Sport

Fiji-menn sungu sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fiji vann sitt fyrsta Ólympíugull í sögunni í gær og fögnuður rúgbý-liðs þjóðarinnar var stórkostlegur.

Strákarnir frá Fiji hreinlega völtuðu yfir Bretland í úrslitum í sjö manna rúgbý. Lokatölur þar 43-7 í lítt spennandi leik.

Fiji-menn hafa alltaf verið frábærir í rúgby og var spáð gulli fyrir leikana. Þeir stóðu undir öllum væntingum.

Þeir tóku svo lagið eftir leikinn og það var magnað að sjá. Í kjölfarið fylgdi svo stutt bæn.

En hvernig ætla þeir að fagna sigrinum?

„Við ætlum á Mc Donald's. Við sáum að það var Mc Donald´s í Ólympíuþorpinu en við höfum ekki mátt fara þangað. Ég get ekki beðið eftir að fá einn Big Mac,“ sagði Osea Kolinisau, fyrirliði liðsins, og hló.

Fögnuðinn skemmtilega má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×