölskyldu á Ísafirði og þar er alltaf opið hús fyrir mig.“ Bókarkápan á Elsku Drauma mín er í frekar daufum litum. „Maður sér alveg að hönnuðurinn hefur lesið bókina áður en hann hófst handa, það skiptir öllu máli. Hún er svolítið draumkennd eins og nafnið bendir til,“ segir Sigga brosandi. „Pabbi kallaði mig Draumu þegar ég var barn. Ég hef líklega verið dreymin. Mörg bréf hans byrja á þessu ávarpi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Talaðu endilega við hana Siggu. Hún er yndisleg manneskja og það eru hennar líf og minningabrot sem bókin fjallar um. Ég er bara skrásetjari og hef lokið mínu hlutverki,“ segir Vigdís Grímsdóttir rithöfundur þegar ég hringi í hana norður á Strandir til að spyrja út í nýjustu bók hennar, Elsku Drauma mín. Bókin fjallar um Sigríði Halldórsdóttur frá Gljúfrasteini, oftast kallaða Siggu, sem er með eitt af fyrstu eintökunum glóðvolgt úr prentvélinni þegar ég kem heim til hennar á Bergstaðastrætið. „Mér líður eins og ég sé að koma af fæðingardeildinni en karlinn verði á sjónum til mánaðamóta – því Vigdís verður að kenna í Árneshreppnum fram til 1. nóvember“ segir hún hlæjandi. Sigga kveðst aldrei hafa ætlað að verða aðalpersóna í bók. „Hann Jóhann Páll í JPV spurði mig hvort ég vildi ekki skrifa bók um líf mitt – ég hélt nú ekki. Þá fékk hann Auði Jónsdóttur, dóttur mína, í lið með sér, bauð okkur á Kaffi París og þau pressuðu á mig bæði. Hann nefndi höfunda sem gætu skrifað bókina en ég hafði mótbárur á reiðum höndum. „Ekki aldeilis, þetta er gamall kærasti,“ - eða - „Ertu frá frá þér, ég vann með þessum.“ Þá stakk hann upp á Vigdísi Gríms. Við Vigdís höfðum aldrei hist. Ég var slæg og hugsaði með sjálfri mér: sú held ég nenni því, vissi að hún var þá að gefa út Dísubók. Þau Auður fara beint í tölvurnar og skrifa henni og Vigdís svarar um hæl. „Til er ég.“ Þá varð ekki aftur snúið, ég féll á eigin bragði.“Með pabba á Þingvöllum.Í febrúar 2014 fór Sigga norður á Strandir til fundar við Vigdísi og þær hófust handa. „Ég var í Norðurfirðinum í þrjár vikur, það var yndislegur tími. Vigdís byrjaði strax að taka mig upp á band og hamra á tölvuna. Við unnum fyrri part dags, svo gerðum við eitthvað sneddí seinni partinn, elduðum, horfðum á sjónvarpið og kjöftuðum.“ Framhaldið var tekið í skorpum að sögn Siggu. „Eitt sumarið vorum við hálfan mánuði í rithöfundakofa á Eyrarbakka og það rigndi upp á hvern einasta dag. Svo var legið á línunni þegar við vorum hvor á sínu landshorni. Í fyrravor afhenti ég Vigdísi mörg bréf og nokkra kafla sem ég hafði skrifað sjálf, það rennur allt saman hjá okkur í bókinni. Vigdís framreiðir efnið eins og það á að vera“ lýsir Sigga og bætir við. „Þessi bók hefði aldrei orðið til ef ég hefði verið að gaufast í henni ein. Aldrei. Fólk verður að kunna til verka sem rithöfundar alveg eins og verkfræðingar.“ Langaði þig aldrei að verða rithöfundur? „Nei, ég held mig hafi skort skáldaeðli. Er sennilega of raunsæ, jarðbundin og hrædd við að fara á svif. Hafði samt gaman af að skrifa og var svolítið í blaðamennsku og greinaskrifum á tímabili, fyrst á Helgarpóstinum, skrifaði í tímarit hjá Herdísi Þorgeirs og sjónvarpskrítik bæði í Mogga og DV. En þegar allt varð tölvuvætt sat ég eftir eins og aumingi, svo vélhrædd. Það hefur lagast. Hún hefur hjálpað mér ansi mikið í því hún Vigdís. Ég á orðið IPhad sem dóttir mín gaf mér í jólagjöf og er voða lukkuleg með hann.“Á skemmtistað í útlöndum með Jóni Gunnari.Þó þetta sé fyrsta bókin um Siggu sem hún er með í að móta hefur henni áður brugðið fyrir í skrifum Auðar dóttur hennar og eru lýsingar af líferni hennar þar sumar ansi svæsnar, einkum í bókinni Ósjálfrátt. Hún kveðst hlæja mikið að þeirri bók og þykja hún skemmtileg. „Ég var ekkert móðguð. Það sem mér þótti verst var að það voru að koma til mín eldri konur sem sögðu alveg grafarlvarlegar: „Ekki vissi ég að þetta hefði verið svona hjá þér, elskan mín.“ Svo það voru aðrir sem tóku efnið nær sér en ég. En ég læt bókina hennar Auðar eiginlega duga um drykkju-og hjónabandsvandamálin mín. Þó ég komi inn á þau í minni bók er það á lágstemmdari nótum. Ég get samt upplýst í þessu viðtali að ég er ekkert hætt að drekka en fylleríin heyra til liðinni tíð,“ segir Sigga kankvís. Ekki þarf að fjölyrða um snilli Halldórs Kiljan, föður Siggu, á ritvellinum. Hitt vita kannski færri að Auður móðir hennar var vel textafær líka að sögn dótturinnar. „Mamma átti til að skrifa góðar greinar. Þær voru bundnar hennar áhugamáli, handíðum, sem hún var lærð í. Hún var í ritstjórn blaðsins Hugur og hönd og líka Melkorku. En hafi hana einhverntíma langað að skrifa sögu held ég hún hefði aldrei komist til þess, því það var annar maður á heimilinu sem skrifaði sögur og hún var honum algerlega ómissandi ritari.“ Hvernig var að alast upp hjá skáldi sem allt snerist um? „Það kemur allt fram í bókinni. Við Guðný systir mín, Duna, vorum eins og hverjir aðrir krakkar, völsuðum um dalinn, áttum þar marga vini og vorum heimalningar á bæjum í kring. Mér finnst forréttindi að hafa fengið að alast upp í sveit. Kannski var erfiðast fyrir okkur stelpurnar að heimilið okkar var líkast sendiráði. Þar var alltaf opinber móttaka, sérstaklega á sumrin og við vorum ekki gamlar þegar við vorum farnar að ganga í þjónustuverk í sambandi við það stúss. En pabbi var elskulegur faðir og skemmtilegur á heimili þó það væri undirlagt af hans vinnu og hann léti þjóna sér. Maður fékk aldrei beinar skammir frá honum en oft leiðbeiningar sem komu að góðum notum seinna. Svo var alltaf hægt að leita til hans - oft betra en til kvenleggsins. Hann gerði engan greinarmun á unglingi og fullorðnum, var alltaf eins. Sigga segir þær systurnar hafa verið vinkonur þegar þær nenntu en flogist á þegar þær höfðu ekkert betra að gera. „Við vorum ógurlega mikið saman og kunnum hvor aðra utan að. En við vorum ekkert með slöngulokka og héldumst í hendur. Ónei.“ Skyldu þær ekki hafa sótt í sollinn í bænum þegar þær komust á unglingsár? „Jú, jú, Við fórum báðar í gaggó í Reykjavík, ég var sett í Kvennaskólann og svo Duna greyið í kjölfarið. Ég veit ekki hverskonar uppátæki það var. Ég var nú rekin. Það var fínt. Mér var sagt að ég gæti ekkert lært - sem ég gerði heldur ekki. Þá fór ég í Vonarstrætisskólann og þar féll ég á landsprófi en í gamla skólanum mínum uppi í Mosfellssveit náði ég því, þar átti ég dálítið góðan tíma. Svo komu menntaskólaárin í MH. Þar var verið í sukki og það var líka hægt í Mosfellssveitinni. Ég var brokkgengur unglingur. Með dótturinni Auði.Eftir stúdent? Ég var nú orðin ólétt þegar ég kláraði stúdentsprófið en fór tvo vetur í Háskóla Íslands í nám sem var eins algerlega ópraktískt og hugsast gat, heimspeki, bókmenntir og frönsku. Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég kláraði það. Þá var Auður litla fædd og við Jón Gunnar Ottósson, faðir hennar, fórum til Englands, hann í skordýrafræði en ég í teikningu. Ég hafði alltaf gaman af að teikna.“ Í Bretlandi eignaðist Sigga aðra dóttur, Rannveigu, en gafst svo upp á að vera í Bretlandi, langaði heim í dalinn sinn enda höfðu þau Jón Gunnar verið búin að byggja hús þar – Húsasmiðjuhús, eins og hún kallar það. „Ari Klængur, sonur okkar, fæddist 1980 en við foreldrarnir skildum skömmu síðar. Svo bjó ég með Þjóðverja í nokkur ár og á með honum yngstu dótturina sem heitir Halldóra Helena, kölluð Dóra Lena og er fædd 1990. Við Dóra Lena bjuggum saman hér á Bergstaðastrætinu í mörg ár en nú er hún flogin úr hreiðrinu eins og eldri börnin.“ Með Rannveigu, Dóru Lenu og Ara Klæng.Mikil konubók Ég tek eftir að í bókinni Elsku Drauma mín er frásögnin ekki línulaga heldur er farið aftur og fram í tíma. „Það er hugmynd Vigdísar og ég var strax sátt við hana,“ segir Sigga og heldur áfram. „Ég vona bara að fólki finnist bókin skemmtileg. Hún er mikil konubók, fjallar eiginlega um allar þær konur sem komu inn í líf mitt frá því að ég fæddist og þá ábyrgð og vinnu sem á konur var lögð. Meðal annars hana mömmu. Pabbi minn gat ekki náð sér í mjólkurbolla inn í ísskáp. Hún sá um allt í sambandi við heimilið, viðgerðir og rekstur. „Ég skrifa, hér eru peningarnir,“ sagði hann. Við systur ólumst upp í því andrúmslofti að konur gætu allt. Systir mín gekk með vasahníf, veiddi fisk og gerði allan fjárann strax lítil stelpa. Ég hef líka vaðið í ólíkustu störf um ævina, kennslu, umönnun, matráðsstörf, þýðingar, kvikmyndagerð, hitt og þetta.“ En í bókinn lýsir Sigga kyrralífinu sem hún kveðst lifa nú. „Mér finnst gott að eiga tíma og gera bara það sem mig langar. Er alveg sama hvort fólk segi að ég sé gömul eða ekki gömul. Ég vil ekkert vera að pressa mig í að segja að 65 og ½ sé enginn aldur. Það er aldur og ég hef ekki heilsu til að taka á mig líkamlegt erfiði lengur. Þó ég sé ekki dugleg að passa þá hef ég ógurlega gaman af því að fylgjast með barnabörnunum mínum. Þau eru fimm, ég segi oft sex, því sonur minn hefur alið upp stjúpdóttur sem er tólf ára. Ég á sem betur fer tvær dótturdætur hér í Reykjavík, svo er Auður með sinn son í Berlín og Ari með stelpurnar í Svíþjóð en ég reyni að fara til þeirra þegar ég mögulega get og leggjast upp á þau. Er nýkomin núna frá Auði.“ Þú hefur fengið sól, þú ert svo brún, segi ég. „Já, það er nú bara meikið úr þýska apótekinu!“Pabbi kallaði mig Draumu Einn þeirra herramanna sem kemur við sögu í bókinni er góðvinur Siggu, Hans Kristján Árnason, sem hún kallar Hósí. „Við Hósí erum búin að vera viðloðandi hvort annað í svona sjö ár en búum hvort í sínu lagi,“ segir hún. „Höfum verið á ansi miklum þvælingi um Ísland á sumrin og það finnst mér nú bara það skemmtilegasta sem ég geri, ef það væri pláss fyrir mig á vegunum og það væri hægt að gista einhvernsstaðar án þess að eiga feitt seðlaveski og hafa pantað með árs fyrirvara. Þessi atriði eru þau neikvæðu í ferðaþjónustunni og líka hvað landið er illa farið sumsstaðar. En vestur á fjörðum er rólegra ennþá og ég fer mikið þangað. Sonur minn á gestrisna tengdafjölskyldu á Ísafirði og þar er alltaf opið hús fyrir mig.“ Bókarkápan á Elsku Drauma mín er í frekar daufum litum. „Maður sér alveg að hönnuðurinn hefur lesið bókina áður en hann hófst handa, það skiptir öllu máli. Hún er svolítið draumkennd eins og nafnið bendir til,“ segir Sigga brosandi. „Pabbi kallaði mig Draumu þegar ég var barn. Ég hef líklega verið dreymin. Mörg bréf hans byrja á þessu ávarpi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira