Lamborghini ætlar að tvöfalda heildarsöluna með Urus Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:00 Lamborghini Urus. Lamborghini framleiddi ekki nema 3.245 bíla í fyrra, en stefnir á að tvöfalda heildarsöluna með tilkomu nýja jeppa síns, Urus. Stefnan er nefnilega að framleiða um 3.500 Urus jeppa á ári og að heildarsalan verði komin í 7.000 bíla árið 2019. Vel þarf að ganga að selja Urus jeppann til að svo verði, en hann mun kosta 200.000 dollara stykkið. Það er næstum tvöfalt það verð sem 520 hestafla Porsche Cayenne Turbo kostar. Næg eftirspurn virðist þó vera eftir ofurdýrum jeppum frá flottustu bílamerkjum heims og hefur t.d. Bentley Bentayga rokið út þrátt fyrir himinhátt verð hans. Lamborghini tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni og því fær Urus uppfærða 4,0 lítra V8 vél frá Audi sem með breytingum verður öflugri en 600 hestafla vélin í Bentley Bentayga. Með henni á jeppinn að verða sneggri en 4 sekúndur í 100 km hraða. Meiningin er svo að árið 2020 komi Urus í tengiltvinnútgáfu og ætti hann að geta orðið enn öflugri með því að bæta rafmótorum við aflið. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Lamborghini framleiddi ekki nema 3.245 bíla í fyrra, en stefnir á að tvöfalda heildarsöluna með tilkomu nýja jeppa síns, Urus. Stefnan er nefnilega að framleiða um 3.500 Urus jeppa á ári og að heildarsalan verði komin í 7.000 bíla árið 2019. Vel þarf að ganga að selja Urus jeppann til að svo verði, en hann mun kosta 200.000 dollara stykkið. Það er næstum tvöfalt það verð sem 520 hestafla Porsche Cayenne Turbo kostar. Næg eftirspurn virðist þó vera eftir ofurdýrum jeppum frá flottustu bílamerkjum heims og hefur t.d. Bentley Bentayga rokið út þrátt fyrir himinhátt verð hans. Lamborghini tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni og því fær Urus uppfærða 4,0 lítra V8 vél frá Audi sem með breytingum verður öflugri en 600 hestafla vélin í Bentley Bentayga. Með henni á jeppinn að verða sneggri en 4 sekúndur í 100 km hraða. Meiningin er svo að árið 2020 komi Urus í tengiltvinnútgáfu og ætti hann að geta orðið enn öflugri með því að bæta rafmótorum við aflið.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent