Myndlist sem minnir á frið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2016 09:15 María endaði á að fara með allar myndirnar út í Viðey og setja síðustu dropana af friðarvatninu í punktinn. Ég velti lengi fyrir mér hvernig myndlist gæti nýst til þess að minna á frið í veröldinni, segir María Loftsdóttir sjúkraliði. „Úr varð að ég málaði sjö heimsálfumyndir og 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land í heiminum, úr vatni sem rann á friðarsúluna í Viðey. Í því hlýtur mikil orka að felast.“ María lýsir því hvernig hún kom hreinu plasti fyrir meðfram súlunni á rigningardögum haustið 2014, safnaði í það vatni og setti í glerkrukkur. „Mér fannst ég hafa unnið í lottói. Svo byrjaði ég á að mála stórar heimsálfumyndir úti í eyju. Akkúrat þá var hringt í mig frá Gerðubergi til að segja mér að ég gæti fengið sýningarpláss haustið 2016 – sem er núna! Sýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun.“ Hún kveðst hafa haldið áfram að mála og gert 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land heimsins. En hún skildi eftir lítinn, hvítan punkt á öllum myndunum og endaði á að setja síðustu friðardropana þar. „Punkturinn táknar ósk mína um frið, von og gleði til handa öllum jarðarbúum,“ segir hún. „Þar með lauk ég við verkefnið sem er búið að taka um tvö ár.“Ein mynd fyrir hvert land heimsins.María kveðst alla tíð hafa notið þess að meðhöndla liti og pensla og sækja sér menntun í því. Hún segir flakkaraeðli í sér líka og ferðaþrána hafa borið hana til margra landa. „Nú er ég nýkomin frá Japan því ég er að byrja á næsta verkefni sem er að kynna Ísland fyrir Japönum!“ Greinin birtist fyrst 2. september 2016. Lífið Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Ég velti lengi fyrir mér hvernig myndlist gæti nýst til þess að minna á frið í veröldinni, segir María Loftsdóttir sjúkraliði. „Úr varð að ég málaði sjö heimsálfumyndir og 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land í heiminum, úr vatni sem rann á friðarsúluna í Viðey. Í því hlýtur mikil orka að felast.“ María lýsir því hvernig hún kom hreinu plasti fyrir meðfram súlunni á rigningardögum haustið 2014, safnaði í það vatni og setti í glerkrukkur. „Mér fannst ég hafa unnið í lottói. Svo byrjaði ég á að mála stórar heimsálfumyndir úti í eyju. Akkúrat þá var hringt í mig frá Gerðubergi til að segja mér að ég gæti fengið sýningarpláss haustið 2016 – sem er núna! Sýningin verður opnuð klukkan 14 á morgun.“ Hún kveðst hafa haldið áfram að mála og gert 196 litlar myndir, eina fyrir hvert land heimsins. En hún skildi eftir lítinn, hvítan punkt á öllum myndunum og endaði á að setja síðustu friðardropana þar. „Punkturinn táknar ósk mína um frið, von og gleði til handa öllum jarðarbúum,“ segir hún. „Þar með lauk ég við verkefnið sem er búið að taka um tvö ár.“Ein mynd fyrir hvert land heimsins.María kveðst alla tíð hafa notið þess að meðhöndla liti og pensla og sækja sér menntun í því. Hún segir flakkaraeðli í sér líka og ferðaþrána hafa borið hana til margra landa. „Nú er ég nýkomin frá Japan því ég er að byrja á næsta verkefni sem er að kynna Ísland fyrir Japönum!“ Greinin birtist fyrst 2. september 2016.
Lífið Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira