Apple í viðræðum um kaup á McLaren Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 15:13 McLaren P1 ofurbíllinn. Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent