Jeremy Clarkson velur verstu bíla 2015 og 2016 Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 16:12 Jeremy Clarkson fer aldrei troðnar slóðir. Um daginn birti Jeremy Clarkson, fyrrum þáttastjórnadi Topð Gear þáttanna, lista yfir tíu þá bestu bíla sem hann hafði prófað á síðustu tveimur árum. Nú hefur hann einnig birt lista yfir 10 verstu bíla þessara tveggja ára og eins og fyrri daginn fer listinn algerlega eftir duttlungum hans og ekki víst að allir bílarýnar séu sammála honum. Það vekur strax athygli að á listanum vonda hjá Clarkson megi finna bíla sem hafa verið mærðir af öðrum, bíla eins og Opel Astra, Skoda Superb, Renault Kadjar og Zenos E10. Hann segir meðal annars í rökstuðningi sínum um Skoda Superb að hann sé með álíka sál og ísskápsfrystir. Hann viðurkennir að þetta sé góður bíll sem minnir hann á akstur Rolls Royce eða Range Rover en eitthvað er það samt sem pirrar hann með Superb bílinn og er hann kannski of góður en sálarlaus. Um Zenos E10 sportbílinn segir hann að bíllinn sé með of mörgum aðstoðarkerfum en samt sé hann aðeins bíll sem hægt er að aka um á keppnisbrautum og um Renault Kadjar segir hann að þar fari bíll sem geri allt það sem ætlast mætti af fjölskyldujepplingi, en ekkert umfram það. Enginn hefur þó deilt um það val hans að hafa Hyundia i800 bitaboxið á listanum og finnst reyndar mörgum að hann ætti að eiga frátekið sæti á öllum vondum listum heims. Auk ofannefndra bíla á lista Clarkson eru að finna bílana Infinity Q30, BMW X1, Seat Leon X-Perience, Nissan GT-R Track Edition og Volkswagen Scirocco. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Um daginn birti Jeremy Clarkson, fyrrum þáttastjórnadi Topð Gear þáttanna, lista yfir tíu þá bestu bíla sem hann hafði prófað á síðustu tveimur árum. Nú hefur hann einnig birt lista yfir 10 verstu bíla þessara tveggja ára og eins og fyrri daginn fer listinn algerlega eftir duttlungum hans og ekki víst að allir bílarýnar séu sammála honum. Það vekur strax athygli að á listanum vonda hjá Clarkson megi finna bíla sem hafa verið mærðir af öðrum, bíla eins og Opel Astra, Skoda Superb, Renault Kadjar og Zenos E10. Hann segir meðal annars í rökstuðningi sínum um Skoda Superb að hann sé með álíka sál og ísskápsfrystir. Hann viðurkennir að þetta sé góður bíll sem minnir hann á akstur Rolls Royce eða Range Rover en eitthvað er það samt sem pirrar hann með Superb bílinn og er hann kannski of góður en sálarlaus. Um Zenos E10 sportbílinn segir hann að bíllinn sé með of mörgum aðstoðarkerfum en samt sé hann aðeins bíll sem hægt er að aka um á keppnisbrautum og um Renault Kadjar segir hann að þar fari bíll sem geri allt það sem ætlast mætti af fjölskyldujepplingi, en ekkert umfram það. Enginn hefur þó deilt um það val hans að hafa Hyundia i800 bitaboxið á listanum og finnst reyndar mörgum að hann ætti að eiga frátekið sæti á öllum vondum listum heims. Auk ofannefndra bíla á lista Clarkson eru að finna bílana Infinity Q30, BMW X1, Seat Leon X-Perience, Nissan GT-R Track Edition og Volkswagen Scirocco.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent