Leicester menn þekkja ekki hver á hvaða BMW i8 Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 10:31 Eigandi Leicester knattspyrnuliðsins var svo kátur með sína menn er þeir unnu ensku deildina á síðasta keppnistímabili að hann gaf þeim öllum eintak af sportbílnum BMW i8, en hafði þá alla í sama bláa litnum. Það hefur fyrir vikið reynst leikmönnunum þrautin þyngri að muna hver á hvaða bíl af þessari vænu stæðu af þessum rándýra bíl. Sumir leikmenn Leicester hafa þó séð við þessu með því að láta sprauta bílana í öðrum lit og það það við þá Riyad Mahrez, Wes Morgan, Jeffrey Schlupp og Danny Simpson. Þeir fóru með bíla sína til fyrrverandi úrvalsdeildarleikmannsins Marlon Harewood, sem nú á stórt bílaverkstæði í Nottingham og hann sprautaði bílana fyrir þá. Alls gaf eigandi Leicester 19 bíla, en hver og einn þeirra kostar um 25 milljónir króna. Alls voru þó 23 leikmenn sem spiluðu leiki Leicester í fyrra en fjórir þeirra ákváðu að fara til annarra liða eftir síðasta tímabil og urðu því af þessari rausnarlegu gjöf eigandans. Það voru leikmennirnir N´Golo Kante, Yohan Benalouane, Andrej Kramaric og Joe Dodoo. Þeir get þó örugglega keypt sér aðrar eins lúxuskerrur miðað við þau laun sem enskum úrvalsdeildarleikmönnum eru greidd um þessar mundir. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Eigandi Leicester knattspyrnuliðsins var svo kátur með sína menn er þeir unnu ensku deildina á síðasta keppnistímabili að hann gaf þeim öllum eintak af sportbílnum BMW i8, en hafði þá alla í sama bláa litnum. Það hefur fyrir vikið reynst leikmönnunum þrautin þyngri að muna hver á hvaða bíl af þessari vænu stæðu af þessum rándýra bíl. Sumir leikmenn Leicester hafa þó séð við þessu með því að láta sprauta bílana í öðrum lit og það það við þá Riyad Mahrez, Wes Morgan, Jeffrey Schlupp og Danny Simpson. Þeir fóru með bíla sína til fyrrverandi úrvalsdeildarleikmannsins Marlon Harewood, sem nú á stórt bílaverkstæði í Nottingham og hann sprautaði bílana fyrir þá. Alls gaf eigandi Leicester 19 bíla, en hver og einn þeirra kostar um 25 milljónir króna. Alls voru þó 23 leikmenn sem spiluðu leiki Leicester í fyrra en fjórir þeirra ákváðu að fara til annarra liða eftir síðasta tímabil og urðu því af þessari rausnarlegu gjöf eigandans. Það voru leikmennirnir N´Golo Kante, Yohan Benalouane, Andrej Kramaric og Joe Dodoo. Þeir get þó örugglega keypt sér aðrar eins lúxuskerrur miðað við þau laun sem enskum úrvalsdeildarleikmönnum eru greidd um þessar mundir.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent