Einkaviðtal Fréttablaðsins: Hakk og spagettí uppáhaldsmatur Justin Bieber Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 14:15 Justin Bieber kemur fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi í kvöld og annað kvöld. vísir/getty Hinn klassíski ítalski réttur, Spaghetti Bolognese, eða hakk og spagettí er uppáhaldsmatur poppstjörnunnar Justin Bieber. Þetta kemur fram í einkaviðtali Fréttablaðsins við tónlistarmanninn sem birtist í heild sinni í blaðinu á morgun. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk tækifæri til að spyrja Bieber nokkurra spurninga og spurði hann meðal annars um hvað væri uppáhaldsmaturinn hans. Svarið var stutt og laggott: Spaghetti Bolognese. Það er því bara spurning hvort að söngvarinn smakki Spaghetti Bolognese á meðan hann er hér á landi en eins og kunnugt er mun Bieber halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi. Þeir fyrri fara fram í kvöld og þeir seinni annað kvöld. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Í viðtali við Fréttablaðið segist Bieber vonast til þess að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber. Hér að neðan má sjá uppskrift Evu Laufeyjar Kjaran að uppáhaldsmat Justin Bieber, Spaghetti Bolognese.Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinseljaAðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið sellerí og lauknum út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin. 3. Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. 4. Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið 1 krukku af pastasósu út á pönnuna ásamt nautasoði. 5. Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram. 6. Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið. 7. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. 8. Berið fram með Parmesan osti og nóg af honum.Einfalt hvítlauksbrauð 1 baguette brauð ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep salt og nýmalaður pipar rifinn Mozzarella ostur nýrifinn Parmesan ostur steinseljaAðferð: 1. Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál. 2. Skerið baguette brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir. 3. Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Saxið niður ferska steinselja og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00 Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02 Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Hinn klassíski ítalski réttur, Spaghetti Bolognese, eða hakk og spagettí er uppáhaldsmatur poppstjörnunnar Justin Bieber. Þetta kemur fram í einkaviðtali Fréttablaðsins við tónlistarmanninn sem birtist í heild sinni í blaðinu á morgun. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk tækifæri til að spyrja Bieber nokkurra spurninga og spurði hann meðal annars um hvað væri uppáhaldsmaturinn hans. Svarið var stutt og laggott: Spaghetti Bolognese. Það er því bara spurning hvort að söngvarinn smakki Spaghetti Bolognese á meðan hann er hér á landi en eins og kunnugt er mun Bieber halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi. Þeir fyrri fara fram í kvöld og þeir seinni annað kvöld. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Í viðtali við Fréttablaðið segist Bieber vonast til þess að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber. Hér að neðan má sjá uppskrift Evu Laufeyjar Kjaran að uppáhaldsmat Justin Bieber, Spaghetti Bolognese.Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinseljaAðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið sellerí og lauknum út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin. 3. Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. 4. Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið 1 krukku af pastasósu út á pönnuna ásamt nautasoði. 5. Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram. 6. Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið. 7. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. 8. Berið fram með Parmesan osti og nóg af honum.Einfalt hvítlauksbrauð 1 baguette brauð ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep salt og nýmalaður pipar rifinn Mozzarella ostur nýrifinn Parmesan ostur steinseljaAðferð: 1. Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál. 2. Skerið baguette brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir. 3. Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Saxið niður ferska steinselja og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00 Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02 Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00
Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02
Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30