Aston Martin, Rolls Royce, Bentley og Lamborghini skrópa í París 20. september 2016 16:27 Gestir bílasýningarinnar í París í ár geta ekki barið fallega bíla Bentley augum að þessu sinni. Talsvert færra verður af lúxusbílaframleiðendum á bílasýningunni í París en oftast nær. Sýningin hefst um næstu mánaðarmót og forföllin eru fleiri því fjöldaframleiðendurnir Ford og Volvo verða þar ekki heldur. Bentley og Lamborghini eru bæði í eigu Volkswagen og þar á bæ er reynt að spara sem mest vegna dísilvélasvindlsins og til að eiga fyrir öllum sektunum. Auk þess segjast þeir Bentley-menn vilja leggja fremur áherslu á smærri sýningar og hjá Lamborghini er verið að endurhugsa framtíðaráformin og því ekki rétti tíminn til að sýna nýja bíla. Á síðustu bílasýningu í París árið 2014 komu 1,25 milljón gestir og þótti sýningin þá afar vel heppnuð. Ekki er víst að það verði uppá teningnum núna, en dýru lúxusbílamerkin hafa ávallt mikið aðdráttarafl. Fastlega má búast við því í ár að rafmagnsbílar steli senunni þar sem flestir bílaframleiðendur munu sýna slíka bíla þar, bæði hreinræktaða rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Talsvert færra verður af lúxusbílaframleiðendum á bílasýningunni í París en oftast nær. Sýningin hefst um næstu mánaðarmót og forföllin eru fleiri því fjöldaframleiðendurnir Ford og Volvo verða þar ekki heldur. Bentley og Lamborghini eru bæði í eigu Volkswagen og þar á bæ er reynt að spara sem mest vegna dísilvélasvindlsins og til að eiga fyrir öllum sektunum. Auk þess segjast þeir Bentley-menn vilja leggja fremur áherslu á smærri sýningar og hjá Lamborghini er verið að endurhugsa framtíðaráformin og því ekki rétti tíminn til að sýna nýja bíla. Á síðustu bílasýningu í París árið 2014 komu 1,25 milljón gestir og þótti sýningin þá afar vel heppnuð. Ekki er víst að það verði uppá teningnum núna, en dýru lúxusbílamerkin hafa ávallt mikið aðdráttarafl. Fastlega má búast við því í ár að rafmagnsbílar steli senunni þar sem flestir bílaframleiðendur munu sýna slíka bíla þar, bæði hreinræktaða rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent