Lífið

„Trump er fáviti“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
"Yfirmaðurinn" er 67 ára gamall og í fantaformi.
"Yfirmaðurinn" er 67 ára gamall og í fantaformi. Vísir/Getty
Rokkarinn Bruce Springsteen sem oft er kallaður “yfirmaðurinn” eða “The Boss” segir Donald Trump, forsetaefni Repúblíkanaflokksins, vera fávita sem haldi Bandaríkjunum í umsátri.

Þetta sagði Springsteen í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone og bætti við að það að Trump hafi náð svona langt sé harmleikur fyrir lýðræðið í landinu.

„Þær hugmyndir sem hann er að kasta út í samfélagið eru stórhætturlegar,” segir Springsteen. „Litaðar af hvítri þjóðernishyggju og jaðar hægristefnu.“

Springsteen segir að velgengni Trump megi rekja til þeirrar afleiðingar þeirra heimsstefnu sem megi rekja til bandarískra stjórnvalda síðastliðin 35 ár eð svo.  

„Þessi stefna hefur haft mikil áhrif á líf fólks og fólkið leitar til einhvers með lausnir. Það virðist vera háttur Trump að svarar mjög flóknum spurningum með mjög einföldum svörum. Villandi svör við mjög flóknum spurningum og það heillar marga.“

Springsteen segist styðja Hillary Clinton og trúa því að hún verði góður forseti.

Kappinn var í viðtali við Rolling Stone til þess að kynna sjálfsævisögu sína sem hann hefur unnið að síðan 2009. Bókin kemur til með að heita Born to Run og kemur út á þriðjudaginn næsta. Á sama tíma kemur út safnplatan Chapter & Verse þar sem rokkarinn velur þau 18 lög sem honum finnst hafa skipt mestu máli á ferli sínum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.