Óður til pítsunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2016 07:00 Í byrjun mánaðar greindu flestir miðlar hér heima frá niðurstöðum rannsóknar Duke-háskólans í Bandaríkjunum þar sem kom fram að verksmiðjustarfsmenn í Ísrael kusu gjafabréf upp á pítsu frekar en hól frá yfirmanni sínum eða bónusgreiðslu í lok vinnuvikunnar. Þetta hlýtur að vera endanleg staðfesting á því að pítsa er besti matur í heimi. Pítsa er samt meira en bara matur, hún er gleðigjafi. Fyrir utan að vera bragðgóð er pítsan vinur þinn. Hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki og sómir sér jafnvel í litlum skömmtum á tilgerðarlegum opnunum eða hátíðum, en svo er pítsan líka meira en til í að hugga þig þegar þú ert lítil/l í þér á sunnudegi eftir átök í boltanum. Sjaldan ef aldrei hefur pítsan fengið jafnmikið pepp (náðuð þið þessum?) og í enska boltanum á síðustu leiktíð. Englandsmeistarar Leicester fengu pítsuveislu frá ítölskum þjálfara sínum í hvert sinn sem þeir héldu hreinu og á endanum stóð liðið uppi sem meistari í fyrsta sinn í sögunni. Ótrúlegt að einhverjum var ekki búið að detta þetta í hug áður. Ef þetta sannar ekki að pítsan er besti matur í heimi veit ég ekki hvað. Þarna kepptust milljónamæringar um að standa sig, vinna leiki og helst halda hreinu til þess eins að geta gætt sér á gómsætri pítsu. Þó leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eigi endalaust af peningum vita þeir alveg að frí pítsa er betri en önnur pítsa, alveg eins og á við um bjórinn. Pítsur. Sumir vilja ofnbakaðar með gráðosti og einhverju bulli en heiðarleg svepperónípítsa stenst enn þá allar gæða- og ánægjukröfur. Það sem ég sakna þó frá árdögum pítsunnar hér á landi er þegar Íslendingar voru ekki búnir að fatta brauðstangapælinguna og buðu upp á franskar með pítsunni. Það var (ekki) góð hugmynd frá Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í byrjun mánaðar greindu flestir miðlar hér heima frá niðurstöðum rannsóknar Duke-háskólans í Bandaríkjunum þar sem kom fram að verksmiðjustarfsmenn í Ísrael kusu gjafabréf upp á pítsu frekar en hól frá yfirmanni sínum eða bónusgreiðslu í lok vinnuvikunnar. Þetta hlýtur að vera endanleg staðfesting á því að pítsa er besti matur í heimi. Pítsa er samt meira en bara matur, hún er gleðigjafi. Fyrir utan að vera bragðgóð er pítsan vinur þinn. Hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki og sómir sér jafnvel í litlum skömmtum á tilgerðarlegum opnunum eða hátíðum, en svo er pítsan líka meira en til í að hugga þig þegar þú ert lítil/l í þér á sunnudegi eftir átök í boltanum. Sjaldan ef aldrei hefur pítsan fengið jafnmikið pepp (náðuð þið þessum?) og í enska boltanum á síðustu leiktíð. Englandsmeistarar Leicester fengu pítsuveislu frá ítölskum þjálfara sínum í hvert sinn sem þeir héldu hreinu og á endanum stóð liðið uppi sem meistari í fyrsta sinn í sögunni. Ótrúlegt að einhverjum var ekki búið að detta þetta í hug áður. Ef þetta sannar ekki að pítsan er besti matur í heimi veit ég ekki hvað. Þarna kepptust milljónamæringar um að standa sig, vinna leiki og helst halda hreinu til þess eins að geta gætt sér á gómsætri pítsu. Þó leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eigi endalaust af peningum vita þeir alveg að frí pítsa er betri en önnur pítsa, alveg eins og á við um bjórinn. Pítsur. Sumir vilja ofnbakaðar með gráðosti og einhverju bulli en heiðarleg svepperónípítsa stenst enn þá allar gæða- og ánægjukröfur. Það sem ég sakna þó frá árdögum pítsunnar hér á landi er þegar Íslendingar voru ekki búnir að fatta brauðstangapælinguna og buðu upp á franskar með pítsunni. Það var (ekki) góð hugmynd frá Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun