Merkingarlausar samlíkingar Óttar Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst skrifaði ég ungæðislega grein í Moggann til að mótmæla skrifum blaðsins. Ég líkti Morgunblaðinu við málgögn þýskra nasista sem hömruðu á lyginni þangað til hún varð að sannleika. Greinin fékkst ekki birt og ég hringdi í Styrmi Gunnarsson. Hann sagði mér föðurlega að menn sem beittu svona samlíkingum væru ekki marktækir. Ég hef oft hugsað til þessara orða þegar menn missa stjórn á tilfinningum sínum í dagsins önn. Einu sinni las ég grein í blaði um formann í fremur lágkúrulegu félagi. Deilur komu upp og æstur andstæðingur mannsins líkti stjórnarháttum hans við sjálfan Jósef Stalín. Þegar haft er í huga að Stalín sendi milljónir andstæðinga sinna yfir í annan heim en okkar maður gerði sig einungis sekan um hallærisleg bókhaldssvik, verður samlíkingin fáránleg. Umdeildur rithöfundur sem ekki fékk bækur sínar útgefnar, sagðist vera kominn með „Berufsverbot“ eins og gyðingur í Þriðja ríkinu. Hann var bæði feitur og pattaralegur og fékk að tjá sig óáreittur svo að hann þekkti lítið til endaloka evrópskra gyðinga. Þekktur alkóhólisti líkti sögu sinni og örlögum við endalok þýska hersins við Stalíngrað. Þessi della náði nýjum hæðum um daginn þegar fyrrverandi borgarfulltrúi líkti nágrannakryt í Reykjavík við harmleikinn í Aleppó í Sýrlandi. Fáförul og friðsæl gata í Vesturbænum var orðin að sundursprengdum vígvelli í hugarheimi mannsins. Söguþjóðin vill fyrir alla muni vera hluti af mannkynssögunni. Menn reyna að gera tilbreytingarlausa tilveru sína spennandi með því að líkja henni við mestu harmleiki mannkynssögunnar. Niðurstaðan verður merkingarlaus og gengisfallin orð þar sem söguskilningurinn nær ekki lengra en að túngarðinum heima.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst skrifaði ég ungæðislega grein í Moggann til að mótmæla skrifum blaðsins. Ég líkti Morgunblaðinu við málgögn þýskra nasista sem hömruðu á lyginni þangað til hún varð að sannleika. Greinin fékkst ekki birt og ég hringdi í Styrmi Gunnarsson. Hann sagði mér föðurlega að menn sem beittu svona samlíkingum væru ekki marktækir. Ég hef oft hugsað til þessara orða þegar menn missa stjórn á tilfinningum sínum í dagsins önn. Einu sinni las ég grein í blaði um formann í fremur lágkúrulegu félagi. Deilur komu upp og æstur andstæðingur mannsins líkti stjórnarháttum hans við sjálfan Jósef Stalín. Þegar haft er í huga að Stalín sendi milljónir andstæðinga sinna yfir í annan heim en okkar maður gerði sig einungis sekan um hallærisleg bókhaldssvik, verður samlíkingin fáránleg. Umdeildur rithöfundur sem ekki fékk bækur sínar útgefnar, sagðist vera kominn með „Berufsverbot“ eins og gyðingur í Þriðja ríkinu. Hann var bæði feitur og pattaralegur og fékk að tjá sig óáreittur svo að hann þekkti lítið til endaloka evrópskra gyðinga. Þekktur alkóhólisti líkti sögu sinni og örlögum við endalok þýska hersins við Stalíngrað. Þessi della náði nýjum hæðum um daginn þegar fyrrverandi borgarfulltrúi líkti nágrannakryt í Reykjavík við harmleikinn í Aleppó í Sýrlandi. Fáförul og friðsæl gata í Vesturbænum var orðin að sundursprengdum vígvelli í hugarheimi mannsins. Söguþjóðin vill fyrir alla muni vera hluti af mannkynssögunni. Menn reyna að gera tilbreytingarlausa tilveru sína spennandi með því að líkja henni við mestu harmleiki mannkynssögunnar. Niðurstaðan verður merkingarlaus og gengisfallin orð þar sem söguskilningurinn nær ekki lengra en að túngarðinum heima.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun