Grátbrosleg örlög Djöflaeyjunnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 6. september 2016 11:00 Atriði úr söngleiknum Djöflaeyjan sem var frumsýndur á laugardagskvöldið í Þjóðleikhúsinu. Leikhús Söngleikurinn Djöflaeyjan Byggt á skáldsögum eftir Einar Kárason Þjóðleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák Handrit: Atli Rafn Sigurðarson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikhópurinn Leikstjórn: Atli Rafn Sigurðarson Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Arnmundur Ernst Backman, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hallgrímur Ólafsson, Baltasar Breki Samper, Birgitta Birgisdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Jónsson (Gussi), Snæfríður Ingvarsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson Söngtextar: Bragi Valdimarsson og fleiri Tónlist: Memfismafían Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir Leikhúsáhorfendur snúa aftur á Djöflaeyjuna en ný leikgerð var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn sunnudag, eftir ansi langt ferðalag upp á svið. Atli Rafn Sigurðarson leikstýrir og hefur fengið Memfismafíuna í lið með sér til að endurnýja kynni okkar við fólkið í Thulekampnum. Persónugallerí Einars Kárasonar er óumdeilanlega eftirminnilegt og þarf varla að kynna fyrir neinum en sagan hverfist um þroskasögu þeirra hálfbræðra Badda og Danna. Badda leikur Þórir Sæmundsson af miklum krafti og söngrödd hans er frambærileg. Gallinn er sá að áhorfendur verða að trúa því að Baddi sé draumadrengurinn, vonarljósið og aðaltöffarinn. Í þessari sýningu er hann gúmmítöffari og gallagripur frá byrjun. Aftur á móti er nálgun Arnmundar Ernsts Backman öll afslappaðri og á endanum áhrifaríkari. Svo er söngrödd hans algjörlega dásamleg. Leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem leikur Dollí, á framtíðina fyrir sér en hún heldur áfram að sýna þróttmikla takta á sviði Þjóðleikhússins og hefur flotta söngrödd. Eggert Þorleifsson og Guðrún Gísladóttir fara með hlutverk hjónanna Tomma og Línu spákonu. Guðrún lendir fljótlega í vandræðum vegna þess að erfitt er að skilja af hverju Línu þykir svona vænt um Badda en Eggert er sem tilfinningalegt akkeri í sýningunni, nærgætinn í sinni túlkun og einlægur. Edda Björg Eyjólfsdóttir fer með hlutverk Gógóar sem getur ekki hætt að giftast hermönnum. Hún á bráðfyndna spretti en grínið heftir dramatískari túlkun á konu sem er alltaf á flótta. Svipaða sögu má segja um Guðjón Davíð Karlsson sem fer með nokkur hlutverk í sýningunni. Þó er Dóri tré í leik hans hin besta skemmtun en um leið og skipt er í alvarlegri augnablik týnast dramatískar útfærslur í fjörinu. Ólukkukonan Þórgunnur, leikin af Birgittu Birgisdóttur, sem og kúluvarparinn Hreggviður Barðason, í leik Gunnars Jónssonar, ráfa um sviðið á milli atriða eins og uppfyllingarefni frekar en aukapersónur með innra líf. Slíkt hið sama gerist með Gerði Hreggviðsdóttur sem verður einfeldningsleg þrátt fyrir ágætis tilburði hinnar nýútskrifuðu Snæfríðar Ingvarsdóttur. Eðlismunur er á söngleik og leikriti með lögum, Djöflaeyjan fellur í þá gryfju að vera í raun og veru allt í senn. Bragi Valdimar Skúlason er mikill hæfileikamaður sem heyrist í laginu Svona er lífið þar sem ástarsamband Dóra trés og Dollíar blómstrar og deyr. En einnig stendur Orðin mín, í tveimur mismunandi útgáfum, upp úr. Stór hópur er skrifaður fyrir handritinu en Atli Rafn og Melkorka Tekla Ólafsdóttir hafa yfirumsjón með textanum. Þetta er hluti af vandamálinu: Þræðirnir eru of margir, stefnan aldrei nægilega skýr og niðurstaðan samansafn af alls konar atriðum frekar en afdráttarlaus túlkun á þessari frægu sögu. Atli Rafn Sigurðarson hefði þurft að bæði stytta senur og taka ákvarðanir um stefnu en hugmyndaauðgi sýningarnar sligar bæði takt hennar og kraft. Oft á tíðum tala leikararnir beint út í sal frekar en hver við annan, þetta er óheppileg nálgun því á sama tíma slaknar á allri spennu milli einstaklinga. Áhorfendur ná aldrei almennilegu tilfinningalegu sambandi við þetta ólukkufólk. Leikmynd Vytautas Narbutas er þungamiðja sýningarinnar og þung er hún. Bragganum hefur verið snúið á hvolf, hús fjölskyldunnar horfið og leikararnir týnast í tóminu. Hvað tæknilegu hliðina varðar þá er hljómsveitinni komið skemmtilega fyrir aftast á sviðinu en af hvaða ástæðum notuðu persónur verksins nútímahljóðnema í söngatriðunum sem pössuðu engan veginn í sýninguna? Búningar Filippíu I. Elísdóttur hafa oft verið betri og tískan flakkar hressilega á milli tímabila. Danshreyfingar Margrétar Bjarnadóttur hefðu mátt vera meira afgerandi en þær fengu frekar lítið pláss á sviði vegna leikmyndarinnar. Djöflaeyjan svífur hæst þegar hún fær frið til að dafna og leikararnir tækifæri til að vera einlægir. En daprast um leið og hugmyndirnar fara að hlaðast á framvinduna. Síðustu senurnar hreinlega fjara út frekar en að fara á flug. Ungu leikararnir fá að njóta sín en ekki sýningin í þunglamalegri framsetningu.Niðurstaða: Djöflaeyjan heldur sér á floti með ágætri frammistöðu og flottri tónlist. Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Söngleikurinn Djöflaeyjan Byggt á skáldsögum eftir Einar Kárason Þjóðleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák Handrit: Atli Rafn Sigurðarson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikhópurinn Leikstjórn: Atli Rafn Sigurðarson Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Þórir Sæmundsson, Arnmundur Ernst Backman, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hallgrímur Ólafsson, Baltasar Breki Samper, Birgitta Birgisdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Jónsson (Gussi), Snæfríður Ingvarsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson Söngtextar: Bragi Valdimarsson og fleiri Tónlist: Memfismafían Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir Leikhúsáhorfendur snúa aftur á Djöflaeyjuna en ný leikgerð var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn sunnudag, eftir ansi langt ferðalag upp á svið. Atli Rafn Sigurðarson leikstýrir og hefur fengið Memfismafíuna í lið með sér til að endurnýja kynni okkar við fólkið í Thulekampnum. Persónugallerí Einars Kárasonar er óumdeilanlega eftirminnilegt og þarf varla að kynna fyrir neinum en sagan hverfist um þroskasögu þeirra hálfbræðra Badda og Danna. Badda leikur Þórir Sæmundsson af miklum krafti og söngrödd hans er frambærileg. Gallinn er sá að áhorfendur verða að trúa því að Baddi sé draumadrengurinn, vonarljósið og aðaltöffarinn. Í þessari sýningu er hann gúmmítöffari og gallagripur frá byrjun. Aftur á móti er nálgun Arnmundar Ernsts Backman öll afslappaðri og á endanum áhrifaríkari. Svo er söngrödd hans algjörlega dásamleg. Leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem leikur Dollí, á framtíðina fyrir sér en hún heldur áfram að sýna þróttmikla takta á sviði Þjóðleikhússins og hefur flotta söngrödd. Eggert Þorleifsson og Guðrún Gísladóttir fara með hlutverk hjónanna Tomma og Línu spákonu. Guðrún lendir fljótlega í vandræðum vegna þess að erfitt er að skilja af hverju Línu þykir svona vænt um Badda en Eggert er sem tilfinningalegt akkeri í sýningunni, nærgætinn í sinni túlkun og einlægur. Edda Björg Eyjólfsdóttir fer með hlutverk Gógóar sem getur ekki hætt að giftast hermönnum. Hún á bráðfyndna spretti en grínið heftir dramatískari túlkun á konu sem er alltaf á flótta. Svipaða sögu má segja um Guðjón Davíð Karlsson sem fer með nokkur hlutverk í sýningunni. Þó er Dóri tré í leik hans hin besta skemmtun en um leið og skipt er í alvarlegri augnablik týnast dramatískar útfærslur í fjörinu. Ólukkukonan Þórgunnur, leikin af Birgittu Birgisdóttur, sem og kúluvarparinn Hreggviður Barðason, í leik Gunnars Jónssonar, ráfa um sviðið á milli atriða eins og uppfyllingarefni frekar en aukapersónur með innra líf. Slíkt hið sama gerist með Gerði Hreggviðsdóttur sem verður einfeldningsleg þrátt fyrir ágætis tilburði hinnar nýútskrifuðu Snæfríðar Ingvarsdóttur. Eðlismunur er á söngleik og leikriti með lögum, Djöflaeyjan fellur í þá gryfju að vera í raun og veru allt í senn. Bragi Valdimar Skúlason er mikill hæfileikamaður sem heyrist í laginu Svona er lífið þar sem ástarsamband Dóra trés og Dollíar blómstrar og deyr. En einnig stendur Orðin mín, í tveimur mismunandi útgáfum, upp úr. Stór hópur er skrifaður fyrir handritinu en Atli Rafn og Melkorka Tekla Ólafsdóttir hafa yfirumsjón með textanum. Þetta er hluti af vandamálinu: Þræðirnir eru of margir, stefnan aldrei nægilega skýr og niðurstaðan samansafn af alls konar atriðum frekar en afdráttarlaus túlkun á þessari frægu sögu. Atli Rafn Sigurðarson hefði þurft að bæði stytta senur og taka ákvarðanir um stefnu en hugmyndaauðgi sýningarnar sligar bæði takt hennar og kraft. Oft á tíðum tala leikararnir beint út í sal frekar en hver við annan, þetta er óheppileg nálgun því á sama tíma slaknar á allri spennu milli einstaklinga. Áhorfendur ná aldrei almennilegu tilfinningalegu sambandi við þetta ólukkufólk. Leikmynd Vytautas Narbutas er þungamiðja sýningarinnar og þung er hún. Bragganum hefur verið snúið á hvolf, hús fjölskyldunnar horfið og leikararnir týnast í tóminu. Hvað tæknilegu hliðina varðar þá er hljómsveitinni komið skemmtilega fyrir aftast á sviðinu en af hvaða ástæðum notuðu persónur verksins nútímahljóðnema í söngatriðunum sem pössuðu engan veginn í sýninguna? Búningar Filippíu I. Elísdóttur hafa oft verið betri og tískan flakkar hressilega á milli tímabila. Danshreyfingar Margrétar Bjarnadóttur hefðu mátt vera meira afgerandi en þær fengu frekar lítið pláss á sviði vegna leikmyndarinnar. Djöflaeyjan svífur hæst þegar hún fær frið til að dafna og leikararnir tækifæri til að vera einlægir. En daprast um leið og hugmyndirnar fara að hlaðast á framvinduna. Síðustu senurnar hreinlega fjara út frekar en að fara á flug. Ungu leikararnir fá að njóta sín en ekki sýningin í þunglamalegri framsetningu.Niðurstaða: Djöflaeyjan heldur sér á floti með ágætri frammistöðu og flottri tónlist.
Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira