Trúðateymi togar í hjartastrengi Sigríður Jónsdóttir skrifar 22. september 2016 13:15 Leikhús Helgi magri Byggt á samnefndu verki eftir Matthías Jochumsson MAk og Leikfélag Akureyrar Samkomuhúsið Leikarar og höfundar: Benedikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson Listrænir stjórnendur og höfundar: Jón Páll Eyjólfsson og Þóroddur Ingvarsson Leikfélag Akureyrar hefur verið að fóta sig undanfarin misseri eftir að hafa sameinast Menningarfélagi Akureyrar. Í leit sinni að eigin rödd hefur það oftar en ekki fundið innblástur í nærumhverfi sínu með nokkuð góðum árangri. Í þetta skipti er söguarfurinn lagður í hendur trúða sem nefnast Pétur, Tómas, Brynhildur og Sigfús. Hópurinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ákveður að klöngrast saman í gegnum landnámssögu Helga magra með hjálp Matthíasar Jochumssonar. Handritið sjálft er ekki meira en nokkrar blaðsíður og dregur upp helstu efnisatriðin úr upphaflegu handriti Matthíasar, en brotin eru oft einstaklega vel skrifuð. Sagan af landsnámsmanninum Helga magra og fjölskyldu hans er jafnframt saga Eyjafjarðar, samfélagsins sem dafnaði þar og einstaklinganna sem þar dvelja enn. Trúðarnir brjóta upp söguna með persónulegum innskotum og hnyttnum ábendingum. Af þessum sökum eru engar tvær sýningar eins og því eru þær allar einstakar, líkt og mannfólkið. Trúðleikur byggist á mikilli nákvæmnisvinnu þó á yfirborðinu virðist uppátækjasemin og hreinskilnin vera í fyrirrúmi. Þau Benedikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson mynda þetta trúðateymi og vinna haglega saman. Trúðarnir sinna fjölmörgum verkefnum í einu, eiginlega öllum, þar sem leikhópurinn útfærir alla listræna þætti sýningarinnar í sameiningu, svo sem leikmynd, búninga og lýsingu. Samtenging þeirra við sýninguna er einnig sýnileg áhorfendum en trúðarnir deila upplifun sinni af leiknum á meðan þeir eru í miðju kafi í sögunni. Mörg þessara innskota eru einlæg og hitta beint í hjartastað en koma einnig upp um stærstu galla sýningarinnar. Báðar sögurnar, handritið og spuninn, verða að styðja hvor við aðra, söguþráðurinn verður að fleyta spunanum áfram og setja honum skorður. Afleiðing þessarar frásagnargleði trúðanna er sú að sýningin teygist og togast í alls konar áttir þar sem útúrdúrarnir verða mikilvægari en grunnsagan. Spuninn verður að skapa spennu og vera snarpur, of langar frásagnir og útskýringar geta orðið þreytandi. Leikmyndin er hugvitsamleg og áferðarfögur þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Lýsingin er sömuleiðis heillandi og áhrifarík með litríkum blæbrigðum. Ekki skemmir fyrir að sýningin fer fram í Samkomuhúsinu sem bæði skapar ljúft andrúmsloft og tengir líka laglega við menningarsögu Akureyrar. Í formála verksins skrifar Matthías Jochumsson að leikurinn hafi verið saminn í því sérstaka augnamiði að vera sýndur á Akureyri og ef hann væri bæði boðlegur og sagnfræðilega þolanlegur þá væri takmarkinu náð. Helgi magri í meðförum trúðanna fjögurra virðist ná þrennunni og er hin ágætasta byrjun á leikári Leikfélags Akureyrar. Þá er einstaklega ánægjulegt að ungum leikurum sé gefið tækifæri til að skapa og vinna að sýningu innan veggja hússins. Þó að niðurstaðan hafi ekki heppnast nægilega vel í þetta skiptið þá er vert að hvetja áhorfendur um land allt til að styðja við Leikfélag Akureyrar á komandi leikári.Niðurstaða: Djörf tilraun sem skortir festu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016. Leikhús Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Helgi magri Byggt á samnefndu verki eftir Matthías Jochumsson MAk og Leikfélag Akureyrar Samkomuhúsið Leikarar og höfundar: Benedikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson Listrænir stjórnendur og höfundar: Jón Páll Eyjólfsson og Þóroddur Ingvarsson Leikfélag Akureyrar hefur verið að fóta sig undanfarin misseri eftir að hafa sameinast Menningarfélagi Akureyrar. Í leit sinni að eigin rödd hefur það oftar en ekki fundið innblástur í nærumhverfi sínu með nokkuð góðum árangri. Í þetta skipti er söguarfurinn lagður í hendur trúða sem nefnast Pétur, Tómas, Brynhildur og Sigfús. Hópurinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ákveður að klöngrast saman í gegnum landnámssögu Helga magra með hjálp Matthíasar Jochumssonar. Handritið sjálft er ekki meira en nokkrar blaðsíður og dregur upp helstu efnisatriðin úr upphaflegu handriti Matthíasar, en brotin eru oft einstaklega vel skrifuð. Sagan af landsnámsmanninum Helga magra og fjölskyldu hans er jafnframt saga Eyjafjarðar, samfélagsins sem dafnaði þar og einstaklinganna sem þar dvelja enn. Trúðarnir brjóta upp söguna með persónulegum innskotum og hnyttnum ábendingum. Af þessum sökum eru engar tvær sýningar eins og því eru þær allar einstakar, líkt og mannfólkið. Trúðleikur byggist á mikilli nákvæmnisvinnu þó á yfirborðinu virðist uppátækjasemin og hreinskilnin vera í fyrirrúmi. Þau Benedikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson mynda þetta trúðateymi og vinna haglega saman. Trúðarnir sinna fjölmörgum verkefnum í einu, eiginlega öllum, þar sem leikhópurinn útfærir alla listræna þætti sýningarinnar í sameiningu, svo sem leikmynd, búninga og lýsingu. Samtenging þeirra við sýninguna er einnig sýnileg áhorfendum en trúðarnir deila upplifun sinni af leiknum á meðan þeir eru í miðju kafi í sögunni. Mörg þessara innskota eru einlæg og hitta beint í hjartastað en koma einnig upp um stærstu galla sýningarinnar. Báðar sögurnar, handritið og spuninn, verða að styðja hvor við aðra, söguþráðurinn verður að fleyta spunanum áfram og setja honum skorður. Afleiðing þessarar frásagnargleði trúðanna er sú að sýningin teygist og togast í alls konar áttir þar sem útúrdúrarnir verða mikilvægari en grunnsagan. Spuninn verður að skapa spennu og vera snarpur, of langar frásagnir og útskýringar geta orðið þreytandi. Leikmyndin er hugvitsamleg og áferðarfögur þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Lýsingin er sömuleiðis heillandi og áhrifarík með litríkum blæbrigðum. Ekki skemmir fyrir að sýningin fer fram í Samkomuhúsinu sem bæði skapar ljúft andrúmsloft og tengir líka laglega við menningarsögu Akureyrar. Í formála verksins skrifar Matthías Jochumsson að leikurinn hafi verið saminn í því sérstaka augnamiði að vera sýndur á Akureyri og ef hann væri bæði boðlegur og sagnfræðilega þolanlegur þá væri takmarkinu náð. Helgi magri í meðförum trúðanna fjögurra virðist ná þrennunni og er hin ágætasta byrjun á leikári Leikfélags Akureyrar. Þá er einstaklega ánægjulegt að ungum leikurum sé gefið tækifæri til að skapa og vinna að sýningu innan veggja hússins. Þó að niðurstaðan hafi ekki heppnast nægilega vel í þetta skiptið þá er vert að hvetja áhorfendur um land allt til að styðja við Leikfélag Akureyrar á komandi leikári.Niðurstaða: Djörf tilraun sem skortir festu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.
Leikhús Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira