Lífið

Bieber var víkingaklappaður upp og tók síðan Sorry í rigningunni - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víkingaklappið er að verða einskonar einkennismerki Íslendinga um heim allan. Frá því á EM í Frakklandi í sumar hafa Íslendingar og margir aðrir notað klappið ópspart.

Undir lok tónleika Justin Bieber í Kórnum var kappinn klappaður upp. Hann var klappaður upp með víkingaklappi og snéri aftur á sviðið og flutti vinsæla lagið sitt Sorry.

Sviðið í Kórnum í gær var hið glæsilegasta og fengu áhorfendur að njóta þess í botn í lokalaginu, Sorry. Það bókstaflega rigndi á Bieber og dansarana og var atriðið einfaldlega frábært.

Lífið hefur fengið sent skemmtilegt myndband frá því þegar Bieber var víkingaklappaður upp og tók síðan í kjölfarið Sorry. Myndbandið má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.