Skoda Octavia 20 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 10:04 Skoda Octavia. Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent