Þetta verður alltaf sveitin mín Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. september 2016 08:45 Fólkið í Bæ, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Magnea Fönn Gunnarsdóttir átta ára, Aníta MjöllGunnarsdóttir tíu ára, Pálína Hjaltadóttir og Gunnar Helgi Guðjónsson. Vísir/Stefán Karlsson Gunnar Helgi Guðjónsson og Pálína Hjaltadóttir í Bæ eru meðal þeirra ungu bænda sem bregða búi í Árneshreppi. Þau eru þar núna að sinna smalamennskum og ráðstöfun fjárins en fluttu að Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í haust með dæturnar tvær, Anítu Mjöll og Magneu Fönn, svo þær gætu hafið skólagöngu þar jafnsnemma öðrum. Gunnar er byrjaður í vinnu hjá fyrirtækinu Stólpa í Reykjavík en Pálína er heima við og tekur á móti stelpunum að skóladegi loknum. Spurður hvernig honum líði með að yfirgefa sveitina svarar Gunnar: „Mér líður ágætlega, svipað og þegar ég kom. Þetta eru bara breytingar.“ Pálína er uppalin í Bæ en Gunnar í Mýrartungu 1 í Reykhólasveit. Þau hittust á balli í Sævangi við Steingrímsfjörð undir lok síðustu aldar. Sambandið þróaðist og þau settust að á Reykhólum þar sem Gunnar starfaði við Þörungaverksmiðjuna. Þangað kom Hjalti, faðir Pálínu, og bauð þeim að taka við búinu í Bæ, sem þau þáðu og hófu búskap þar árið 2000. Síðan eru liðin 16 ár. Bústofninn var um 700 fjár þegar flest var. Gunnar kveðst hafa þekkt hverja kind með nafni og finnst það ekkert merkilegt. En sér hann ekki eftir þeim nú? „Nei, ég finn bara til léttis. Við seljum þær líka flestar á fæti í Reykhólasveitina.“ Þó Gunnar sé aðfluttur óar honum ekki við að vegurinn sé lokaður í sveitina nokkra mánuði á vetri vegna snjóa og segir miklar breytingar hafa orðið til bóta í samgöngum og samskiptamálum á seinni árum. „Tengdapabbi sagði mér að stundum hefði vegurinn ekki verið ruddur frá nóvember fram í maí, júní, en flugið hafi bjargað. Nú hefur Vegagerðin þá reglu að ryðja einu sinni frá áramótum til 20. mars og reyna að halda opnu eftir það.“ Hann segir flugvöllinn á Gjögri hafa verið lagðan bundnu slitlagi fyrir tveimur árum og tölvusamband verða sífellt betra. „Í sumar fengum við 4G, langt á undan ýmsum öðrum sveitarfélögum. Þar hjálpar ferðamannastraumurinn, það er pressa á að sambandið sé gott útaf öryggi þeirra.“Ákvörðun sem tók á Gunnar fer semsagt ekki vegna biturleika út í stjórnvöld. „Nei, allur biturleiki hvarf þegar ég ákvað að hætta. En það tók á að ákveða það. Mér fannst eiginlega furðulegast að það var léttara fyrir Pálínu en mig þó hún sé rótgróin hér. Ég sagði henni á vissum tímapunkti að mig langaði að fara að fækka fénu. Svona viku seinna spurði hún hvort við ættum ekki bara að hætta alveg. Þá varð allt auðvelt á eftir.“ Pálína kveðst sátt við þessa ákvörðun ekki síst stelpnanna vegna sem nú eru átta og tíu ára. „Mig langar að leyfa þeim að kynnast fleira fólki og komast í meiri félagsskap jafnaldra. Ég met það sem hluta af menntun. Þeim hefur verið afskaplega vel tekið í Vogunum.“ En er þeim hjónum ekki legið á hálsi fyrir að fara? „Jú, jú,“ svarar Gunnar. „Sumir segja að það sé okkur að kenna að hreppurinn sé að fara í eyði, ég segi að það sé bara einum að kenna, þá heldur fólk að ég nefni eitthvert nafn en ég segi: þeim síðasta sem fer.“Það eru blessaðar kindurnar sem búskapurinn í Árneshreppi snýst um. Nú fækkar þeim verulega.Þýðir ekkert að drepast úr svartsýni Guðbjörg Þorsteinsdóttir, nefnd Gugga í Bæ í daglegu tali, er ekkja og móðir Pálínu. Hús hennar og ungu hjónanna eru samföst. Nú verður hún ein eftir í Bæ. Hún láir unga fólkinu ekkert að fara. „Ef fólk er orðið leitt er um að gera fyrir það að fara meðan það á kost á vinnu annars staðar. Það getur gengið erfiðlegar þegar það eldist. Aldurinn er eins og bremsa. Það er heldur engin endurnýjun í búskap í hreppnum og ekkert framtíðarplan af neinu tagi,“ segir hún og ber fram kaffi og kleinur að rammíslenskum sið. Gugga er uppalin á Finnbogastöðum, spölkorn frá Bæ, og hefur átt heima í Trékyllisvík alla tíð. „Ég flutti bara yfir skurð og girðingu á sínum tíma,“ bendir hún á glaðlega. Hún segir mun meira líf hafa verið í sveitinni í hennar uppvexti, til dæmis hafi hún fermst í 11 barna hópi. En svo hafi smáfækkað. „Unga fólkið fór í skóla og skilaði sér ekki heim heldur skapaði sér framtíð annars staðar, eins og gengur,“ segir hún. Sjálf á hún fjögur börn og ellefu barnabörn, auk stjúpdóttur í Ameríku sem á dóttur og tvo dóttursyni. „Svo ég er orðin langamma á ská,“ segir hún brosandi. Hún kveðst ósköp róleg yfir breytingunum á bænum þó auðvitað sakni hún unga fólksins. „Krakkarnir eru að spyrja hvar ég mundi helst vilja vera, ég segi að mér sé alveg sama, ég þurfi allsstaðar að byrja upp á nýtt.“ Hún ætlar samt að vera heima í vetur og kveðst ekkert kvíðin. „Það þýðir ekkert að drepast úr svartsýni. Ég hef gaman af handavinnu og lestri og að horfa á sjónvarpið. Nú svo verð ég að hreyfa mig og elda handa mér. Ef mér leiðist fer ég bara í símann og hringi. Svo er fólk hér allstaðar í kring.“ En ætlar hún ekki að hafa nokkrar kindur sér til skemmtunar? „Nei, það skapar bara vandræði. Þá er ég föst,“ segir hún ákveðin. „Hingað er flogið tvisvar í viku yfir veturinn og ég vil geta skroppið suður að hitta fólkið mitt þegar mér dettur það í hug. Ég er ekki nema hálftíma!“ Fólkið á Finnbogastöðum, Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur Þorsteinsson og Linda Guðmundsdóttir, ásamt hundunum Rex og Perlu. Álasar syninum ekki Nú er ég komin í morgunkaffi til Guðmundar, bróður Guggu, sem býr í nýlegu húsi á Finnbogastöðum. Eldhúsið angar því Linda dóttir hans, sem kom að sunnan kvöldið áður, er með tvöfalda marensköku í ofninum. Meðan á bakstri stendur gengur hún milli glugga og skyggnir ærnar á túninu í kring, sem sumar heita algildum kvenmannsnöfnum eins og Ósk og Vigdís, hún talar um þær eins og hjartkærar vinkonur og hrósar þeim fyrir falleg lömb. Þorsteinn, þrítugur sonur Guðmundar, ætlar að skera niður mest allan fjárstofninn og flytja burt, en verður þó með nokkrar ær á fóðrum að Heiðarbæ í Steingrímsfirði. Hann kveðst eiga vísa vinnu í byggingarvöruverslun í Reykjavík til að byrja með, svo sé hann opinn fyrir öllu, jafnvel að kíkja út fyrir landsteinana. „Ég ætla bara að reyna að standa mig, hvar sem ég verð,“ heitir hann. Eins og Gugga systir hans sér Guðmundur fram á að verða einbúi, hvernig skyldi það fara í hann? „Svona og svona,“ svarar hann með hægð. „Þetta er dálítið átak en maður er búinn að hafa ár til að melta það. Þorsteinn var fluttur að heiman en kom aftur eftir hrunið. Ég bauð honum að prufa að taka við búinu og við skiptum því til helminga fyrsta árið, svo tók hann alveg við. Ég fékk að vera í horninu hjá honum en hann sá um öll verk, ég greip bara í að gefa ef hann var í öðru. En nú finnst honum þetta ekki lífvænlegt lengur, hann er yngsti bóndinn í sveitinni og er einn. Ég álasa honum ekki þó hann vilji fara.“ Guðmundur kveðst verða að vera heima í vetur. „Ég hef ekki efni á að gera neinar ráðstafanir fyrr en ég get selt. Að hafa þetta fyrir sumarhús og svo heimili annars staðar er ekki inni í myndinni. Ég var að spá í að hafa fáeinar kindur sem ég gæti séð um mér til dundurs. En ég hætti við það og við heyjuðum ekkert í sumar. Ef kindurnar ættu að ná að hita húsin nægilega upp til að halda vatninu rennandi þyrfti ég að hafa 30 til 50. Það er of margt. Ég er orðinn gigtveikur og get ekki klippt, bólusett og annað slíkt og þyrfti þá að leita til annarra. Það er ekki hægt að búa upp á það.“ En gætir þú hugsað þér að eiga heima annars staðar? spyr ég. – Þögn. - Linda kemur honum til hjálpar. „Í kirkjugarðinum kannski.“ „Já, við látum það svar gilda,“ segir Guðmundur kankvís.Lindu finnst átakanlegt að sjá á eftir kindunum í sláturhús fréttablaðið/stefán karlssonElskar kindurnar Linda er búsett í Reykjavík, vinnur í Þjóðminjasafninu og hjá Bílastæðasjóði auk þess að læra söng í FÍH. Hún er ein þeirra sem koma heim til að rétta. Þetta haust er það átakanlegt þar sem hún þarf að sjá á eftir flestum kindunum til slátrunar, þó ætlar Sara í kaffihúsinu að bjarga tveimur frá aflífun. „Ég elska kindurnar,“ segir Linda. Hún kveðst hafa tekið allt sumarfríið sitt á vorin til að koma heim í sauðburð. „Ég var á næturvöktum í vor. Það er best í heimi. Sólsetrið hérna og sólarupprásin er líka sjónarspil. Sólin siglir niður með Krossnesfjallinu, syndir eftir haffletinum og rennir sér svo upp með Hyrnunni. Ótrúlega magnað.“ Henni finnst atgerfisflóttinn úr sveitinni ömurlegur. „Íbúum hefur farið fækkandi hér alla mína ævi og lengur. Síðasta veturinn minn í skóla hér vorum við krakkarnir níu, það fólk er allt farið. Svona er þetta, maður breytir því ekki. Ég get alveg skilið Þorstein bróður minn. Hér er svo fátt ungt fólk og erfitt að vera einn að basla. Sauðfjárbúskapur er svo mikil vinna og maður þarf að hafa svo gífurlegan áhuga til að standa í honum. Hann er líka hugsjónastarf því menn lifa ekki á honum, eins sorglegt og það er.“ Hallar sér fram á eldhúsbekkinn og horfir út á víkina. „En þetta verður alltaf heim, það tekur enginn frá mér, þó jörðin seljist kannski og hingað komi nýtt fólk. Ég get alltaf gengið um fjörurnar og farið upp í fjall. Þetta verður alltaf sveitin mín.“Hjónin á Melum 1, Bjarnheiður Júlía og Björn G. Torfason ásamt harðsnúnu liði. Börnin heita Ólafur Bjarkason, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir, Lárus Guðni Svafarsson, Kristófer Logi Bjarkason og Alexander Freyr Bjarkason.Færri að tala við Hjónin Bjarnheiður Júlía Fossdal, kölluð Badda, og Björn Torfason hafa búið á Melum 1 í 41 ár. Þó unga fólkinu fækki í sveitinni og blikur séu á lofti ætla þau að halda ótrauð áfram. „Við erum þrárri þessi gömlu,“ segir Badda glettin en hefur samt áhyggjur af þróuninni. „Það verður ýmislegt erfiðara, til dæmis að smala heimalöndin og ef eitthvað kemur upp á. - Já, og svo bara færri að tala við,“ nefnir Björn. Börnin fimm eru flogin úr hreiðrinu en koma á annatímum með fjölskyldur sínar. Barnabörnin hafa hlutverkum að gegna í réttunum, þá hjálpast allir að. Melaféð skilaði sér margt um síðustu helgi. Björn saknar samt kinda af afréttunum sem gengnir voru. „Óþekku rollurnar eru eftir. Þær koma seinna með bestu lömbin!“Gunnsteinn hefur átt heima í Árneshreppi alla tíð og man tímana tvenna.Hætta á hnignun Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga, fyrrum oddviti og kaupfélagsstjóri, segir hættu á hnignun í byggðarlaginu þegar unga fólkið fari. Hann býst við að erfitt verði að manna snjómokstur í vetur bæði á vegum og flugvellinum sem ungu bændurnir í Bæ og á Finnbogastöðum hafa sinnt. Þegar hann var sex ára voru 524 íbúar skráðir í Árneshreppi. Nú verða þeir milli 40 og 50 og sumir að heiman, að minnsta kosti yfir veturinn. Það segir sig því sjálft að Gunnsteinn hefur áður upplifað fólksflótta og erfiðleika. Hann man 7. áratuginn, mikið harðindatímabil þegar hafís var fyrir landi ár hvert og grasbrestur vegna kulda. „Það kostaði mikla vinnu og fjárútlát að ná í fóður handa skepnunum því það sem fékkst heima dugði engan veginn. Upp úr 1970 fluttu margir úr hreppnum, til dæmis fólk frá Eyri í Ingólfsfirði og Dröngum, Melum og Kjörvogi,“ rifjar hann upp. „Staðan var samt gerólík því sem hún er nú, því þá voru hér miklu fleiri íbúar og það var ekki eins tilfinnanleg fækkun á börnum og núna. En ég er ekkert hissa þó ungt fólk fari því þessi staður býður ekki upp á nógu mikið eins og er.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. september 2016. Árneshreppur Lífið Tengdar fréttir Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku 22. september 2016 07:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Gunnar Helgi Guðjónsson og Pálína Hjaltadóttir í Bæ eru meðal þeirra ungu bænda sem bregða búi í Árneshreppi. Þau eru þar núna að sinna smalamennskum og ráðstöfun fjárins en fluttu að Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í haust með dæturnar tvær, Anítu Mjöll og Magneu Fönn, svo þær gætu hafið skólagöngu þar jafnsnemma öðrum. Gunnar er byrjaður í vinnu hjá fyrirtækinu Stólpa í Reykjavík en Pálína er heima við og tekur á móti stelpunum að skóladegi loknum. Spurður hvernig honum líði með að yfirgefa sveitina svarar Gunnar: „Mér líður ágætlega, svipað og þegar ég kom. Þetta eru bara breytingar.“ Pálína er uppalin í Bæ en Gunnar í Mýrartungu 1 í Reykhólasveit. Þau hittust á balli í Sævangi við Steingrímsfjörð undir lok síðustu aldar. Sambandið þróaðist og þau settust að á Reykhólum þar sem Gunnar starfaði við Þörungaverksmiðjuna. Þangað kom Hjalti, faðir Pálínu, og bauð þeim að taka við búinu í Bæ, sem þau þáðu og hófu búskap þar árið 2000. Síðan eru liðin 16 ár. Bústofninn var um 700 fjár þegar flest var. Gunnar kveðst hafa þekkt hverja kind með nafni og finnst það ekkert merkilegt. En sér hann ekki eftir þeim nú? „Nei, ég finn bara til léttis. Við seljum þær líka flestar á fæti í Reykhólasveitina.“ Þó Gunnar sé aðfluttur óar honum ekki við að vegurinn sé lokaður í sveitina nokkra mánuði á vetri vegna snjóa og segir miklar breytingar hafa orðið til bóta í samgöngum og samskiptamálum á seinni árum. „Tengdapabbi sagði mér að stundum hefði vegurinn ekki verið ruddur frá nóvember fram í maí, júní, en flugið hafi bjargað. Nú hefur Vegagerðin þá reglu að ryðja einu sinni frá áramótum til 20. mars og reyna að halda opnu eftir það.“ Hann segir flugvöllinn á Gjögri hafa verið lagðan bundnu slitlagi fyrir tveimur árum og tölvusamband verða sífellt betra. „Í sumar fengum við 4G, langt á undan ýmsum öðrum sveitarfélögum. Þar hjálpar ferðamannastraumurinn, það er pressa á að sambandið sé gott útaf öryggi þeirra.“Ákvörðun sem tók á Gunnar fer semsagt ekki vegna biturleika út í stjórnvöld. „Nei, allur biturleiki hvarf þegar ég ákvað að hætta. En það tók á að ákveða það. Mér fannst eiginlega furðulegast að það var léttara fyrir Pálínu en mig þó hún sé rótgróin hér. Ég sagði henni á vissum tímapunkti að mig langaði að fara að fækka fénu. Svona viku seinna spurði hún hvort við ættum ekki bara að hætta alveg. Þá varð allt auðvelt á eftir.“ Pálína kveðst sátt við þessa ákvörðun ekki síst stelpnanna vegna sem nú eru átta og tíu ára. „Mig langar að leyfa þeim að kynnast fleira fólki og komast í meiri félagsskap jafnaldra. Ég met það sem hluta af menntun. Þeim hefur verið afskaplega vel tekið í Vogunum.“ En er þeim hjónum ekki legið á hálsi fyrir að fara? „Jú, jú,“ svarar Gunnar. „Sumir segja að það sé okkur að kenna að hreppurinn sé að fara í eyði, ég segi að það sé bara einum að kenna, þá heldur fólk að ég nefni eitthvert nafn en ég segi: þeim síðasta sem fer.“Það eru blessaðar kindurnar sem búskapurinn í Árneshreppi snýst um. Nú fækkar þeim verulega.Þýðir ekkert að drepast úr svartsýni Guðbjörg Þorsteinsdóttir, nefnd Gugga í Bæ í daglegu tali, er ekkja og móðir Pálínu. Hús hennar og ungu hjónanna eru samföst. Nú verður hún ein eftir í Bæ. Hún láir unga fólkinu ekkert að fara. „Ef fólk er orðið leitt er um að gera fyrir það að fara meðan það á kost á vinnu annars staðar. Það getur gengið erfiðlegar þegar það eldist. Aldurinn er eins og bremsa. Það er heldur engin endurnýjun í búskap í hreppnum og ekkert framtíðarplan af neinu tagi,“ segir hún og ber fram kaffi og kleinur að rammíslenskum sið. Gugga er uppalin á Finnbogastöðum, spölkorn frá Bæ, og hefur átt heima í Trékyllisvík alla tíð. „Ég flutti bara yfir skurð og girðingu á sínum tíma,“ bendir hún á glaðlega. Hún segir mun meira líf hafa verið í sveitinni í hennar uppvexti, til dæmis hafi hún fermst í 11 barna hópi. En svo hafi smáfækkað. „Unga fólkið fór í skóla og skilaði sér ekki heim heldur skapaði sér framtíð annars staðar, eins og gengur,“ segir hún. Sjálf á hún fjögur börn og ellefu barnabörn, auk stjúpdóttur í Ameríku sem á dóttur og tvo dóttursyni. „Svo ég er orðin langamma á ská,“ segir hún brosandi. Hún kveðst ósköp róleg yfir breytingunum á bænum þó auðvitað sakni hún unga fólksins. „Krakkarnir eru að spyrja hvar ég mundi helst vilja vera, ég segi að mér sé alveg sama, ég þurfi allsstaðar að byrja upp á nýtt.“ Hún ætlar samt að vera heima í vetur og kveðst ekkert kvíðin. „Það þýðir ekkert að drepast úr svartsýni. Ég hef gaman af handavinnu og lestri og að horfa á sjónvarpið. Nú svo verð ég að hreyfa mig og elda handa mér. Ef mér leiðist fer ég bara í símann og hringi. Svo er fólk hér allstaðar í kring.“ En ætlar hún ekki að hafa nokkrar kindur sér til skemmtunar? „Nei, það skapar bara vandræði. Þá er ég föst,“ segir hún ákveðin. „Hingað er flogið tvisvar í viku yfir veturinn og ég vil geta skroppið suður að hitta fólkið mitt þegar mér dettur það í hug. Ég er ekki nema hálftíma!“ Fólkið á Finnbogastöðum, Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur Þorsteinsson og Linda Guðmundsdóttir, ásamt hundunum Rex og Perlu. Álasar syninum ekki Nú er ég komin í morgunkaffi til Guðmundar, bróður Guggu, sem býr í nýlegu húsi á Finnbogastöðum. Eldhúsið angar því Linda dóttir hans, sem kom að sunnan kvöldið áður, er með tvöfalda marensköku í ofninum. Meðan á bakstri stendur gengur hún milli glugga og skyggnir ærnar á túninu í kring, sem sumar heita algildum kvenmannsnöfnum eins og Ósk og Vigdís, hún talar um þær eins og hjartkærar vinkonur og hrósar þeim fyrir falleg lömb. Þorsteinn, þrítugur sonur Guðmundar, ætlar að skera niður mest allan fjárstofninn og flytja burt, en verður þó með nokkrar ær á fóðrum að Heiðarbæ í Steingrímsfirði. Hann kveðst eiga vísa vinnu í byggingarvöruverslun í Reykjavík til að byrja með, svo sé hann opinn fyrir öllu, jafnvel að kíkja út fyrir landsteinana. „Ég ætla bara að reyna að standa mig, hvar sem ég verð,“ heitir hann. Eins og Gugga systir hans sér Guðmundur fram á að verða einbúi, hvernig skyldi það fara í hann? „Svona og svona,“ svarar hann með hægð. „Þetta er dálítið átak en maður er búinn að hafa ár til að melta það. Þorsteinn var fluttur að heiman en kom aftur eftir hrunið. Ég bauð honum að prufa að taka við búinu og við skiptum því til helminga fyrsta árið, svo tók hann alveg við. Ég fékk að vera í horninu hjá honum en hann sá um öll verk, ég greip bara í að gefa ef hann var í öðru. En nú finnst honum þetta ekki lífvænlegt lengur, hann er yngsti bóndinn í sveitinni og er einn. Ég álasa honum ekki þó hann vilji fara.“ Guðmundur kveðst verða að vera heima í vetur. „Ég hef ekki efni á að gera neinar ráðstafanir fyrr en ég get selt. Að hafa þetta fyrir sumarhús og svo heimili annars staðar er ekki inni í myndinni. Ég var að spá í að hafa fáeinar kindur sem ég gæti séð um mér til dundurs. En ég hætti við það og við heyjuðum ekkert í sumar. Ef kindurnar ættu að ná að hita húsin nægilega upp til að halda vatninu rennandi þyrfti ég að hafa 30 til 50. Það er of margt. Ég er orðinn gigtveikur og get ekki klippt, bólusett og annað slíkt og þyrfti þá að leita til annarra. Það er ekki hægt að búa upp á það.“ En gætir þú hugsað þér að eiga heima annars staðar? spyr ég. – Þögn. - Linda kemur honum til hjálpar. „Í kirkjugarðinum kannski.“ „Já, við látum það svar gilda,“ segir Guðmundur kankvís.Lindu finnst átakanlegt að sjá á eftir kindunum í sláturhús fréttablaðið/stefán karlssonElskar kindurnar Linda er búsett í Reykjavík, vinnur í Þjóðminjasafninu og hjá Bílastæðasjóði auk þess að læra söng í FÍH. Hún er ein þeirra sem koma heim til að rétta. Þetta haust er það átakanlegt þar sem hún þarf að sjá á eftir flestum kindunum til slátrunar, þó ætlar Sara í kaffihúsinu að bjarga tveimur frá aflífun. „Ég elska kindurnar,“ segir Linda. Hún kveðst hafa tekið allt sumarfríið sitt á vorin til að koma heim í sauðburð. „Ég var á næturvöktum í vor. Það er best í heimi. Sólsetrið hérna og sólarupprásin er líka sjónarspil. Sólin siglir niður með Krossnesfjallinu, syndir eftir haffletinum og rennir sér svo upp með Hyrnunni. Ótrúlega magnað.“ Henni finnst atgerfisflóttinn úr sveitinni ömurlegur. „Íbúum hefur farið fækkandi hér alla mína ævi og lengur. Síðasta veturinn minn í skóla hér vorum við krakkarnir níu, það fólk er allt farið. Svona er þetta, maður breytir því ekki. Ég get alveg skilið Þorstein bróður minn. Hér er svo fátt ungt fólk og erfitt að vera einn að basla. Sauðfjárbúskapur er svo mikil vinna og maður þarf að hafa svo gífurlegan áhuga til að standa í honum. Hann er líka hugsjónastarf því menn lifa ekki á honum, eins sorglegt og það er.“ Hallar sér fram á eldhúsbekkinn og horfir út á víkina. „En þetta verður alltaf heim, það tekur enginn frá mér, þó jörðin seljist kannski og hingað komi nýtt fólk. Ég get alltaf gengið um fjörurnar og farið upp í fjall. Þetta verður alltaf sveitin mín.“Hjónin á Melum 1, Bjarnheiður Júlía og Björn G. Torfason ásamt harðsnúnu liði. Börnin heita Ólafur Bjarkason, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir, Lárus Guðni Svafarsson, Kristófer Logi Bjarkason og Alexander Freyr Bjarkason.Færri að tala við Hjónin Bjarnheiður Júlía Fossdal, kölluð Badda, og Björn Torfason hafa búið á Melum 1 í 41 ár. Þó unga fólkinu fækki í sveitinni og blikur séu á lofti ætla þau að halda ótrauð áfram. „Við erum þrárri þessi gömlu,“ segir Badda glettin en hefur samt áhyggjur af þróuninni. „Það verður ýmislegt erfiðara, til dæmis að smala heimalöndin og ef eitthvað kemur upp á. - Já, og svo bara færri að tala við,“ nefnir Björn. Börnin fimm eru flogin úr hreiðrinu en koma á annatímum með fjölskyldur sínar. Barnabörnin hafa hlutverkum að gegna í réttunum, þá hjálpast allir að. Melaféð skilaði sér margt um síðustu helgi. Björn saknar samt kinda af afréttunum sem gengnir voru. „Óþekku rollurnar eru eftir. Þær koma seinna með bestu lömbin!“Gunnsteinn hefur átt heima í Árneshreppi alla tíð og man tímana tvenna.Hætta á hnignun Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga, fyrrum oddviti og kaupfélagsstjóri, segir hættu á hnignun í byggðarlaginu þegar unga fólkið fari. Hann býst við að erfitt verði að manna snjómokstur í vetur bæði á vegum og flugvellinum sem ungu bændurnir í Bæ og á Finnbogastöðum hafa sinnt. Þegar hann var sex ára voru 524 íbúar skráðir í Árneshreppi. Nú verða þeir milli 40 og 50 og sumir að heiman, að minnsta kosti yfir veturinn. Það segir sig því sjálft að Gunnsteinn hefur áður upplifað fólksflótta og erfiðleika. Hann man 7. áratuginn, mikið harðindatímabil þegar hafís var fyrir landi ár hvert og grasbrestur vegna kulda. „Það kostaði mikla vinnu og fjárútlát að ná í fóður handa skepnunum því það sem fékkst heima dugði engan veginn. Upp úr 1970 fluttu margir úr hreppnum, til dæmis fólk frá Eyri í Ingólfsfirði og Dröngum, Melum og Kjörvogi,“ rifjar hann upp. „Staðan var samt gerólík því sem hún er nú, því þá voru hér miklu fleiri íbúar og það var ekki eins tilfinnanleg fækkun á börnum og núna. En ég er ekkert hissa þó ungt fólk fari því þessi staður býður ekki upp á nógu mikið eins og er.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. september 2016.
Árneshreppur Lífið Tengdar fréttir Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku 22. september 2016 07:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku 22. september 2016 07:00