Apple í viðræðum um kaup á McLaren Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 15:13 McLaren P1 ofurbíllinn. Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent
Apple hefur í langan tíma dreymt um framleiðslu eigin bíla, en svo gæti farið að Apple stytti sér leið með því að kaupa breska ofurbílaframleiðandann McLaren, en viðræður eru hafnar um kaup Apple á hluta McLaren eða öllu fyrirtækinu. Apple hefur víst staðið í viðræðum um kaup á McLaren í nokkra mánuði, að sögn Financial Times. Apple hefur á síðustu tveimur árum unnið ötullega að smíði hugbúnaðar fyrir sjálkeyrandi bíla og því virka þessi ætluðu kaup sem hálfgerð íronía, þar sem eigendur McLaren bíla vilja nú helst keyra þá sjálfir, enda um geggjaða akstursbíla að ræða. Ef til vill sér Apple mestan akkinn í því að McLaren hefur nú þegar framleitt bíl sem styðst við rafmagnsmótora, í formi McLaren P1 bílsins, sem reyndar er einnig með brunavél. Ef til vill horfir Apple til framleiðslu rafmagnsbíla af dýrari gerðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvert þessar viðræður leiða, en þarna fara tvö heimskunn merki.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent