Apple hætt við smíði eigin bíls Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 13:59 Draumurinn um Apple bíl er úti, a.m.k. að sinni. Tölvufyrirtækið Apple hefur lengi haft uppi áform um smíði eigin sjálfakandi bíls, en svo virðist sem sá draumur hafi verið lagður til hliðar. Mörg hundruð starfsmenn hafa unnið við þróun slíks bíls hjá Apple að undanförnu en flestu því starfsfólki hefur nú verið boðið starf í öðrum deildum Apple fyrirtækisins. Verkefnið utan um smíði eigin bíls Apple bar nafnið Titan og hefur það nú skipt um hlutverk og er ætlað að þróa búnað fyrir sjálfakandi bíla sem Apple getur svo selt til annarra bílaframleiðenda. Á slíkur búnaður að verða tilbúinn til markaðssetningar í enda þessa árs. Ef að það tekst ekki hafa þær sögur heyrst að Titan verkefnið verði alfarið lagt niður og eiga þá starfsmenn þess á hættu að missa vinnu sína. Talsverðar sögur fara einnig um hversu mikil stjórnendamistök hafi átt sér stað innan raða Titan og hefur Apple stokkað upp spilin oftar en einu sinni innan þess og stjórnar nú Bob Mansfield starfseminni, en hann er gamall og farsæll refur sem unnið hefur lengi hjá Apple. Oftast nær hefur Apple verið farsælt við þróun og markaðssetningu vara sinna, en hér er þó komið dæmi um að ekki verður allt að gulli sem Apple kemur nálægt. Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent
Tölvufyrirtækið Apple hefur lengi haft uppi áform um smíði eigin sjálfakandi bíls, en svo virðist sem sá draumur hafi verið lagður til hliðar. Mörg hundruð starfsmenn hafa unnið við þróun slíks bíls hjá Apple að undanförnu en flestu því starfsfólki hefur nú verið boðið starf í öðrum deildum Apple fyrirtækisins. Verkefnið utan um smíði eigin bíls Apple bar nafnið Titan og hefur það nú skipt um hlutverk og er ætlað að þróa búnað fyrir sjálfakandi bíla sem Apple getur svo selt til annarra bílaframleiðenda. Á slíkur búnaður að verða tilbúinn til markaðssetningar í enda þessa árs. Ef að það tekst ekki hafa þær sögur heyrst að Titan verkefnið verði alfarið lagt niður og eiga þá starfsmenn þess á hættu að missa vinnu sína. Talsverðar sögur fara einnig um hversu mikil stjórnendamistök hafi átt sér stað innan raða Titan og hefur Apple stokkað upp spilin oftar en einu sinni innan þess og stjórnar nú Bob Mansfield starfseminni, en hann er gamall og farsæll refur sem unnið hefur lengi hjá Apple. Oftast nær hefur Apple verið farsælt við þróun og markaðssetningu vara sinna, en hér er þó komið dæmi um að ekki verður allt að gulli sem Apple kemur nálægt.
Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent