Fimm hurða Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 10:09 Ford Fiesta ST er aflmikill smábíll. Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent
Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent