Óvildarpólitík Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2016 07:00 Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar Íslendingar eru sammála, en nánast án undantekninga snýst slík samheldni þjóðarinnar um eigið ágæti. Um hversu frábær við erum í íþróttum, hvað við eigum frjótt listafólk, erum harðger, vinnusöm og rosalega töff. Þess utan er hver höndin oft upp á móti annarri svona dags daglega. Þessu fylgja oft heilbrigð og hressileg skoðanaskipti þar sem hver og einn berst fyrir því sem viðkomandi telur bæði rétt og farsælt til betra lífs fyrir landsmenn og það er allt gott um það að segja. Hins vegar er það öllu raunalegra hvernig sumir stjórnmálamenn nýta sér hagsmuni stakra hópa, einkum þeirra sem minna mega sín innan samfélagsins, sem réttlætingu fyrir ýmist fordómum eða slælegri frammistöðu í stökum málaflokkum. Þessa orðræðu þekkja flestir. Hún getur til að mynda snúist um að við sem þjóð getum ekki verið að verja peningum í að bjarga sveltandi börnum úti í heimi því það eru líka fátæk börn á Íslandi. Eða að við getum ekki varið svona miklum peningum í menningarstarfsemi því að fullt af eldri borgurum á Íslandi hafi ekki til hnífs og skeiðar. Þetta er auðvitað óttalegt rugl. Þetta er vafasöm framsetning sem elur á óeiningu og tortryggni í samfélaginu, fremur en að leitast við að gera betur í mörgum og óskyldum málefnum. Elur á hugmyndum á borð við þær að með því að gera sómasamlega við eldri borgara á Íslandi séum við að ganga af listalífinu dauðu eða útiloka fjárfestingar í bættri menntum unga fólksins. Og það án þess að hafa á orði hvert eða hvernig samfélagið geti sótt sér tekjur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Nýjasta útspilið í þessum efnum eru ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnaðinn við hælisleitendur sem hingað leita. Ásmundur sagði að fyrir fjármagnið sem gert er ráð fyrir í útlendingastofnun væri hægt að reka skurðstofur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og bætti svo um betur með því að benda á að dvalargjöld hælisleitenda væru hærri en lágmarksellilífeyrir. Þetta er að ala í óeiningu með fádæma smekklausum hætti og reyna að tryggja sér atkvæði þeirra fjölmörgu Íslendinga sem búa við laskað heilbrigðiskerfi og óviðunandi lífskjör. Þetta er döpur og smánarleg fordómapólitík. Ásmundur Friðriksson er þingmaður núverandi meirihluta og kjósendur í kjördæmi þingmannsins hljóta að velta því fyrir sér hvort að það hafi verið honum kappsmál að bæta heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum eða hækka lágmarksellilífeyri. Ekki er vanþörf á. En sé ferill Ásmundar skoðaður þá er nú erfitt að sjá að þessi málefni hafi verið í forgangi hjá þingmanninum. En það virðist lækkun auðlindagjalds aftur á móti hafa verið, með meðfylgjandi tekjutapi fyrir ríkissjóð. Fyrir þá upphæð hefði ríkisstjórnin hæglega getið rekið skurðstofu í Eyjum og jafnvel splæst í að allir aldraðir á Íslandi gætu átt sómasamlegt ævikvöld. Vonandi gerir Ásmundur þau verkefni að sínum baráttumálum á komandi vetri fremur en að ala á tortryggni og óvild í garð hælisleitenda sem hingað leita í neyð sinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar Íslendingar eru sammála, en nánast án undantekninga snýst slík samheldni þjóðarinnar um eigið ágæti. Um hversu frábær við erum í íþróttum, hvað við eigum frjótt listafólk, erum harðger, vinnusöm og rosalega töff. Þess utan er hver höndin oft upp á móti annarri svona dags daglega. Þessu fylgja oft heilbrigð og hressileg skoðanaskipti þar sem hver og einn berst fyrir því sem viðkomandi telur bæði rétt og farsælt til betra lífs fyrir landsmenn og það er allt gott um það að segja. Hins vegar er það öllu raunalegra hvernig sumir stjórnmálamenn nýta sér hagsmuni stakra hópa, einkum þeirra sem minna mega sín innan samfélagsins, sem réttlætingu fyrir ýmist fordómum eða slælegri frammistöðu í stökum málaflokkum. Þessa orðræðu þekkja flestir. Hún getur til að mynda snúist um að við sem þjóð getum ekki verið að verja peningum í að bjarga sveltandi börnum úti í heimi því það eru líka fátæk börn á Íslandi. Eða að við getum ekki varið svona miklum peningum í menningarstarfsemi því að fullt af eldri borgurum á Íslandi hafi ekki til hnífs og skeiðar. Þetta er auðvitað óttalegt rugl. Þetta er vafasöm framsetning sem elur á óeiningu og tortryggni í samfélaginu, fremur en að leitast við að gera betur í mörgum og óskyldum málefnum. Elur á hugmyndum á borð við þær að með því að gera sómasamlega við eldri borgara á Íslandi séum við að ganga af listalífinu dauðu eða útiloka fjárfestingar í bættri menntum unga fólksins. Og það án þess að hafa á orði hvert eða hvernig samfélagið geti sótt sér tekjur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Nýjasta útspilið í þessum efnum eru ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnaðinn við hælisleitendur sem hingað leita. Ásmundur sagði að fyrir fjármagnið sem gert er ráð fyrir í útlendingastofnun væri hægt að reka skurðstofur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og bætti svo um betur með því að benda á að dvalargjöld hælisleitenda væru hærri en lágmarksellilífeyrir. Þetta er að ala í óeiningu með fádæma smekklausum hætti og reyna að tryggja sér atkvæði þeirra fjölmörgu Íslendinga sem búa við laskað heilbrigðiskerfi og óviðunandi lífskjör. Þetta er döpur og smánarleg fordómapólitík. Ásmundur Friðriksson er þingmaður núverandi meirihluta og kjósendur í kjördæmi þingmannsins hljóta að velta því fyrir sér hvort að það hafi verið honum kappsmál að bæta heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum eða hækka lágmarksellilífeyri. Ekki er vanþörf á. En sé ferill Ásmundar skoðaður þá er nú erfitt að sjá að þessi málefni hafi verið í forgangi hjá þingmanninum. En það virðist lækkun auðlindagjalds aftur á móti hafa verið, með meðfylgjandi tekjutapi fyrir ríkissjóð. Fyrir þá upphæð hefði ríkisstjórnin hæglega getið rekið skurðstofu í Eyjum og jafnvel splæst í að allir aldraðir á Íslandi gætu átt sómasamlegt ævikvöld. Vonandi gerir Ásmundur þau verkefni að sínum baráttumálum á komandi vetri fremur en að ala á tortryggni og óvild í garð hælisleitenda sem hingað leita í neyð sinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. september.