BMW hættir framleiðslu Z4 Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 10:16 BMW Z4 bílarnir verða ekki mikið fleiri. Nú við enda ágústmánaðar verður framleiðslu tveggja sæta sportbílsins Z4 hætt í verksmiðjum BMW. Þetta tilkynnti BMW í vikunni og það rétt áður en framleiðslan hættir. Þessi ákvörðun BMW er skiljanleg í ljósi þess að stutt er í tilkomu arftaka hans, BMW Z5, sem BMW hefur þróað í samstarfi við Toyota. BMW Z4 hefur þótt fremur dýr bíll og kostar t.d. 50.000 dollara í Bandaríkjunum með fjögurra strokka vél og 60.000 dollara með sex strokka vél. Það er nánast á pari við Porsche 718 Boxster og Cayman bílana, sem þykja af flestum betri akstursbílar. Þá má einnig fá Chevrolet Corvette og Jaguar F-Type fyrir ámóta upphæð. Það að BMW og Toyota hafi sameinast um þróun nýs teggja sæti sportbíls bendir til þess að hann verði boðinn á samkeppnishæfu verði og gæti því orðið ódýrari en ofannefndir bílar. Líklega verður Toyota gerðin af þeim bíl kallaður Toyota Supra. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Nú við enda ágústmánaðar verður framleiðslu tveggja sæta sportbílsins Z4 hætt í verksmiðjum BMW. Þetta tilkynnti BMW í vikunni og það rétt áður en framleiðslan hættir. Þessi ákvörðun BMW er skiljanleg í ljósi þess að stutt er í tilkomu arftaka hans, BMW Z5, sem BMW hefur þróað í samstarfi við Toyota. BMW Z4 hefur þótt fremur dýr bíll og kostar t.d. 50.000 dollara í Bandaríkjunum með fjögurra strokka vél og 60.000 dollara með sex strokka vél. Það er nánast á pari við Porsche 718 Boxster og Cayman bílana, sem þykja af flestum betri akstursbílar. Þá má einnig fá Chevrolet Corvette og Jaguar F-Type fyrir ámóta upphæð. Það að BMW og Toyota hafi sameinast um þróun nýs teggja sæti sportbíls bendir til þess að hann verði boðinn á samkeppnishæfu verði og gæti því orðið ódýrari en ofannefndir bílar. Líklega verður Toyota gerðin af þeim bíl kallaður Toyota Supra.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent