BL frumsýnir rafmagnaðan BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 08:58 Á laugardag frumsýnir BL rafbíllinn BMW i3 sem þykir um margt einstakur í sinni röð, hvort sem litið er til smíði hans, hönnunar og efnisnotkunar, svo og drægis bílsins. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur vottað BMW i3 sem sparneytnasta rafbíl allra tíma og BMW i3 með bensínljósavél sem sparneytnasta „bensínbílinn“. Við framleiðslu og samsetningu á i3 er eingöngu notuð græn orka frá vatnsaflsvirkjun og vindorkuveri.Langdræg rafhlaðaUndirvagn BMW i3 er smíðaður úr áli og yfirbyggingin úr koltrefjum og er i3 fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum sem hannaður er með yfirbyggingu úr hástyrktum koltrefjum. Þær eru 50% léttari en stál og auk þess sterkari. Koltrefjar og ál eru helsta ástæða þess að eigin þyngd bílsins er aðeins 1.245 kg, sem gerir hann langdrægasta rafbílinn í sínum stærðarflokki, með allt að 300 km drægni.Náttúrulegir innviðirÍ BMW i3 eru 95% innviða í farþega- og farangursrými i3 úr náttúrulegum og endurvinnanlegum efnum. Þannig eru kenafþræðir áberandi í fyrirferðarmiklum hlutum í farþegarýminu. Kenaf er 100% náttúrulegt efni úr moskusrósum og er 30% léttara en plastefni sem alla jafna eru notuð þar sem kenaf er í i3. Notkun þessa efnis gerði m.a. kleift að minnka verulega plastnotkun í bílnum.Ull, ólífulauf og tröllatréEinnig má geta þess að 40% af yfirborði sætanna eru úr ull til að jafna hitastig á milli heitra og kaldra daga. Við það sparast orka sem meðal annars færi í sætisupphitun. Þá er allt leður í innréttingunni litað með laufum ólífutrjáa sem koma í stað kemískra litarefna og gefa leðrinu auk þess náttúrulegan og falegan lit. Í farþegarýminu er einnig að finna gúmmítré af myrtuætt sem er einn fljótsprottnasti viður veraldar og hefur innbyggða vörn gegn raka. Viðurinn þarf um 90% minni yfirborðsmeðhöndlun en hefðbundinn viður og hefur mjög fallegt yfirbragð. Allur viður sem notaður er í i3 kemur úr ræktuðum vottuðum nytjaskógum.Sami BMW krafturinnBMW i3 er fáanlegur í tveimur útfærslum. Annars vegar sem 100% rafbíll sem dregur allt að 300 km á hleðslunni, og hins vegar sem tvíorkubíll með bæði rafhlöðu og tveggja strokka, 647cc bensínhleðsluvél sem ræsir sig sjálf þegar bæta þarf rafmagni á rafhlöðuna. Í þeirri útfærslu dregur BMW i3 390 km. Rafmótorinn í BMW i3 er 170 hestöfl með 250 Nm hámarkstogi. Úr kyrrstöðu er i3 aðeins 7,3 sekúndur að ná 100 km hraða. BMW i3 verður frumsýndur næsta laugardag, 27. ágúst milli kl. 12 og 16, í BMW-salnum við Sævarhöfða.Laglegt innanrými og óvenjuleg efnisnotkun.Grind bílsins er úr óvenjulegri blöndu efna og ofurlétt. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent
Á laugardag frumsýnir BL rafbíllinn BMW i3 sem þykir um margt einstakur í sinni röð, hvort sem litið er til smíði hans, hönnunar og efnisnotkunar, svo og drægis bílsins. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur vottað BMW i3 sem sparneytnasta rafbíl allra tíma og BMW i3 með bensínljósavél sem sparneytnasta „bensínbílinn“. Við framleiðslu og samsetningu á i3 er eingöngu notuð græn orka frá vatnsaflsvirkjun og vindorkuveri.Langdræg rafhlaðaUndirvagn BMW i3 er smíðaður úr áli og yfirbyggingin úr koltrefjum og er i3 fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum sem hannaður er með yfirbyggingu úr hástyrktum koltrefjum. Þær eru 50% léttari en stál og auk þess sterkari. Koltrefjar og ál eru helsta ástæða þess að eigin þyngd bílsins er aðeins 1.245 kg, sem gerir hann langdrægasta rafbílinn í sínum stærðarflokki, með allt að 300 km drægni.Náttúrulegir innviðirÍ BMW i3 eru 95% innviða í farþega- og farangursrými i3 úr náttúrulegum og endurvinnanlegum efnum. Þannig eru kenafþræðir áberandi í fyrirferðarmiklum hlutum í farþegarýminu. Kenaf er 100% náttúrulegt efni úr moskusrósum og er 30% léttara en plastefni sem alla jafna eru notuð þar sem kenaf er í i3. Notkun þessa efnis gerði m.a. kleift að minnka verulega plastnotkun í bílnum.Ull, ólífulauf og tröllatréEinnig má geta þess að 40% af yfirborði sætanna eru úr ull til að jafna hitastig á milli heitra og kaldra daga. Við það sparast orka sem meðal annars færi í sætisupphitun. Þá er allt leður í innréttingunni litað með laufum ólífutrjáa sem koma í stað kemískra litarefna og gefa leðrinu auk þess náttúrulegan og falegan lit. Í farþegarýminu er einnig að finna gúmmítré af myrtuætt sem er einn fljótsprottnasti viður veraldar og hefur innbyggða vörn gegn raka. Viðurinn þarf um 90% minni yfirborðsmeðhöndlun en hefðbundinn viður og hefur mjög fallegt yfirbragð. Allur viður sem notaður er í i3 kemur úr ræktuðum vottuðum nytjaskógum.Sami BMW krafturinnBMW i3 er fáanlegur í tveimur útfærslum. Annars vegar sem 100% rafbíll sem dregur allt að 300 km á hleðslunni, og hins vegar sem tvíorkubíll með bæði rafhlöðu og tveggja strokka, 647cc bensínhleðsluvél sem ræsir sig sjálf þegar bæta þarf rafmagni á rafhlöðuna. Í þeirri útfærslu dregur BMW i3 390 km. Rafmótorinn í BMW i3 er 170 hestöfl með 250 Nm hámarkstogi. Úr kyrrstöðu er i3 aðeins 7,3 sekúndur að ná 100 km hraða. BMW i3 verður frumsýndur næsta laugardag, 27. ágúst milli kl. 12 og 16, í BMW-salnum við Sævarhöfða.Laglegt innanrými og óvenjuleg efnisnotkun.Grind bílsins er úr óvenjulegri blöndu efna og ofurlétt.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent