Hinn karllægi kvíði Sigríður Jónsdóttir skrifar 19. október 2016 09:45 Stefán Hallur leikur ónefndan íslenskan mann sem er að nálgast fertugt. Vísir/Ernir Leikhús Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti Rodrigo García Þjóðleikhúsið í samstarfi við ST/una Sýningarstaður: Kúlan Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikari: Stefán Hallur Stefánsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Oddur Júlíusson Hönnun og þýðing: ST/una Einleikurinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti eftir argentínska sviðslistamanninn Rodrigo García var frumsýnt í Kúlunni síðastliðinn laugardag. Sýningin er samstarfsverkefni sviðslistahópsins ST/una, sem leikarinn Stefán Hallur Stefánsson og leikstjórinn Una Þorleifsdóttir stofnuðu á liðnu vori, og Þjóðleikhússins. Kúlan er prýðilegur vettvangur fyrir tilraunastarfsemi þar sem hugmyndir eru prufaðar, ungu fólki gefið tækifæri til að spreyta sig í sinni listsköpun og samtímaverk sýnd íslenskum áhorfendum. Vonandi er sýningin einungis fyrsta og erfiðasta skrefið í átt að betri nýtingu á þessu rými því ekki var útkoman til eftirbreytni. Stefán Hallur leikur ónefndan íslenskan mann sem er að nálgast fertugt. Hann berst við þunglyndi og algjöra uppgjöf í hinum kapítalíska heimi. Í örvilnun sinni ákveður hann að taka aleiguna, rúmlega sex hundruð þúsund, út úr banka og fara með ungu drengina sína tvo, sem gætu verið ímyndun, á Prado listasafnið í Madríd. Þessum peningum ætlar hann að eyða í eiturlyf, áfengi, leigubíla, innbakaðar kjötlokur og heimspekinginn Peter Sloterdijk. Sviðsetningin er með eindæmum hófsöm. Fyrir utan reykinn sem fyllir salinn í byrjun þá er sviðið algjörlega tómt fyrir utan hljóðnema Stefáns. Leikstjórn Unu Þorleifsdóttur hverfist um að setja textann í algjöran forgang en Stefán Hallur hreyfist varla á sviðinu fyrir utan örfá uppbrot. Líkt og í handritinu, sem rætt verður síðar, þá vantar leikrænt ris í nálgun Stefáns Halls og Unu á tilfinningalegt ferðalags þessa ónefnda manns. Stefán er nánast á barmi taugaáfalls við byrjun sýningar og hugrænt ástand hans breytist afskaplega lítið á þessum fjörutíu mínútum. Handritið eftir García er líka vandamál en það virðist vera óreiðukennt samansafn af brotakenndum pælingum sem hverfast um sjálfar sig frekar en heildstætt leikverk. Kapítalismi, fortíðarþrá, barnauppeldi, kynlíf og málverk eftir Fransisco Goya kemur allt við sögu en ekkert nýtt er undir sólinni. Allar konur verksins eru annaðhvort ekki til staðar eða eru ræddar á niðrandi hátt. Samúðin með þessum manni og skilningur fyrir hans plikt er takmörkuð. Ef þetta á að vera einhvers konar háðsádeila á stöðu og forréttindi hins hvíta, gagnkynhneigða, miðaldra karlmanns í vestrænu samfélagi þá nær hún skammt. Franski heimspekingurinn Jean Baudrillard kallaði Disneyland hið fullkomna dæmi um eftirlíkingu; veröld sem á að vera barnaleg og láta gesti trúa því að hinir fullorðnu séu fyrir utan skemmtigarðinn þegar barnaskapurinn er í raun allsráðandi í heiminum. Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti virðist á yfirborðinu innihalda áleitnar spurningar um tilvist mannsins en er í raun fjörutíu mínútna stílæfing. Á endanum er niðurstaðan óskýrt öskur í tóminu sem þarf sviðsrænni úrlausn og þyngri tilfinningalega vigt til að ná eyrum áhorfenda. Framsetningin á efninu og sýningin í heild nær aldrei skýrri tengingu við efnið sem er í ófrumlegri kantinum, framandgervingin skapar aftengingu frá framvindunni frekar en vekja áhorfendur til umhugsunar.Niðurstaða: Allt of lágstemmd sviðsetning fyrir brotakennt og óspennandi handrit. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti Rodrigo García Þjóðleikhúsið í samstarfi við ST/una Sýningarstaður: Kúlan Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikari: Stefán Hallur Stefánsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Oddur Júlíusson Hönnun og þýðing: ST/una Einleikurinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti eftir argentínska sviðslistamanninn Rodrigo García var frumsýnt í Kúlunni síðastliðinn laugardag. Sýningin er samstarfsverkefni sviðslistahópsins ST/una, sem leikarinn Stefán Hallur Stefánsson og leikstjórinn Una Þorleifsdóttir stofnuðu á liðnu vori, og Þjóðleikhússins. Kúlan er prýðilegur vettvangur fyrir tilraunastarfsemi þar sem hugmyndir eru prufaðar, ungu fólki gefið tækifæri til að spreyta sig í sinni listsköpun og samtímaverk sýnd íslenskum áhorfendum. Vonandi er sýningin einungis fyrsta og erfiðasta skrefið í átt að betri nýtingu á þessu rými því ekki var útkoman til eftirbreytni. Stefán Hallur leikur ónefndan íslenskan mann sem er að nálgast fertugt. Hann berst við þunglyndi og algjöra uppgjöf í hinum kapítalíska heimi. Í örvilnun sinni ákveður hann að taka aleiguna, rúmlega sex hundruð þúsund, út úr banka og fara með ungu drengina sína tvo, sem gætu verið ímyndun, á Prado listasafnið í Madríd. Þessum peningum ætlar hann að eyða í eiturlyf, áfengi, leigubíla, innbakaðar kjötlokur og heimspekinginn Peter Sloterdijk. Sviðsetningin er með eindæmum hófsöm. Fyrir utan reykinn sem fyllir salinn í byrjun þá er sviðið algjörlega tómt fyrir utan hljóðnema Stefáns. Leikstjórn Unu Þorleifsdóttur hverfist um að setja textann í algjöran forgang en Stefán Hallur hreyfist varla á sviðinu fyrir utan örfá uppbrot. Líkt og í handritinu, sem rætt verður síðar, þá vantar leikrænt ris í nálgun Stefáns Halls og Unu á tilfinningalegt ferðalags þessa ónefnda manns. Stefán er nánast á barmi taugaáfalls við byrjun sýningar og hugrænt ástand hans breytist afskaplega lítið á þessum fjörutíu mínútum. Handritið eftir García er líka vandamál en það virðist vera óreiðukennt samansafn af brotakenndum pælingum sem hverfast um sjálfar sig frekar en heildstætt leikverk. Kapítalismi, fortíðarþrá, barnauppeldi, kynlíf og málverk eftir Fransisco Goya kemur allt við sögu en ekkert nýtt er undir sólinni. Allar konur verksins eru annaðhvort ekki til staðar eða eru ræddar á niðrandi hátt. Samúðin með þessum manni og skilningur fyrir hans plikt er takmörkuð. Ef þetta á að vera einhvers konar háðsádeila á stöðu og forréttindi hins hvíta, gagnkynhneigða, miðaldra karlmanns í vestrænu samfélagi þá nær hún skammt. Franski heimspekingurinn Jean Baudrillard kallaði Disneyland hið fullkomna dæmi um eftirlíkingu; veröld sem á að vera barnaleg og láta gesti trúa því að hinir fullorðnu séu fyrir utan skemmtigarðinn þegar barnaskapurinn er í raun allsráðandi í heiminum. Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti virðist á yfirborðinu innihalda áleitnar spurningar um tilvist mannsins en er í raun fjörutíu mínútna stílæfing. Á endanum er niðurstaðan óskýrt öskur í tóminu sem þarf sviðsrænni úrlausn og þyngri tilfinningalega vigt til að ná eyrum áhorfenda. Framsetningin á efninu og sýningin í heild nær aldrei skýrri tengingu við efnið sem er í ófrumlegri kantinum, framandgervingin skapar aftengingu frá framvindunni frekar en vekja áhorfendur til umhugsunar.Niðurstaða: Allt of lágstemmd sviðsetning fyrir brotakennt og óspennandi handrit.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira