Íslenskur sörfari í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 15:34 Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent