Starfsárið byrjar vel Jónas Sen skrifar 30. september 2016 10:00 Camerarctica-hópurinn hefur verið áberandi í tónlistarlífinu frá stofnun 1992. Tónlist Kammertónleikar Camerarctica flutti verk eftir Hasse, Fasch og Mendelssohn. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 25. september Kammermúsíkklúbburinn hóf starfsárið sitt á sunnudaginn var. Að þessu sinni kom Camerarctica fram, hópur sem hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður árið 1992. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir tónskáld sem fæstir muna eftir í dag, en voru fræg á sínum tíma. Fyrra tónskáldið var Johann Adolf Hasse, fyrst og fremst þekktur sem óperutónskáld. Á tónleikunum voru fluttar eftir hann tvær tríósónötur. Tríósónata samanstendur af tveimur „einleikshljóðfærum“ og svokallaðri fylgirödd, þ.e. undirspili, sem er þá þriðja röddin; þaðan kemur orðið „tríó.“ Þó eru a.m.k. tveir hljóðfæraleikarar sem ávallt mynda fylgiröddina, yfirleitt selló- og semballeikari. Hér voru það Sigurður Halldórsson sem spilaði á selló og Halldór Bjarki Arnarson á sembal, en jafnframt kom Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari við sögu. Einleikararnir voru annars vegar Peter Tompkins á óbó og Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, hins vegar Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Eydís Franzdóttir á óbó. Flutningurinn var prýðilegur, rytmískur og lifandi, samspilið öruggt, túlkunin full af sjarmerandi innileika. Tónlistin rann ljúflega niður. Hitt tónskáldið sem vísað var til hér að ofan var Johann Friedrich Fasch. Á dagskránni var sónata í d-moll eftir hann sem nokkrir af áðurnefndum hljóðfæraleikurum fluttu. Einnig hér var leikurinn fallegur, óbóin tvö voru notalega samhljómandi, þó ólík væru. Leikur Peters var kraftmeiri og hvellari; Eydís var mýkri og passífari. Þegar þau spiluðu saman mynduðu þau sannfærandi heild þar sem mikil breidd í litbrigðum raddanna var áberandi. Leikur Kristínar Mjallar var auk þess ljóðrænn og hlýlegur og fylgiröddin pottþétt. Eftir hlé var fluttur Strengjakvartett nr. 4 í e-moll eftir Mendelssohn. Þær Hildigunnur og Bryndís léku á fiðlur, Sigurður á selló og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Leikurinn var afar glæsilegur. Hann var fíngerður og fágaður, en samt fullur af rómantískum eldmóði sem fór tónlistinni einkar vel. Samspilið var mjög gott, styrkleikajafnvægið eins og best verður á kosið. Þetta var glæsileg byrjun á starfsári Kammermúsíkklúbbsins.Niðurstaða: Fantagóðir tónleikar með fínum hljóðfæraleik og skemmtilegri tónlist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. september 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Camerarctica flutti verk eftir Hasse, Fasch og Mendelssohn. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 25. september Kammermúsíkklúbburinn hóf starfsárið sitt á sunnudaginn var. Að þessu sinni kom Camerarctica fram, hópur sem hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður árið 1992. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir tónskáld sem fæstir muna eftir í dag, en voru fræg á sínum tíma. Fyrra tónskáldið var Johann Adolf Hasse, fyrst og fremst þekktur sem óperutónskáld. Á tónleikunum voru fluttar eftir hann tvær tríósónötur. Tríósónata samanstendur af tveimur „einleikshljóðfærum“ og svokallaðri fylgirödd, þ.e. undirspili, sem er þá þriðja röddin; þaðan kemur orðið „tríó.“ Þó eru a.m.k. tveir hljóðfæraleikarar sem ávallt mynda fylgiröddina, yfirleitt selló- og semballeikari. Hér voru það Sigurður Halldórsson sem spilaði á selló og Halldór Bjarki Arnarson á sembal, en jafnframt kom Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari við sögu. Einleikararnir voru annars vegar Peter Tompkins á óbó og Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, hins vegar Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Eydís Franzdóttir á óbó. Flutningurinn var prýðilegur, rytmískur og lifandi, samspilið öruggt, túlkunin full af sjarmerandi innileika. Tónlistin rann ljúflega niður. Hitt tónskáldið sem vísað var til hér að ofan var Johann Friedrich Fasch. Á dagskránni var sónata í d-moll eftir hann sem nokkrir af áðurnefndum hljóðfæraleikurum fluttu. Einnig hér var leikurinn fallegur, óbóin tvö voru notalega samhljómandi, þó ólík væru. Leikur Peters var kraftmeiri og hvellari; Eydís var mýkri og passífari. Þegar þau spiluðu saman mynduðu þau sannfærandi heild þar sem mikil breidd í litbrigðum raddanna var áberandi. Leikur Kristínar Mjallar var auk þess ljóðrænn og hlýlegur og fylgiröddin pottþétt. Eftir hlé var fluttur Strengjakvartett nr. 4 í e-moll eftir Mendelssohn. Þær Hildigunnur og Bryndís léku á fiðlur, Sigurður á selló og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Leikurinn var afar glæsilegur. Hann var fíngerður og fágaður, en samt fullur af rómantískum eldmóði sem fór tónlistinni einkar vel. Samspilið var mjög gott, styrkleikajafnvægið eins og best verður á kosið. Þetta var glæsileg byrjun á starfsári Kammermúsíkklúbbsins.Niðurstaða: Fantagóðir tónleikar með fínum hljóðfæraleik og skemmtilegri tónlist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. september 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira