Öflugasta mótorhjól landsins Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 09:09 Kawasaki H2 hjólið verður til sýnis í dag í Nitro. Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent