Lífið

Telja Bieber hafa verið að „mæma“

Samúel Karl Ólason skrifar
Justin Bieber spurði tónleikagesti hvort þeir væru ekki örugglega búnir að kaupa varning merktan sér undir lok tónleikanna í kvöld. Fjölmargir svöruðu kalli kappans og flögguðu bolum sínum og derhúfum.
Justin Bieber spurði tónleikagesti hvort þeir væru ekki örugglega búnir að kaupa varning merktan sér undir lok tónleikanna í kvöld. Fjölmargir svöruðu kalli kappans og flögguðu bolum sínum og derhúfum. Vísir/Hanna
Sumir tónleikagestir Justin Bieber í Kórnum í kvöld eru sannfærðir um að söngvarinn hafi þóst syngja í sumum laganna sem spiluð voru í kvöld. Veltu sumir upp hvort kveikt væri á hljóðnemanum um tíma en aðrir kunnu vel að meta sjónarspilið í Kórnum óháð því hvort Bieber hefði þóst syngja inn á milli.

Tónleikarnir voru þeir fyrstu á Evróputúr kanadísku poppstjörnunnar en hann mun endurtaka tónleikana í Kórnum annað kvöld.

Bieber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukkutíma. Hann ræddi við tónleikagesti og fór um víðan völl. Kom hann bæði inn á kristna trú sína og minnti fólk á að kaupa varning merktan sér.

Tónleikagestir voru á öllum aldri þótt stúlkur á táningsaldri hafi verið mest áberandi og fjölmennasti hópurinn. Lagalisti Bieber í kvöld var svo til sá sami og á Purpose-tónleikaferðalaginu sem má sjá hér að neðan.

Sjá einnig: Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose tónleikaferðalaginu

Hann hélt einnig á tónleika V tónleikahátíðinni í Chelmsford á Englandi í síðasta mánuði þar sem hann var sömuleiðis sakaður um að þykjast syngja.

Sumir veltu fyrir sér hvort kveikt væri á hljóðnema kappans.
Eygló veltir fyrir sér hvað það er að 'mæma“. Sigurður Atli var ánægður með sjónarspilið. Yngvi Eysteinsson er greinilega Spotify notandi. Sumir ræða um miðaverðið. Gerður Þóra sér kosti og galla við kvöldið í Kórnum. Guðjón Jónsson ætlar á Bieber annað kvöld. Hörður Ágústsson ætlar á tónleikana annað kvöld og er áhyggjufullur. Dóttir Röggu fékk Pepsi og sykurmola eftir ofþornun. Kristján Helgi skellti sér með syni sínum í Kórinn. Salka Sól skaut á Bieber fyrir að hafa gleymt gítargripum og líkti honum við Árna Johnsen. Hún var þó augljóslega mjög ánægð með tónleikana. Aðalsteinn í Morgunútvarpinu hafði sína skoðuna á Bieber í kvöld. Inga keypti varning merktan Bieber og var afar sátt. Fjölmargir aðrir deildu upplifun sinni með landsmönnum á Twitter eins og sjá má að neðan.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.