Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Nico Rosberg á ferð um Spa brautina í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton fær 30 sæta refsingu eftir að hafa tekið í notkun tvær nýjar vélar fyrir kappaksturinn. Mercedes liðið ákvað að taka tvöfaldan skell í einu í stað þess að taka út refsingu í tveimur eða fleiri keppnum. Sjá einnig:Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni. Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari og fjórði varð Sergio Perez á Force India. Esteban Ocon tókst vel til í frumraun sinni á Manor bílnum. Hann varð 16. og rúmlega sekúndu á undan hinum mikilsmetna liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein.Max Verstappen á Spa brautinni. Hann vonar að Red Bull geti strítt Mercedes á sunnudag.Vísir/GettyVerstappen var fljótastur á seinni æfingunni á Red Bull bílnum. Mercedes einbeitti sér að því að stilla sig inn á keppnishraða í stað þess að einblína á tímatökuna. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar en Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji. Force India líkar greinilega vel við sig á Spa brautinni. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Vettel var einkar pirraður á æfingunni og var mikið að kvarta yfir því að aðrir bílar, hægfara að hans mati væru að þvælast fyrir honum. Hann var þó að gera ansi mikið úr því að mati blaðamanns. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppninni er svo klukkan 11:30 á sunnudag. Einnig á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll úrslit belgísku keppnishelgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Hættur að njóta mín í Formúlu 1 Daniil Kvyat viðurkennir að hann hafi hætt að njóta sín í Formúlu 1 eftir stöðulækkun til Toro Rosso. Hann telur að óánægja sín hafi áhrif á frammistöðu sína. 18. ágúst 2016 21:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton fær 30 sæta refsingu eftir að hafa tekið í notkun tvær nýjar vélar fyrir kappaksturinn. Mercedes liðið ákvað að taka tvöfaldan skell í einu í stað þess að taka út refsingu í tveimur eða fleiri keppnum. Sjá einnig:Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni. Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari og fjórði varð Sergio Perez á Force India. Esteban Ocon tókst vel til í frumraun sinni á Manor bílnum. Hann varð 16. og rúmlega sekúndu á undan hinum mikilsmetna liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein.Max Verstappen á Spa brautinni. Hann vonar að Red Bull geti strítt Mercedes á sunnudag.Vísir/GettyVerstappen var fljótastur á seinni æfingunni á Red Bull bílnum. Mercedes einbeitti sér að því að stilla sig inn á keppnishraða í stað þess að einblína á tímatökuna. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar en Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji. Force India líkar greinilega vel við sig á Spa brautinni. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Vettel var einkar pirraður á æfingunni og var mikið að kvarta yfir því að aðrir bílar, hægfara að hans mati væru að þvælast fyrir honum. Hann var þó að gera ansi mikið úr því að mati blaðamanns. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppninni er svo klukkan 11:30 á sunnudag. Einnig á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll úrslit belgísku keppnishelgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Hættur að njóta mín í Formúlu 1 Daniil Kvyat viðurkennir að hann hafi hætt að njóta sín í Formúlu 1 eftir stöðulækkun til Toro Rosso. Hann telur að óánægja sín hafi áhrif á frammistöðu sína. 18. ágúst 2016 21:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kvyat: Hættur að njóta mín í Formúlu 1 Daniil Kvyat viðurkennir að hann hafi hætt að njóta sín í Formúlu 1 eftir stöðulækkun til Toro Rosso. Hann telur að óánægja sín hafi áhrif á frammistöðu sína. 18. ágúst 2016 21:30
Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30
Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00