Einlægur Bieber slítur barnsskónum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 09:45 Bieber er greinilega þaulvanur því að vera á sviði. Vísir/Hanna Reynsla, einlægni og dass af stressi einkenndu tónleika poppstjörnunnar Justin Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Tónleikarnir voru eilítið sveiflukenndir en aðdáendur ættu allflestir að geta gengið sáttir frá borði. Sögur af mæmi hafa verið stórlega ýktar. Eitthvað var um að söngurinn fékk að missa sín til að gera pláss fyrir dans, en það var ekki svo að það skemmdi heildarupplifunina. Bieber fylgir nú eftir plötunni Purpose. Hann er að slíta barnsskónum og textar plötunnar bera þess marks. Hann talar mikið um að sanna sig, að hann sé hvergi á förum, um tilgang lífsins og trúna. Þegar hann söng „ég er ekki að fara neitt” og „ekki gleyma að ég er mannlegur“ var auðvelt að hrífast með í þroskasögu drengs sem er rifinn inn í sviðsljósið á barnsaldri. Vísir/HannaFjörið byrjaði á slaginu sjö þegar drengirnir úr 101 í Sturla Atlas stigu á svið og stóðu sig með stakri prýði. Það var deginum ljósara að stóra sviðið og æstir áhorfendur fóru þeim vel. Því næst steig DJ Tay James á svið með ágætis sett, en hann er plötusnúður í hljómsveit Bieber. Hann náði að hrista stemninguna vel upp. Þegar loksins var komið að stóru stundinni mátti heyra saumnál detta. Það er reyndar lygi, varla hefði heyrst í þokulúðri í gegnum fagnaðarlætin þegar Bieber steig á svið og byrjaði að syngja. Já og hann söng. Biðin langa var á enda, og var þess virði. Byrjunin var róleg en það entist ekki lengi þegar slagarinn Where Are Ü Now heyrðist, dansararnir þutu á svið og flugeldarnir voru settir í gang. Svo ekki sé talað um augnablikið þegar goðið lyfti bolnum svo að sjá mátti glitta í magavöðvana. Nei, saumnálin átti aldrei séns í þessi fagnaðarlæti. Lögin Get Used To It og I’ll Show You voru bæði flutt af mikilli kostgæfni og hljóðkerfið, ljósakerfi og dansarar fengu að njóta sín. Eftir fyrstu af fjórum búningaskiptingum kom lagið The Feeling. Eitt af vanmetnum lögum af plötunni Purpose en það er dúett með söngkonunni Halsey. Halsey er ekki með í för en henni var fléttað inn í flutninginn á laginu af mikilli snilld með fallegri grafík. Kórinn í Kópavogi hélt laginu áfram Eftir að hafa rifið stemninguna vel upp með slagaranum Boyfriend var komið að því sem Bieber hefur sjálfur sagt að sé uppáhalds hluti hans af tónleikunum. Bieber stóð einn á sviðinu með kassagítar. Þannig voru lögin Cold Water og Love Yourself flutt. Órafmagnaði hlutinn verður að teljast einn af hápunktum tónleikanna og jafnvel þegar Bieber flipaðist aðeins á gítarnum var hann fljótur að ná sér á strik og mannhafið í Kórnum hélt laglínunni gangandi á meðan. Rödd Bieber fékk að njóta sín vel og flutningurinn var fallegur. Eftir að kassagítarinn var kvaddur voru flugeldarnir og reykvélarnar settar í gang og stemningin keyrð upp aftur. Lögin Been You, Company, No Sense, Hold Tight, No Pressure fengu sinn tíma en skildu ekki mikið eftir. Orkan var keyrð aftur upp í næstu lögum og fékk lagið Let Me Love You sérstaklega að skína, en það er samstarfsverkefni Bieber og DJ Snake og er tiltölulega nýgefið út. Þá fylgdi næst lagið Life Is Worth Living. Flutningurinn var hrár og persónulegur, lagið byrjaði Bieber liggjandi á gólfinu og endaði það með orðunum „einungis Guð getur dæmt mig.“Áhrifamikill endir Næst kom lagið sem skaut Bieber á stjörnuhimininn árið 2010, lagið Baby. Sérstaklega skemmtilegt var að sjá Bieber taka rappkaflann í laginu, sem er mjög hraður, sem Ludacris flytur í hljóðversútgáfu lagsins. Lagið Purpose var næst síðasta lag kvöldsins og flutningur þess var einstaklega fallegur, en lagið er einskonar trúarjátning. Sterkasta hlið Bieber er einlægni og virtist hann hreinlega vera tári næst. Uppklappslagið Sorry olli engum vonbrigðum, sérstaklega ekki þegar Bieber var nánast kominn í sturtu á sviðinu, en gríðarlegt sjónarspil fylgdi flutningnum. Sorry var eflaust lag sem margir höfðu beðið eftir að heyra, enda geysivinsælt.Vísir/HannaEinlægir hápunktar „Takk Jesú,“ drengurinn hneigði sig, þakkaði fyrir sig og knúsaði dansara sína. Ljósin kviknuðu í salnum og aðdáendur Bieber, sem margir hverjir höfðu beðið tónleikunum í mörg ár, hurfu út í nóttina. Kvöldið var vel heppnað í flesta staði. Undirbúningur og skipulag fyrir tónleika af þessari stærð voru til fyrirmyndar. Vel gekk að komast á svæðið og öll þjónusta var auðsótt á svæðinu. Skipuleggjendur tónleikanna eiga hrós skilið, bæði fyrir að flytja inn svo þekktan tónlistarmann, og fyrir að koma verkinu svo vel frá sér. Eitt hefði þó mátt betur fara, sviðið hefði mátt vera hærra. Illa sást á sviðið sjálft víða úr salnum og virtist það halda aftur af stemningunni. Justin Bieber er greinilega þaulvanur tónlistarmaður, enda búinn að vera lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Þó virtist hann á tímabili vera ögn stressaður. Þar gæti spilað inn í að um mun minna svið var að ræða en hann er vanur að koma fram á, húsið minna og nálægðin við áhorfendur meiri. Þá hefur hann verið í töluverðu fríi frá tónleikahaldi upp á síðkastið, en Bandaríkjahluta tónleikaferðalagsins lauk um miðjan júlí, ef frátaldir eru tveir tónleikar í Japan fyrir tveim vikum síðan. Hvað sem olli náði hann að skauta yfir þau fáu mistök sem urðu af kostgæfni. Hápunktar kvöldsins voru vafalaust lágstemmdustu lög kappans þar sem einlægnin skein í gegn, röddin fékk að njóta sín, textarnir voru persónulegri, og sjónarspilið skipti minna máli. Styrkleiki hans er að koma því í orð sem sameinar okkur öll, að við erum mannleg og gerum mistök. Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Reynsla, einlægni og dass af stressi einkenndu tónleika poppstjörnunnar Justin Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Tónleikarnir voru eilítið sveiflukenndir en aðdáendur ættu allflestir að geta gengið sáttir frá borði. Sögur af mæmi hafa verið stórlega ýktar. Eitthvað var um að söngurinn fékk að missa sín til að gera pláss fyrir dans, en það var ekki svo að það skemmdi heildarupplifunina. Bieber fylgir nú eftir plötunni Purpose. Hann er að slíta barnsskónum og textar plötunnar bera þess marks. Hann talar mikið um að sanna sig, að hann sé hvergi á förum, um tilgang lífsins og trúna. Þegar hann söng „ég er ekki að fara neitt” og „ekki gleyma að ég er mannlegur“ var auðvelt að hrífast með í þroskasögu drengs sem er rifinn inn í sviðsljósið á barnsaldri. Vísir/HannaFjörið byrjaði á slaginu sjö þegar drengirnir úr 101 í Sturla Atlas stigu á svið og stóðu sig með stakri prýði. Það var deginum ljósara að stóra sviðið og æstir áhorfendur fóru þeim vel. Því næst steig DJ Tay James á svið með ágætis sett, en hann er plötusnúður í hljómsveit Bieber. Hann náði að hrista stemninguna vel upp. Þegar loksins var komið að stóru stundinni mátti heyra saumnál detta. Það er reyndar lygi, varla hefði heyrst í þokulúðri í gegnum fagnaðarlætin þegar Bieber steig á svið og byrjaði að syngja. Já og hann söng. Biðin langa var á enda, og var þess virði. Byrjunin var róleg en það entist ekki lengi þegar slagarinn Where Are Ü Now heyrðist, dansararnir þutu á svið og flugeldarnir voru settir í gang. Svo ekki sé talað um augnablikið þegar goðið lyfti bolnum svo að sjá mátti glitta í magavöðvana. Nei, saumnálin átti aldrei séns í þessi fagnaðarlæti. Lögin Get Used To It og I’ll Show You voru bæði flutt af mikilli kostgæfni og hljóðkerfið, ljósakerfi og dansarar fengu að njóta sín. Eftir fyrstu af fjórum búningaskiptingum kom lagið The Feeling. Eitt af vanmetnum lögum af plötunni Purpose en það er dúett með söngkonunni Halsey. Halsey er ekki með í för en henni var fléttað inn í flutninginn á laginu af mikilli snilld með fallegri grafík. Kórinn í Kópavogi hélt laginu áfram Eftir að hafa rifið stemninguna vel upp með slagaranum Boyfriend var komið að því sem Bieber hefur sjálfur sagt að sé uppáhalds hluti hans af tónleikunum. Bieber stóð einn á sviðinu með kassagítar. Þannig voru lögin Cold Water og Love Yourself flutt. Órafmagnaði hlutinn verður að teljast einn af hápunktum tónleikanna og jafnvel þegar Bieber flipaðist aðeins á gítarnum var hann fljótur að ná sér á strik og mannhafið í Kórnum hélt laglínunni gangandi á meðan. Rödd Bieber fékk að njóta sín vel og flutningurinn var fallegur. Eftir að kassagítarinn var kvaddur voru flugeldarnir og reykvélarnar settar í gang og stemningin keyrð upp aftur. Lögin Been You, Company, No Sense, Hold Tight, No Pressure fengu sinn tíma en skildu ekki mikið eftir. Orkan var keyrð aftur upp í næstu lögum og fékk lagið Let Me Love You sérstaklega að skína, en það er samstarfsverkefni Bieber og DJ Snake og er tiltölulega nýgefið út. Þá fylgdi næst lagið Life Is Worth Living. Flutningurinn var hrár og persónulegur, lagið byrjaði Bieber liggjandi á gólfinu og endaði það með orðunum „einungis Guð getur dæmt mig.“Áhrifamikill endir Næst kom lagið sem skaut Bieber á stjörnuhimininn árið 2010, lagið Baby. Sérstaklega skemmtilegt var að sjá Bieber taka rappkaflann í laginu, sem er mjög hraður, sem Ludacris flytur í hljóðversútgáfu lagsins. Lagið Purpose var næst síðasta lag kvöldsins og flutningur þess var einstaklega fallegur, en lagið er einskonar trúarjátning. Sterkasta hlið Bieber er einlægni og virtist hann hreinlega vera tári næst. Uppklappslagið Sorry olli engum vonbrigðum, sérstaklega ekki þegar Bieber var nánast kominn í sturtu á sviðinu, en gríðarlegt sjónarspil fylgdi flutningnum. Sorry var eflaust lag sem margir höfðu beðið eftir að heyra, enda geysivinsælt.Vísir/HannaEinlægir hápunktar „Takk Jesú,“ drengurinn hneigði sig, þakkaði fyrir sig og knúsaði dansara sína. Ljósin kviknuðu í salnum og aðdáendur Bieber, sem margir hverjir höfðu beðið tónleikunum í mörg ár, hurfu út í nóttina. Kvöldið var vel heppnað í flesta staði. Undirbúningur og skipulag fyrir tónleika af þessari stærð voru til fyrirmyndar. Vel gekk að komast á svæðið og öll þjónusta var auðsótt á svæðinu. Skipuleggjendur tónleikanna eiga hrós skilið, bæði fyrir að flytja inn svo þekktan tónlistarmann, og fyrir að koma verkinu svo vel frá sér. Eitt hefði þó mátt betur fara, sviðið hefði mátt vera hærra. Illa sást á sviðið sjálft víða úr salnum og virtist það halda aftur af stemningunni. Justin Bieber er greinilega þaulvanur tónlistarmaður, enda búinn að vera lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Þó virtist hann á tímabili vera ögn stressaður. Þar gæti spilað inn í að um mun minna svið var að ræða en hann er vanur að koma fram á, húsið minna og nálægðin við áhorfendur meiri. Þá hefur hann verið í töluverðu fríi frá tónleikahaldi upp á síðkastið, en Bandaríkjahluta tónleikaferðalagsins lauk um miðjan júlí, ef frátaldir eru tveir tónleikar í Japan fyrir tveim vikum síðan. Hvað sem olli náði hann að skauta yfir þau fáu mistök sem urðu af kostgæfni. Hápunktar kvöldsins voru vafalaust lágstemmdustu lög kappans þar sem einlægnin skein í gegn, röddin fékk að njóta sín, textarnir voru persónulegri, og sjónarspilið skipti minna máli. Styrkleiki hans er að koma því í orð sem sameinar okkur öll, að við erum mannleg og gerum mistök.
Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira