Apple í viðræðum um kaup á McLaren Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 15:13 McLaren P1 ofurbíllinn. Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent
Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent