Eyðir Benz E-Class minna en Kia Niro og Sportage? Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 15:17 Bílarnir þrír frá Öskju sem reyndir verða í árlegum sparakstri Atlantsolíu í dag. Bílaumboðið Askja sendir þrjá bíla í Sparaksturskeppni Atlantsolíu sem hófst í morgun. Þar fara Mercedes-Benz E-Class, Kia Sportage og nýjan Kia Niro og fróðlegt verður að sjá hver þeirra eyðir minnstu á þessari tæplega 400 km leið til Akureyrar. Mercedes Benz E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri var 202 kg. Þá hefur Mercedes-Benz tekist að gera nýju vélina enn hljóðlátari en áður og auk þess minnka titring enn frekar. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Verður spennandi að sjá hvernig E-Class bílnum gengur í Sparaksturskeppnninni með þessari nýju og sparneytnu vél en eyðslan er frá 3,9 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Þessum bíl var reynsluekið af bílablaðamanni visir.is í vikunni og á langri ferð um Suðurlandið og á tíðum í frísklegum akstri eyddi hann aðeins 4,3 lítrum, sem er nokkuð nálægt uppgefinni reynslu frá framleiðanda. Kia Niro er alveg nýr bíll frá suður-kóreska bílaframleiðandanum sem verður frumsýndur í Öskju 10. september næstkomandi. Bíllinn er með Hybrid tækni og útbúinn 1,6 lítra bensínvél sem fær mikla aðstoð frá litlum rafmótor sem hjálpar til við að halda eyðslu niðri. Uppgefin eyðsla á þessum bíl er frá 3,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri samkævmt upplýsingum frá Kia. Tvinnvélin í Niro skilar samtals 141 hestafli. Sportage sportjeppinn sem Askja sendir til leiks kemur með sprækri 1.7 lítra dísilvél og er framhjóladrifinn og beinskiptur. Eyðslan er uppgefin 4,8 lítrum í blönduðum akstri en vélin skilar 115 hestöflum. Þá er bara að sjá til hvort þessar uppgefnu tölur frá framleiðanda standist, en það kemur í ljós í dag í sparakstrinum. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Bílaumboðið Askja sendir þrjá bíla í Sparaksturskeppni Atlantsolíu sem hófst í morgun. Þar fara Mercedes-Benz E-Class, Kia Sportage og nýjan Kia Niro og fróðlegt verður að sjá hver þeirra eyðir minnstu á þessari tæplega 400 km leið til Akureyrar. Mercedes Benz E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri var 202 kg. Þá hefur Mercedes-Benz tekist að gera nýju vélina enn hljóðlátari en áður og auk þess minnka titring enn frekar. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Verður spennandi að sjá hvernig E-Class bílnum gengur í Sparaksturskeppnninni með þessari nýju og sparneytnu vél en eyðslan er frá 3,9 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Þessum bíl var reynsluekið af bílablaðamanni visir.is í vikunni og á langri ferð um Suðurlandið og á tíðum í frísklegum akstri eyddi hann aðeins 4,3 lítrum, sem er nokkuð nálægt uppgefinni reynslu frá framleiðanda. Kia Niro er alveg nýr bíll frá suður-kóreska bílaframleiðandanum sem verður frumsýndur í Öskju 10. september næstkomandi. Bíllinn er með Hybrid tækni og útbúinn 1,6 lítra bensínvél sem fær mikla aðstoð frá litlum rafmótor sem hjálpar til við að halda eyðslu niðri. Uppgefin eyðsla á þessum bíl er frá 3,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri samkævmt upplýsingum frá Kia. Tvinnvélin í Niro skilar samtals 141 hestafli. Sportage sportjeppinn sem Askja sendir til leiks kemur með sprækri 1.7 lítra dísilvél og er framhjóladrifinn og beinskiptur. Eyðslan er uppgefin 4,8 lítrum í blönduðum akstri en vélin skilar 115 hestöflum. Þá er bara að sjá til hvort þessar uppgefnu tölur frá framleiðanda standist, en það kemur í ljós í dag í sparakstrinum.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent