18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2016 11:11 Þessi veiðimaður mátti, sem og margir veiðimenn, bíta í það súra epli að þramma um langan veg án þess að sjá svo mikið sem eina rjúpu. visir/vilhelm Umhverfisstofnun hefur sent tillögur sínar um fyrirkomulag til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis en þar er gert ráð fyrir 18 veiðidögum. Mælt er með að veiðar verði leyfðar sex þriggja daga helgar og gildi ótímabundið. Tillögurnar eru unnar með stofnmat Náttúrufræðistofnunar til hliðsjónar en samkvæmt því er varpstofn metinn 131.563 fuglar og veiðistofn 453.716. Talið er að stofninn þoli veiði uppá sem nemur um 40 þúsund fugla. Lengi hefur verið deilt um fyrirkomulag rjúpnaveiða, bent hefur verið á að veiðar hafi verið ofmetnar þegar viðgangur stofnsins er annars vegar, þar skipti önnur atriði miklu meira máli. Þá hafa þær raddir heyrst að með því að eyrnamerkja tiltekna daga til veiðanna aukist einfaldlega spenna meðal skotveiðimanna og þeir fari út í válynd veður. En, tillögurnar um fyrirkomulag eru unnar í samráði við SKOTVÍS og er, í tilkynningu frá umhverfisstofnun, sagt ný nálgun til bættrar veiðistjórnunar og í „raun varfærnara en tillögur sem lagðar hafa verið fram hingað til.“ Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Umhverfisstofnun hefur sent tillögur sínar um fyrirkomulag til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis en þar er gert ráð fyrir 18 veiðidögum. Mælt er með að veiðar verði leyfðar sex þriggja daga helgar og gildi ótímabundið. Tillögurnar eru unnar með stofnmat Náttúrufræðistofnunar til hliðsjónar en samkvæmt því er varpstofn metinn 131.563 fuglar og veiðistofn 453.716. Talið er að stofninn þoli veiði uppá sem nemur um 40 þúsund fugla. Lengi hefur verið deilt um fyrirkomulag rjúpnaveiða, bent hefur verið á að veiðar hafi verið ofmetnar þegar viðgangur stofnsins er annars vegar, þar skipti önnur atriði miklu meira máli. Þá hafa þær raddir heyrst að með því að eyrnamerkja tiltekna daga til veiðanna aukist einfaldlega spenna meðal skotveiðimanna og þeir fari út í válynd veður. En, tillögurnar um fyrirkomulag eru unnar í samráði við SKOTVÍS og er, í tilkynningu frá umhverfisstofnun, sagt ný nálgun til bættrar veiðistjórnunar og í „raun varfærnara en tillögur sem lagðar hafa verið fram hingað til.“
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði