Falið fatlað fólk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2016 00:00 Fyrst eftir að ég flutti til Danmerkur á sínum tíma tók ég eftir öllu því sem ég var ekki vön frá Íslandi. Konunum í búrkunum, hlýju golunni, hjólreiðamönnum í umferðinni. Og fatlaða fólkinu! Sem mætti mér á gangstéttinni, sat við hlið mér í strætó og afgreiddi mig í búðinni. Það er mannlegt að taka eftir því sem maður er ekki vanur að sjá. Vera feiminn og forvitinn og skoða vel. Og já, börnin mín störðu. En það sem maður sér á hverjum degi hættir fljótlega að vera framandi og verður venjulegt. Hversdagslegt og sjálfsagt. Hluti af daglegu lífi. En af hverju var fatlað fólk mér framandi? Það eru um fjögur þúsund fötluð börn og fullorðnir á Íslandi. Hversu marga hefur þú séð á ævinni? Hversu oft hefur þú talað við fatlaða manneskju? Hefurðu unnið með einhverjum? Farið á stefnumót? Átt vin? Það næsta sem ég komst fötluðu fólki þegar ég var krakki var að góla: Fatlafól, fatlafól, flakkandi um á tíu gíra spítthjólastól. Það er því eðlilegt að spyrja: Hvar er allt íslenska fatlaða fólkið? Pistill sem hreyfihömluð kona skrifaði í síðustu viku svarar þeirri spurningu. Pistillinn fjallar um hve illa henni gekk að fá vinnu eftir háskólanám. Hún fékk þau skilaboð að hún gæti ekki verið á almennum vinnumarkaði því hún notar göngugrind. Hæfileikar, geta og menntun voru ekki til umræðu. Starfsumsókn hennar var stimpluð með stórum rauðum stöfum: Fötluð! Svo kom annar stimpill: Úrræði! Fatlað fólk á Íslandi er ekki í felum. Íslenskt samfélag er að fela fatlað fólk. Á meðan fatlað fólk er aðgreint í samfélagi manna verður fjölbreytileikinn ekki hluti af daglegu lífi. Og við hin höldum áfram að glápa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar "Ef ég hefði vitað að þú værir fötluð hefði ég nú ekki boðið þér í viðtal.“ 13. október 2016 18:39 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Fyrst eftir að ég flutti til Danmerkur á sínum tíma tók ég eftir öllu því sem ég var ekki vön frá Íslandi. Konunum í búrkunum, hlýju golunni, hjólreiðamönnum í umferðinni. Og fatlaða fólkinu! Sem mætti mér á gangstéttinni, sat við hlið mér í strætó og afgreiddi mig í búðinni. Það er mannlegt að taka eftir því sem maður er ekki vanur að sjá. Vera feiminn og forvitinn og skoða vel. Og já, börnin mín störðu. En það sem maður sér á hverjum degi hættir fljótlega að vera framandi og verður venjulegt. Hversdagslegt og sjálfsagt. Hluti af daglegu lífi. En af hverju var fatlað fólk mér framandi? Það eru um fjögur þúsund fötluð börn og fullorðnir á Íslandi. Hversu marga hefur þú séð á ævinni? Hversu oft hefur þú talað við fatlaða manneskju? Hefurðu unnið með einhverjum? Farið á stefnumót? Átt vin? Það næsta sem ég komst fötluðu fólki þegar ég var krakki var að góla: Fatlafól, fatlafól, flakkandi um á tíu gíra spítthjólastól. Það er því eðlilegt að spyrja: Hvar er allt íslenska fatlaða fólkið? Pistill sem hreyfihömluð kona skrifaði í síðustu viku svarar þeirri spurningu. Pistillinn fjallar um hve illa henni gekk að fá vinnu eftir háskólanám. Hún fékk þau skilaboð að hún gæti ekki verið á almennum vinnumarkaði því hún notar göngugrind. Hæfileikar, geta og menntun voru ekki til umræðu. Starfsumsókn hennar var stimpluð með stórum rauðum stöfum: Fötluð! Svo kom annar stimpill: Úrræði! Fatlað fólk á Íslandi er ekki í felum. Íslenskt samfélag er að fela fatlað fólk. Á meðan fatlað fólk er aðgreint í samfélagi manna verður fjölbreytileikinn ekki hluti af daglegu lífi. Og við hin höldum áfram að glápa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar "Ef ég hefði vitað að þú værir fötluð hefði ég nú ekki boðið þér í viðtal.“ 13. október 2016 18:39
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun