Matargjafir til ríkra granna Hafliði Helgason skrifar 9. september 2016 07:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um offramleiðslu á lambakjöti. Lambakjötsframleiðsla er niðurgreidd með beingreiðslum til bænda, auk þess sem íslensk landbúnaðarframleiðsla er varin fyrir samkeppni með tollum. Núverandi kerfi er með þeim hætti að enginn getur verið ánægður. Bændur eru ósáttir við sinn hlut og neytendur borga fyrir með sköttum og hærra vöruverði innfluttra landbúnaðarvara. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af kerfi sem gerir engan ánægðan en þá að það hljóti að vera í meira lagi meingallað. Frjáls markaður er oftast besta leiðin til að mynda verð og stjórna hversu mikið af vöru er á markaði á hverjum tíma. Sauðfjárbúskapur hefur ekki þurft að búa við aðhald markaðar nema að litlu leyti. Sala á lambakjöti á innanlandsmarkaði hefur dregist saman og reynt hefur verið að mæta því með útflutningi. Vandinn við slíkan útflutning er að ekki hefur tekist að fá sæmilegt verð fyrir vöruna nema í undantekningartilvikum. Okkur, sem alin erum upp á lambakjöti, finnst það besti matur og erum þess fullviss að fátt jafnist á við það nema ef vera skyldi villibráð. Vandinn er að aðrar þjóðir deila ekki þessari upplifun og kostnaður við markaðssetningu til að breyta því yrði vart réttlætanlegur. Tækist að skapa slíkan markað þyrfti að sjá honum fyrir ferskvöru allan ársins hring sem ekki er mögulegt. Lambakjöt sem ferskvara er bundin við haust. Einnig blasir við að ef vinsældir vörunnar yxu myndum við ekki geta framleitt nóg til að viðhalda slíkum markaði. Megnið af þeirri umframframleiðslu lambakjöts sem flutt er út er selt á lágu verði. Kaupendur eru meðal annarra Norðmenn og Bretar. Lækkun gjaldmiðla þessara landa setur vissulega strik í reikninginn, en fyrir var ekki af neinu að taka. Styrking krónunnar undanfarið hefur áhrif á samkeppnisstöðu ýmissa greina. Ef við stefnum að því að kaupmáttur Íslendinga verði sambærilegur við nágrannaþjóðir, þá verða fyrirtæki og atvinnugreinar sem reknar eru með tapi við núverandi styrk krónunnar að gera annað af tvennu; hagræða eða leggja upp laupana. Það er einnig sláandi að skoða tölur um stærð sauðfjárbúa á Íslandi. Yfir 60 prósent sauðfjárbúa eru með færri en 200 fjár. Það þýðir að próteinframleiðsla slíks bús er svipuð og einyrki á trillu kæmi með að landi á einni viku. Nú kann að vera að finna megi menningarrök fyrir að halda úti óhagkvæmri framleiðslu, en það væru þá einu rökin sem hægt er að grípa til. Landbúnaður eins og aðrar greinar þarf að fylgjast með tímanum og hagræða. Það er líka óásættanlegt að stuðningskerfi við landbúnað sé notað til „þróunaraðstoðar“ í formi matargjafa til ríkustu nágranna okkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um offramleiðslu á lambakjöti. Lambakjötsframleiðsla er niðurgreidd með beingreiðslum til bænda, auk þess sem íslensk landbúnaðarframleiðsla er varin fyrir samkeppni með tollum. Núverandi kerfi er með þeim hætti að enginn getur verið ánægður. Bændur eru ósáttir við sinn hlut og neytendur borga fyrir með sköttum og hærra vöruverði innfluttra landbúnaðarvara. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af kerfi sem gerir engan ánægðan en þá að það hljóti að vera í meira lagi meingallað. Frjáls markaður er oftast besta leiðin til að mynda verð og stjórna hversu mikið af vöru er á markaði á hverjum tíma. Sauðfjárbúskapur hefur ekki þurft að búa við aðhald markaðar nema að litlu leyti. Sala á lambakjöti á innanlandsmarkaði hefur dregist saman og reynt hefur verið að mæta því með útflutningi. Vandinn við slíkan útflutning er að ekki hefur tekist að fá sæmilegt verð fyrir vöruna nema í undantekningartilvikum. Okkur, sem alin erum upp á lambakjöti, finnst það besti matur og erum þess fullviss að fátt jafnist á við það nema ef vera skyldi villibráð. Vandinn er að aðrar þjóðir deila ekki þessari upplifun og kostnaður við markaðssetningu til að breyta því yrði vart réttlætanlegur. Tækist að skapa slíkan markað þyrfti að sjá honum fyrir ferskvöru allan ársins hring sem ekki er mögulegt. Lambakjöt sem ferskvara er bundin við haust. Einnig blasir við að ef vinsældir vörunnar yxu myndum við ekki geta framleitt nóg til að viðhalda slíkum markaði. Megnið af þeirri umframframleiðslu lambakjöts sem flutt er út er selt á lágu verði. Kaupendur eru meðal annarra Norðmenn og Bretar. Lækkun gjaldmiðla þessara landa setur vissulega strik í reikninginn, en fyrir var ekki af neinu að taka. Styrking krónunnar undanfarið hefur áhrif á samkeppnisstöðu ýmissa greina. Ef við stefnum að því að kaupmáttur Íslendinga verði sambærilegur við nágrannaþjóðir, þá verða fyrirtæki og atvinnugreinar sem reknar eru með tapi við núverandi styrk krónunnar að gera annað af tvennu; hagræða eða leggja upp laupana. Það er einnig sláandi að skoða tölur um stærð sauðfjárbúa á Íslandi. Yfir 60 prósent sauðfjárbúa eru með færri en 200 fjár. Það þýðir að próteinframleiðsla slíks bús er svipuð og einyrki á trillu kæmi með að landi á einni viku. Nú kann að vera að finna megi menningarrök fyrir að halda úti óhagkvæmri framleiðslu, en það væru þá einu rökin sem hægt er að grípa til. Landbúnaður eins og aðrar greinar þarf að fylgjast með tímanum og hagræða. Það er líka óásættanlegt að stuðningskerfi við landbúnað sé notað til „þróunaraðstoðar“ í formi matargjafa til ríkustu nágranna okkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun