Tónlist

AUÐUR semur við eitt öflugasta höfundar­réttar­­fyrir­­­tæki í heiminum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn Lúthersson.
Auðunn Lúthersson. Vísir/Vilhelm
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, hefur samið við eitt öflugasta höfundarrétarfyrirtækið í heiminum í dag, IMAGEM MUSIC.  

Tilurð samningsins má rekja til framkomu hans á tónlistarkaupstefnunni MUSEXPO í Los Angeles í apríl þarsem fulltrúi IMAGEM var á svæðinu. AUÐUR gengur til liðs við góðan hóp tónlistarfólks hjá IMAGEM einsog; Daft Punk, M.I.A., Bombay Bicycle Club, William Orbit og Mark Ronson svo einhverjir séu nefndir. Margt spennandi er framundan hjá Auðuni.  

Í kvöld kemur hann fram á tónleikum í París ásamt franska listamanninum AaRON og í október ferðast hann til Montréal í Kanada til að taka þátt í Red Bull Music Academy, fyrstur íslendinga.

AUÐUR mun koma fram á nokkrum tónleikum á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember og í aðdraganda hennar mun nýtt efni frá kappanum líta dagsins ljós.


Tengdar fréttir

Allir í sleik á Þjóðarbókhlöðunni

"Það var töluverð vinna að láta allt ganga upp í einni töku en við vorum sem betur fer með frábært fólk á tökustaðnum og allir voru að leggja sig fram til þess að þetta myndi ganga upp.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.