Passa sig Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 00:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Passa sigNokkrum sinnum hef ég upplifað augnablik þar sem mér hefur fundist munurinn á mínum heimi og hinna, í þessum tilfellum karlmannanna, kristallast. Atvikin voru sum hver lítil og ómerkileg í sjálfu sér eins og þegar vini fannst svalt að vera í lest sem var einn stór óskiptur lestarvagn. Mér fannst bara næs að eiga síður á hættu að verða ein eftir í lestarklefa með mannlegri hættu eftir því sem nær drægi endastöðinni. Hann hafði aldrei hugsað út í það. Ég skildi að hann sæi heiminn öðrum augum en ég. Annar vinur uppgötvaði það þegar hann flýtti sér milli staða í nístandi New York kulda með hettu á haus og hendur í vasa að af honum stafaði ógn. Að sjálfsögðu var ekkert fyrir aðra vegfarendur að óttast en hann lærði að færa sig yfir götuna til að kvenfólk gæti andað léttar. Ég skildi að fólk sæi hann öðrum augum en mig. Í annað sinn var kunningja byrlað nauðgunarlyf á útihátíð. Það var alls ekki ómerkilegt atvik eins og hin en það sem sat eftir hjá mér voru viðbrögð hans. Hann hringdi í alla vini sína til að segja þeim að passa sig. Það hafði aldrei neinn gert áður. Sagt þeim að passa sig á ég við. Þessi möguleiki var einfaldlega ekki til í þeirra heimi. Möguleiki sem í mínum djammheimi var eins raunverulegur og leigubílaröðin.Möntrur hinna typpalausuÞá minntist ég orða annars vinar sem hafði hneykslast á þeirri umræðu meðal femínista að ekki ætti í sífellu að segja stúlkum og konum að passa sig. Honum fannst gott og gilt að fólk passaði sig. Það tók sinn tíma en smám saman fóru þessi orð að stinga. Ég áttaði mig ekki á því þá en hann hafði líklega enga hugmynd hversu oft okkur, hinum typpalausu, er sagt að passa okkur. Auðvitað er öllum börnum kennt að passa sig á bílum og ókunnugum en mikið held ég að helgarmöntrurnar „Ekki skilja neina af vinkonum þínum eftir eina“, „Ekki leggja frá þér drykkinn þinn“, „Ekki ganga heim í gegn um garðinn“ og svo framvegis í ótal bragarháttum ómi oftar í eyrum ungra kvenna en karla. Sem og uppáhaldið mitt: „Komdu nú eins falleg heim og þú fórst að heiman.“ Ég er ekki að segja að þetta séu ekki góð og gild ráð en vandamálin sem af þeim hljótast eru tvö. Í fyrsta lagi eru konur oftast nær beittar ofbeldi, kynferðislegu og annars lags, af fólki sem þær treysta. Og við verðum að geta treyst. Í öðru lagi stuðlar þetta að því að við kennum okkur sjálfum um að hafa ekki passað okkur nógu vel ef einhver beitir okkur ofbeldi. Takið eftir að ég segi ekki „ef við verðum fyrir ofbeldi“, því hér er gerandi og hann skal ekki verða ósýnilegur, hvorki hvað varðar setningaruppbyggingu né ábyrgð. Það er ekki að ástæðulausu að talað er um að skila skömminni heim.Pössum okkur á myrkrinu Væri ekki nær að við pössuðum okkur öll að vera ekki vond? Og eru það ekki þannig varnaðarorð sem við ættum að segja við börnin okkar áður en þau fara út? Setningar eins og „Komdu fallega fram við fólkið í kring um þig“, „Fáðu samþykki“, „Settu þig í spor annarra“. Ef ég verð svo heppin einn daginn að vera mamma unglings sem er á leiðinni út á lífið og út í lífið vona ég að ég beri gæfu til að gera ekki bara ráð fyrir því að hann gæti orðið þolandi. Heldur gæti hann líka orðið gerandi, nú eða aðgerðarlaus áhorfandi. Þannig þarf foreldraspjallið góða að innihalda ráð til að fyrirbyggja allt ofangreint. Auðveldasta leiðin til að kenna að beita ekki ofbeldi er kannski að kenna krökkum að hjálpa öðrum, ekki standa hjá. Ef þú ert frá upphafi valinn í hlutverk samverjans í stað þess að eigra um baksviðs þá er stökkið yfir í myrkur þess sem skrifar ofbeldishandritið lengra. Pössum okkur á því að gerast ekki ofbeldisfólk.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr júlíblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn. Glamour pennar Mest lesið Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Fyrirsæta með hijab slær í gegn á tískuvikunni í Mílanó Glamour Whoopi Goldberg hannar ljótar jólapeysur Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour
Passa sigNokkrum sinnum hef ég upplifað augnablik þar sem mér hefur fundist munurinn á mínum heimi og hinna, í þessum tilfellum karlmannanna, kristallast. Atvikin voru sum hver lítil og ómerkileg í sjálfu sér eins og þegar vini fannst svalt að vera í lest sem var einn stór óskiptur lestarvagn. Mér fannst bara næs að eiga síður á hættu að verða ein eftir í lestarklefa með mannlegri hættu eftir því sem nær drægi endastöðinni. Hann hafði aldrei hugsað út í það. Ég skildi að hann sæi heiminn öðrum augum en ég. Annar vinur uppgötvaði það þegar hann flýtti sér milli staða í nístandi New York kulda með hettu á haus og hendur í vasa að af honum stafaði ógn. Að sjálfsögðu var ekkert fyrir aðra vegfarendur að óttast en hann lærði að færa sig yfir götuna til að kvenfólk gæti andað léttar. Ég skildi að fólk sæi hann öðrum augum en mig. Í annað sinn var kunningja byrlað nauðgunarlyf á útihátíð. Það var alls ekki ómerkilegt atvik eins og hin en það sem sat eftir hjá mér voru viðbrögð hans. Hann hringdi í alla vini sína til að segja þeim að passa sig. Það hafði aldrei neinn gert áður. Sagt þeim að passa sig á ég við. Þessi möguleiki var einfaldlega ekki til í þeirra heimi. Möguleiki sem í mínum djammheimi var eins raunverulegur og leigubílaröðin.Möntrur hinna typpalausuÞá minntist ég orða annars vinar sem hafði hneykslast á þeirri umræðu meðal femínista að ekki ætti í sífellu að segja stúlkum og konum að passa sig. Honum fannst gott og gilt að fólk passaði sig. Það tók sinn tíma en smám saman fóru þessi orð að stinga. Ég áttaði mig ekki á því þá en hann hafði líklega enga hugmynd hversu oft okkur, hinum typpalausu, er sagt að passa okkur. Auðvitað er öllum börnum kennt að passa sig á bílum og ókunnugum en mikið held ég að helgarmöntrurnar „Ekki skilja neina af vinkonum þínum eftir eina“, „Ekki leggja frá þér drykkinn þinn“, „Ekki ganga heim í gegn um garðinn“ og svo framvegis í ótal bragarháttum ómi oftar í eyrum ungra kvenna en karla. Sem og uppáhaldið mitt: „Komdu nú eins falleg heim og þú fórst að heiman.“ Ég er ekki að segja að þetta séu ekki góð og gild ráð en vandamálin sem af þeim hljótast eru tvö. Í fyrsta lagi eru konur oftast nær beittar ofbeldi, kynferðislegu og annars lags, af fólki sem þær treysta. Og við verðum að geta treyst. Í öðru lagi stuðlar þetta að því að við kennum okkur sjálfum um að hafa ekki passað okkur nógu vel ef einhver beitir okkur ofbeldi. Takið eftir að ég segi ekki „ef við verðum fyrir ofbeldi“, því hér er gerandi og hann skal ekki verða ósýnilegur, hvorki hvað varðar setningaruppbyggingu né ábyrgð. Það er ekki að ástæðulausu að talað er um að skila skömminni heim.Pössum okkur á myrkrinu Væri ekki nær að við pössuðum okkur öll að vera ekki vond? Og eru það ekki þannig varnaðarorð sem við ættum að segja við börnin okkar áður en þau fara út? Setningar eins og „Komdu fallega fram við fólkið í kring um þig“, „Fáðu samþykki“, „Settu þig í spor annarra“. Ef ég verð svo heppin einn daginn að vera mamma unglings sem er á leiðinni út á lífið og út í lífið vona ég að ég beri gæfu til að gera ekki bara ráð fyrir því að hann gæti orðið þolandi. Heldur gæti hann líka orðið gerandi, nú eða aðgerðarlaus áhorfandi. Þannig þarf foreldraspjallið góða að innihalda ráð til að fyrirbyggja allt ofangreint. Auðveldasta leiðin til að kenna að beita ekki ofbeldi er kannski að kenna krökkum að hjálpa öðrum, ekki standa hjá. Ef þú ert frá upphafi valinn í hlutverk samverjans í stað þess að eigra um baksviðs þá er stökkið yfir í myrkur þess sem skrifar ofbeldishandritið lengra. Pössum okkur á því að gerast ekki ofbeldisfólk.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr júlíblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn.
Glamour pennar Mest lesið Situr fyrir í íbúð Coco Chanel Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Fyrirsæta með hijab slær í gegn á tískuvikunni í Mílanó Glamour Whoopi Goldberg hannar ljótar jólapeysur Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour