Lífið samstarf

ISS Ísland ehf. sérfræðingar í þrifum í matvælafyrirtækjum

"Við erum sérfræðingar í þrifum í matvælafyrirtækjum þar sem skiptir máli að vinna samkvæmt ströngum umgengnis- og verklagsreglum.“
"Við erum sérfræðingar í þrifum í matvælafyrirtækjum þar sem skiptir máli að vinna samkvæmt ströngum umgengnis- og verklagsreglum.“
KYNNING: ISS hefur sinnt þrifum í matvælafyrirtækjum og í fiskiðnaði frá árinu 2000. Fyrirtækið er hluti af alþjóðlegu keðjunni ISS A/S sem er með 515 þúsund starfsmenn í vinnu í 53 löndum. Hjá ISS á Íslandi starfa 720 manns og þar af starfa um 70 eingöngu við þrif í kjöt- og fiskvinnslufyrirtækjum.



„Vöxtur fyrirtækisins hér á landi hefur verið nokkuð stöðugur og jafn undanfarin ár,“ segir Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu –og viðskiptaþróunar hjá ISS á Íslandi.

Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu- og viðskiptaþróunar. mynd/iss
„ISS hefur margra ára reynslu í þrifum. Við erum sífellt að þróa tækni, áhöld, aðferðir og verklag til að auka öryggið enn meira og stuðla að betri og hagkvæmari vinnubrögðum. Við þrifin notum við eigin búnað sem er sérhannaður til að tryggja að viðkvæm vinnslutæki skemmist ekki. Þetta snýst um betri ferla, betra gæðakerfi og skilvirkari vinnubrögð og síðast en ekki síst um þjálfun starfsfólks.“

Strangt verklag



„Við erum sérfræðingar í þrifum í matvælafyrirtækjum þar sem skiptir máli að vinna samkvæmt ströngum umgengnis- og verklagsreglum og öll skráning og skjalfesting er gríðarlega mikilvæg.

Það felst öryggi í því fyrir stjórnendur í matvælaiðnaði að hafa aðgang að fyrirtæki með sérhæft starfsfólk til að sjá um þennan mikilvæga þátt í starfseminni. Þetta skiptir ekki síst máli fyrir þá sem selja afurðir á kröfuharða erlenda markaði. Við leggjum áherslu á að aðstoða fyrirtækin þannig að stjórnendur geti einbeitt sér betur að kjarnastarfseminni,“ segir Björk. 

Haukur Björnsson, þjónustustjóri matvælasviðs ISS.
„Þjónustustjóri matvælasviðs ISS er Haukur Björnsson en hann er þrautreyndur í faginu og býr yfir gríðarlegri reynslu og víðtækri þekkingu á öllu sem lýtur að fiskvinnslu eftir áratuga störf í greininni.“

Mörg stærstu sjávarútvegsfyrir­tæki landsins nýta sér þjónustu ISS á Íslandi. Þar má meðal annars nefna HB Granda, Síldarvinnsluna í Neskaupstað og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum.

Nánari upplýsingar er að finna á www.iss.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.