Sjálfsvíg Bjarni Karlsson skrifar 5. október 2016 07:00 Ég hef enga tölu á því fólki sem ég hef mætt í mínu prestsstarfi sem hreinlega treystir sér ekki lengur til að lifa og sér dauðann sem lausn fyrir sig. Ég gæti heldur ekki talið upp í huganum þá einstaklinga sem ég hef rætt við og eru að horfast í augu við ótímabæran dauða sinn en eru staðráðnir í að gera allt til að lifa. Það hefur orðið mér ráðgáta hvernig á því stendur að hóparnir virðast ekki skarast. Aldrei hef ég kynnst dauðvona manneskju sem einlæglega segir sem svo: Dauðadómurinn er góð frétt fyrir mig, ég treysti mér hvort eð er ekki lengur til að lifa. Af hverju ekki? Líklega vegna þess að það að treysta sér ekki til að lifa er ekki það sama og að vilja deyja. Jafn vel þótt margur setji samasem merki þarna á milli og trúi því að hann eða hún vilji í alvöru kveðja lífið held ég ekki að neinn vilji deyja áður en búið er að lifa. Um þessar mundir er Kiwanishreyfingin að selja K-lykilinn til styrktar BUGL og nýjum samtökum sem heita Pieta Ísland. BUGL þarf ekki að kynna en segja má að starfsemi beggja aðila feli í sér beina samstöðu með lífinu. Á meðan BUGL stendur með æsku landsins vilja samtökin Pieta taka sér stöðu með öllum sem sitja í myrkri og skugga sjálfsvígsvanda og sjálfsskaðahegðunar. Í vor tóku um 300 manns þátt í táknrænni göngu „Úr myrkrinu í ljósið“ en sá viðburður markaði upphaf átaksins sem miðar að því að ávarpa sjálfsvígs- og sjálfsskaðavandann með virkum hætti í íslensku samfélagi þannig að engin persóna og engin fjölskylda þurfi að vera ein á báti andspænis þjáningunni sem þessu tengist. Það að treysta sér ekki til að lifa er furðu algeng reynsla. Það merkir samt ekki að maður vilji deyja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Ég hef enga tölu á því fólki sem ég hef mætt í mínu prestsstarfi sem hreinlega treystir sér ekki lengur til að lifa og sér dauðann sem lausn fyrir sig. Ég gæti heldur ekki talið upp í huganum þá einstaklinga sem ég hef rætt við og eru að horfast í augu við ótímabæran dauða sinn en eru staðráðnir í að gera allt til að lifa. Það hefur orðið mér ráðgáta hvernig á því stendur að hóparnir virðast ekki skarast. Aldrei hef ég kynnst dauðvona manneskju sem einlæglega segir sem svo: Dauðadómurinn er góð frétt fyrir mig, ég treysti mér hvort eð er ekki lengur til að lifa. Af hverju ekki? Líklega vegna þess að það að treysta sér ekki til að lifa er ekki það sama og að vilja deyja. Jafn vel þótt margur setji samasem merki þarna á milli og trúi því að hann eða hún vilji í alvöru kveðja lífið held ég ekki að neinn vilji deyja áður en búið er að lifa. Um þessar mundir er Kiwanishreyfingin að selja K-lykilinn til styrktar BUGL og nýjum samtökum sem heita Pieta Ísland. BUGL þarf ekki að kynna en segja má að starfsemi beggja aðila feli í sér beina samstöðu með lífinu. Á meðan BUGL stendur með æsku landsins vilja samtökin Pieta taka sér stöðu með öllum sem sitja í myrkri og skugga sjálfsvígsvanda og sjálfsskaðahegðunar. Í vor tóku um 300 manns þátt í táknrænni göngu „Úr myrkrinu í ljósið“ en sá viðburður markaði upphaf átaksins sem miðar að því að ávarpa sjálfsvígs- og sjálfsskaðavandann með virkum hætti í íslensku samfélagi þannig að engin persóna og engin fjölskylda þurfi að vera ein á báti andspænis þjáningunni sem þessu tengist. Það að treysta sér ekki til að lifa er furðu algeng reynsla. Það merkir samt ekki að maður vilji deyja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.