Sport

Bein útsending: Lokaathöfn Ólympíuleikanna

Vísir verður með beina sjónvarpsútsendingu frá lokaathöfn Ólympíuleikanna í Ríó.

Ólympíuleikunum lýkur formlega með lokaathöfninni sem fer fram á Maracana-vellinum í Ríó. Þar mun Thomas Bach, forseti Alþjóðólympíunefndarinnar, flytja ávarp sem og Carlos Arthur Nuzman, aðalskipuleggjandi Ólympíuleikanna.

Þá mun Eduardo Paes, borgarstjórinn í Ríó, afhenda Yuriko Koike, borgarstjóra Tókýó Ólympíufánann en Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó 2020. Þá verður Ólympíueldurinn slökktur.

Athöfnin hefst klukkan 23:15 en hana má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×