Ný kynslóð Volkswagen Tiguan frumsýnd Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 10:30 Tiguan í brekkuklifri. HEKLA frumsýnir laugardaginn 13. ágúst kl. 12:00 nýjan Volkswagen Tiguan í sýningarsal Volkswagen að Laugavegi 170 – 174. Það verður nóg um að vera því boðið verður upp á úrval veitinga og Sirkus Íslands sér um andlitsmálningu fyrir börnin. Samtímis verður nýr Tiguan einnig frumsýndur á Bílási Akranesi, Höldi Akureyri, Heklu Reykjanesbæ og Bílasölu Selfoss. Volkswagen Tiguan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007 og hefur síðan þá tryggt sér öruggan sess í blómlegum flokki jepplinga. Nýju kynslóðarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæningu enda hefur bíllinn verið mikið uppfærður. Hönnuðir og verkfræðingar Volkswagen settu sér það markmið að smíða jeppling sem væri fágaður, en næði að blanda saman torfærueiginleikum og aksturseiginleikum fólksbíls, ásamt þægindum, og sveigjanleika fjölnotabíla. Í nýjum Volkswagen Tiguan endurspeglast því framúrskarandi hönnun, sígild gæði og ríkulegt innanrými sem er hlaðið tækninýjungum. „Nýr Tiguan er frábær kostur fyrir þá sem gera miklar kröfur til útlits og gæða. Hann er orðinn 60 mm lengri og 30 mm breiðari en fyrirrennarinn en samt 53 kílóum léttari og með breyttum hlutföllum hefur stöðugleikinn aukist ásamt því að útlitið er orðið sportlegra og stílhreinna,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen, sem er spenntur fyrir því að kynna nýjan Tiguan. „Það var stefnt að byltingarkenndum breytingum á nýja bílnum og útkoman er alveg frábær. Þetta er hagkvæmur jepplingur í háum gæðaflokki fyrir stórar og smáar fjölskyldur sem vantar rúmgóðan og notendavænan bíl til lengri og styttri ferða. Hann býr yfir frábærum aksturseiginleikum hvort sem er innanbæjar eða á vegum úti og svo kemur hann með 5 ára ábyrgð.“ Í nýjum Tiguan er gott framboð skilvirkra bensín- og dísilvéla sem eru frá 150-240 hestöfl og hann er með allt að 2.500 kg dráttargetu. Vélarnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikinn togkraft við lágan snúning sem næst með skilvirkri forþjöppu, en það skilar sér bæði í meiri sparneytni og akstursþægindum. Tiguan hefur heldur aldrei verið rúmbetri en nú. 77 mm hafa bæst við á milli öxlanna og bíllinn er með eitt mesta farangursrýmið í sínum flokki. Það er 615 lítra og 1.655 lítra þegar aftursætin eru felld niður og aukið pláss kemur einnig farþegum til góða sem fá 29 mm meira fótarými. Ný kynslóð Tiguan er hönnuð með hámarksöryggi að leiðarljósi við allar aðstæður og er vel búinn snjalltækjabúnaði og aðstoðarkerfum sem eru nauðsynleg við erfiðar akstursaðstæður. Meðal staðalbúnaðar er árekstrarvörn, sjálfvirk neyðarbremsun og vegfarendavöktun og Tiguan hlaut nýverið hæstu einkunn í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent
HEKLA frumsýnir laugardaginn 13. ágúst kl. 12:00 nýjan Volkswagen Tiguan í sýningarsal Volkswagen að Laugavegi 170 – 174. Það verður nóg um að vera því boðið verður upp á úrval veitinga og Sirkus Íslands sér um andlitsmálningu fyrir börnin. Samtímis verður nýr Tiguan einnig frumsýndur á Bílási Akranesi, Höldi Akureyri, Heklu Reykjanesbæ og Bílasölu Selfoss. Volkswagen Tiguan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007 og hefur síðan þá tryggt sér öruggan sess í blómlegum flokki jepplinga. Nýju kynslóðarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæningu enda hefur bíllinn verið mikið uppfærður. Hönnuðir og verkfræðingar Volkswagen settu sér það markmið að smíða jeppling sem væri fágaður, en næði að blanda saman torfærueiginleikum og aksturseiginleikum fólksbíls, ásamt þægindum, og sveigjanleika fjölnotabíla. Í nýjum Volkswagen Tiguan endurspeglast því framúrskarandi hönnun, sígild gæði og ríkulegt innanrými sem er hlaðið tækninýjungum. „Nýr Tiguan er frábær kostur fyrir þá sem gera miklar kröfur til útlits og gæða. Hann er orðinn 60 mm lengri og 30 mm breiðari en fyrirrennarinn en samt 53 kílóum léttari og með breyttum hlutföllum hefur stöðugleikinn aukist ásamt því að útlitið er orðið sportlegra og stílhreinna,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen, sem er spenntur fyrir því að kynna nýjan Tiguan. „Það var stefnt að byltingarkenndum breytingum á nýja bílnum og útkoman er alveg frábær. Þetta er hagkvæmur jepplingur í háum gæðaflokki fyrir stórar og smáar fjölskyldur sem vantar rúmgóðan og notendavænan bíl til lengri og styttri ferða. Hann býr yfir frábærum aksturseiginleikum hvort sem er innanbæjar eða á vegum úti og svo kemur hann með 5 ára ábyrgð.“ Í nýjum Tiguan er gott framboð skilvirkra bensín- og dísilvéla sem eru frá 150-240 hestöfl og hann er með allt að 2.500 kg dráttargetu. Vélarnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikinn togkraft við lágan snúning sem næst með skilvirkri forþjöppu, en það skilar sér bæði í meiri sparneytni og akstursþægindum. Tiguan hefur heldur aldrei verið rúmbetri en nú. 77 mm hafa bæst við á milli öxlanna og bíllinn er með eitt mesta farangursrýmið í sínum flokki. Það er 615 lítra og 1.655 lítra þegar aftursætin eru felld niður og aukið pláss kemur einnig farþegum til góða sem fá 29 mm meira fótarými. Ný kynslóð Tiguan er hönnuð með hámarksöryggi að leiðarljósi við allar aðstæður og er vel búinn snjalltækjabúnaði og aðstoðarkerfum sem eru nauðsynleg við erfiðar akstursaðstæður. Meðal staðalbúnaðar er árekstrarvörn, sjálfvirk neyðarbremsun og vegfarendavöktun og Tiguan hlaut nýverið hæstu einkunn í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent