The Grand Tour hefst 18. nóvember Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:00 Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sýningum á bílaþættinum The Grand Tour þar sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu að vonum fara hamförum á hinum ýmsu ökutækjum og líklega móðga heilu þjóðirnar í leiðinni. Svo virðist sem dagsetningin, sem áfram átti að halda leyndri, hafi lekið út í tölvupósti. Fyrsti þátturinn verður sýndur þann 18. nóvember, sem er föstudagur. Þættirnir The Grand Tour verður sýndur í vefsjónvarpi Amazon Prime. Nú vita semsagt sannir bílaáhugamenn hvaða dag þeir eiga að taka frá og plana fátt annað þann daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýju þættir þeirra fyrrverandi Top Gear manna fái ekki meira áhorf en síðasta þáttaröð Top Gear, sem fékk afleita dóma, enda án þeirra snillinga. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent
Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir sýningum á bílaþættinum The Grand Tour þar sem þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu að vonum fara hamförum á hinum ýmsu ökutækjum og líklega móðga heilu þjóðirnar í leiðinni. Svo virðist sem dagsetningin, sem áfram átti að halda leyndri, hafi lekið út í tölvupósti. Fyrsti þátturinn verður sýndur þann 18. nóvember, sem er föstudagur. Þættirnir The Grand Tour verður sýndur í vefsjónvarpi Amazon Prime. Nú vita semsagt sannir bílaáhugamenn hvaða dag þeir eiga að taka frá og plana fátt annað þann daginn. Forvitnilegt verður að sjá hvort nýju þættir þeirra fyrrverandi Top Gear manna fái ekki meira áhorf en síðasta þáttaröð Top Gear, sem fékk afleita dóma, enda án þeirra snillinga.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent