Körfubolti

Argentína mætir Bandaríkjunum í átta liða úrslitum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandaríkjamenn hafa komist í hann krappann en ekki enn tapað.
Bandaríkjamenn hafa komist í hann krappann en ekki enn tapað. vísir/getty
Riðlakeppninni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum lauk i gær og því er ljóst hvaða lið mætast í útsláttarkeppninni.

Bandaríkin er eina ósigraða liðið til þessa í keppninni og þeir munu spila við sterkt lið Argentínu.

Keppnin í B-riðli var ótrúlega jöfn og þar enduðu öll fjögur liðin sem komust áfram með 8 stig. Þegar búið var að reikna sig í gegnum það kom í ljós að Króatía hafði unnið riðilinn.

Brasilía og Nígería áttu bæði möguleika að komast áfram en það úrslit féllu ekki með þeim og þau eru því úr leik.

Körfuboltakeppnin hefur verið frábær og það bíða frábærir leikir í átta liða úrslitunum. Þeir eru á dagskrá á morgun og verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport.

8-liða úrslitin 17. ágúst:

14.00 Ástralía - Litháen (Stöð 2 Sport)

17.30 Spánn - Frakkland (Stöð 2 Sport 2)

21.45 Bandaríkin - Argentína (Stöð 2 Sport)

01.15 Króatía - Serbía (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×