VW Golf R langbakur á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:00 Volkswagen Golf R Variant hefur verið í prufunum í Ölpunum að undanförnu. Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent