Náttúrulögmálið EES Þorbjörn Þórðarsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Í opinberri umræðu gerist það oft að ákveðin afstaða nær það mikilli útbreiðslu að hún verður almennt viðurkennd, næstum eins og náttúrulögmál. Dæmi um slíkt mál er sú skoðun að aðild Íslands að EES-samningnum hafi eingöngu verið jákvæð reynsla sem hafi fært Íslendingum hreinar hagsbætur. Líkt og fjallað hefur verið um á þessum vettvangi er beint orsakasamband á milli mikillar lífskjarasóknar á Íslandi eftir miðbik tíunda áratugarins og aðildar að EES-samningnum hinn 1. janúar 1994. Á þeim rúmu 22 árum sem liðin eru frá því samningurinn tók gildi hefur reynslan sýnt að samningurinn er efnislega séð sveigjanlegur. Í skýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands um stöðu og virkni samningsins kom hins vegar fram að embættismenn bæði í Evrópu og á Íslandi væru sammála um að engur líkur væru á því að samningurinn yrði uppfærður í fyrirsjáanlegri framtíð. Að þessu sögðu er hins vegar ekkert sem bendir til þess að samningnum verði sagt upp. Í þessu blaði í gær var sett fram sú skoðun að alvarlegur lýðræðishalli á samningnum væri vandamál sem hefði fylgt honum frá upphafi. Í skýrslu Alþjóðastofnunar kom fram að lýðræðishallinn hefði aukist enn frekar samhliða breytingum innan Evrópusambandsins og fulltrúar Íslands hefðu á okkar tímum ennþá minni áhrif á ákvarðanir en áður. Eina leiðin til að laga þetta vandamál væri að breyta sjálfum samningnum. Og það er ekki á dagskrá. Frjálst flæði fjármagns bætti lífskjör á Íslandi en skapaði vandamál á sama tíma. Það voru engin höft sett á innflæði gjaldeyris sem skapaði ævintýralegt ójafnvægi í íslensku hagkerfi. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kemur fram að íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki þann kost sem gefinn er á því að taka upp strangari ákvæði en eru í rammalöggjöf EES um eftirlit með bönkum. Hægt hefði verið að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Í dag, átta árum eftir bankahrunið, einkennir mikill seinagangur innleiðingu gerða um regluverk fjármálamarkaðarins, rétt eins og innleiðingu annarra ESB-reglna. Þökk sé gjaldeyrishöftum og smæð markaðarins hefur þetta gengið stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir allt. Samkvæmt upplýsingum þessa blaðs starfa aðeins fjórir lögfræðingar fjármálaráðuneytisins að innleiðingu gerða og þeir eru langt á eftir áætlun. Þessi dæmi og þau sem að framan eru rakin eru aðeins nokkur af mörgum um hvernig Ísland dregur lappirnar sem hinn eiginlegi tossi EES-samstarfsins. Við erum nánast aðhlátursefni í Brussel og starfsmenn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gera varla annað en að reka á eftir okkur. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda verða að fara að gera upp hug sinn. Annað hvort stöndum við okkar plikt sem þátttakandi í þessu samstarfi eða förum í vegið hagsmunamat á því hvort það sé yfir höfuð heppilegt fyrir Ísland að vera aðili að þessum samningi. Við þá endurskoðun eigum við ekki að taka aðild að samningnum sem einhvers konar algildu náttúrulögmáli. Við eigum að efast um veru okkar í EES eins og allt annað í lífinu. Ekkert í þessu lífi er hafið yfir gagnrýni, efasemdir eða endurskoðun. Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Í opinberri umræðu gerist það oft að ákveðin afstaða nær það mikilli útbreiðslu að hún verður almennt viðurkennd, næstum eins og náttúrulögmál. Dæmi um slíkt mál er sú skoðun að aðild Íslands að EES-samningnum hafi eingöngu verið jákvæð reynsla sem hafi fært Íslendingum hreinar hagsbætur. Líkt og fjallað hefur verið um á þessum vettvangi er beint orsakasamband á milli mikillar lífskjarasóknar á Íslandi eftir miðbik tíunda áratugarins og aðildar að EES-samningnum hinn 1. janúar 1994. Á þeim rúmu 22 árum sem liðin eru frá því samningurinn tók gildi hefur reynslan sýnt að samningurinn er efnislega séð sveigjanlegur. Í skýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands um stöðu og virkni samningsins kom hins vegar fram að embættismenn bæði í Evrópu og á Íslandi væru sammála um að engur líkur væru á því að samningurinn yrði uppfærður í fyrirsjáanlegri framtíð. Að þessu sögðu er hins vegar ekkert sem bendir til þess að samningnum verði sagt upp. Í þessu blaði í gær var sett fram sú skoðun að alvarlegur lýðræðishalli á samningnum væri vandamál sem hefði fylgt honum frá upphafi. Í skýrslu Alþjóðastofnunar kom fram að lýðræðishallinn hefði aukist enn frekar samhliða breytingum innan Evrópusambandsins og fulltrúar Íslands hefðu á okkar tímum ennþá minni áhrif á ákvarðanir en áður. Eina leiðin til að laga þetta vandamál væri að breyta sjálfum samningnum. Og það er ekki á dagskrá. Frjálst flæði fjármagns bætti lífskjör á Íslandi en skapaði vandamál á sama tíma. Það voru engin höft sett á innflæði gjaldeyris sem skapaði ævintýralegt ójafnvægi í íslensku hagkerfi. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kemur fram að íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki þann kost sem gefinn er á því að taka upp strangari ákvæði en eru í rammalöggjöf EES um eftirlit með bönkum. Hægt hefði verið að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Í dag, átta árum eftir bankahrunið, einkennir mikill seinagangur innleiðingu gerða um regluverk fjármálamarkaðarins, rétt eins og innleiðingu annarra ESB-reglna. Þökk sé gjaldeyrishöftum og smæð markaðarins hefur þetta gengið stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir allt. Samkvæmt upplýsingum þessa blaðs starfa aðeins fjórir lögfræðingar fjármálaráðuneytisins að innleiðingu gerða og þeir eru langt á eftir áætlun. Þessi dæmi og þau sem að framan eru rakin eru aðeins nokkur af mörgum um hvernig Ísland dregur lappirnar sem hinn eiginlegi tossi EES-samstarfsins. Við erum nánast aðhlátursefni í Brussel og starfsmenn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gera varla annað en að reka á eftir okkur. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda verða að fara að gera upp hug sinn. Annað hvort stöndum við okkar plikt sem þátttakandi í þessu samstarfi eða förum í vegið hagsmunamat á því hvort það sé yfir höfuð heppilegt fyrir Ísland að vera aðili að þessum samningi. Við þá endurskoðun eigum við ekki að taka aðild að samningnum sem einhvers konar algildu náttúrulögmáli. Við eigum að efast um veru okkar í EES eins og allt annað í lífinu. Ekkert í þessu lífi er hafið yfir gagnrýni, efasemdir eða endurskoðun. Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.