422 bílar brunnu á tónlistarhátíð Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 15:04 Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent